Vikan


Vikan - 13.01.1966, Blaðsíða 8

Vikan - 13.01.1966, Blaðsíða 8
 Fullkomnasta tpésmíðaverkstæðið á mlnsta gólHleti fyrir heimili, skóla og verkstœði Hfn fjölhæfa 8-11 verkefna trésmlöavéi: Bandsög, rennibekkur, hjólsög, frœsari, band- slípa, diskslípa, smergel- skífa og útsögunarsög. Fáanlegir fylgihlutir: Afréttari þykktarhefill og borbarki. EMCO MAXIMAT AL- HLIÐA RENNIBEKKUR. verkfœri & járnvörur h.f. Hreínustu Hellukjör Rangæingar eru seigir me8 aS tileinka sér framfarir þótt Ingólfur sé nú orðið oftast að heiman. Við rákumst á þessa kjörbúð á Hellu, en það var í sláturtíðinni og af einhverjum ástæðum var kjörbúðin lokuð í til- efni slögtunarinnar. Bak við búðina var myndarlegur heystabbi, sem vafalaust bíður eftir harðindunum í vetur. Þá geta þeir sem heylausir eru orðnir, komið með pokana sína og látið í, á meðan frúin velur sér úr krambúðinni. Tfzkusýning fyrir nunnur Nú þurfa frómar nunnur ekki lengur að kappklæða sig. Þær geta nú hreyft sig hindrunar- laust, ekið skellinöðru og bíl og jafnvel lilaupið eftir stræt- isvagni, án þess að flækjast í pilsunum. Nýlega var hald- in tízkusýning fyrir nunnur í Bretlandi, og var mikil að- sókn að henni. Nú eru pils orðin 20 cm. styttri og bún- ingurinn yfirleitt saumaður úr léttum teryleneefnum, sem hægt er að þvo og þurrka án mikillar fyrirhafnar, Tuttugu og ein nunnuregla tók þátt í þessari sýningu og ríkti þar almenn ánægja yfir þessum nýtízkulega fatnaði. Slöngur Það myndi sennilega ein- hver móðirin fá taugaáfall, ef dóttirin birtist með leikfang á borð við þetta. En fyrir þessa telpu eru slöngur dag- legt brauð. Faðir hennar er nefnilega slöngutemjari, sem umgengst iífshættulegar slöngur daglega. Það er ekki erfitt að gera sér í hugarlund, hvað sú litla ætlar sér að verða, þegar hún verður stór. v_____________________________

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.