Vikan


Vikan - 13.01.1966, Blaðsíða 2

Vikan - 13.01.1966, Blaðsíða 2
í FULLRI HLVÖRU ANDERSEN & LAUTH f Bjír eío (hhi bjór Nú er talað um bjór einu sinni enn og sýnist sitt hverjum að vanda, því sumir vilja fá að ráða fyrir sjálfa sig en sumir fyrir aðra. Þeir sem vilja ráða fyrir sjálfa sig, vilja ýmist fá bjór- inn, eða að þeir vilja ekki drekka hann sjálfir og láta þar við sitja. Þeir sem vilja fá að ráða fyrir aðra veifa með handleggjunum og sparka með fótunum og harð- neita því, að fslendingar fái að drekka bjór. Og líklega fer svo að þessu sinni eins og fyrri dag- inn, að þessir ágætu menn fá að ráða drykkjusiðum þjóðar- innar, þótt enginn hrósi þeim eins og þeir eru. Einhvern veginn finnst mér, að það hljóti að vera helber óþarfi að selja áfengan bjór í hverju kramvörukoti ellegar gotteríis- gati. Mönnum er ekkert vandara um að sækja bjórinn sinn í út- sölur áfengisverzlunarinnar en þeim hefur verið að rölta þangað eftir dauðabokkunni sinni, séne- vernum eða voðkanum, eða hvað það nú er, sem þeir sulla ofan í sig, nú eða þá ofan að höfn eða heim til kunningjanna eftir bjórnum, eins og maður verður að gera núna og laumast með hann eins og lík, sem maður þarf að fela. Mér hefur alltaf fund- izt það þversögn hjá þessum fá- menna hópi, sem ræður drykkju- málum þjóðarinnar, að predika það, að menn skuli ekki drekka sig fulla, en koma síðan í veg fyrir, að nokkur dropi með fá- einum prósentum í fáist, nema minnst þrír pelar af 50% vín- anda og þar yfir. Setjum nú svo, að fjórir ungl- ingspiltar taki sig saman og kaupi sex brennivínsflöskur til að fara með í Þórsmörk eða á einhvern annan blótstað. Af þessu vín- magni verða þeir blindfullir og æska landsins dæmd þar af. Ég veit vel, að þeir verða að fara krókaleiðir til að fá áfengið, en þær virðast auðfarnar. En tækiu þeir hins vegar 6 kassa — 144 flöskur af bjór — kæmust þeir ekki yfir að drekka hann örar en svo, að þeir yrðu aldrei meira en kjafthýrir. Og fengi æska landsins þá ekki vægari dóma? Ég veit vel, að einhverjir yrðu bjórkallar og bjórkellingar. En er það þó ekki skárra að skömm- inni til, heldur en þeir brenni- vínssjúklingar, sem við þurfum nú að stríða við? Og bjór í land- ið er ekki hið sama og krár í landið. Þess er vert að minnast. S.H. 2 VIKAN 2. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.