Vikan


Vikan - 13.01.1966, Blaðsíða 32

Vikan - 13.01.1966, Blaðsíða 32
CREAM TISSULAIR: Er næturkrem sem allar konur hafa beSið eftir. CREAM TISSULAIR: Hefur alla eiginleika sem krafizt er af fyrsta flokks naeturkremi. CREAM TISSULAIR: Mýkir húðina og minnkar hrukkur og draetti. CREAM TISSULAIR: Gerir húðina matta og er ósýnilegt eftir að það er borið á hörundið. CREAM TISSULAIR: Gefur yndislega ferskan og frískandi ilm. CREAM TISSULAIR: Smitar ekki og kemur ekki í veg fyrir að þér kyssið barnið yðar góða nótt. CREAM TISSULAIR: Er nœturkrem sem eiginmenn mstla með. Útsölustaðir í Reykjavík: Tíbrá, Gjafa- og- snyrtivörubúðin, Mirra, Orion, Skemmuglugginn, Holts Apotek, Tjarnarhárgreiðslustofan. Útsölustaðir úti á landi: Drífa, Akureyri. Verslunin Ása, Keflavik. Verzl. Ó. Jóhannsson, Patreksfirði. /ANh ASTER Ö. Valdimarsson h.f. Skúlagötu 26, Reykjavík. Sími 21670. STJÖRNÖSPÁ*^ w Hrútsmerkið (21. marz — 20. apríl): Álit þitt á vissri persófiu hrynur niður úr öllu valdi, en vegna ýmissa aðstæðna verðurðu að láta sem þú vitir ekkert og sért ánægður með hana eins og fyrr. Heillatala er þrír. W9 Nautsmerkið (21? apríl — 21. maí): Það reynir nokkuð á þolinmœði þína, en miklar lík- ur eru til þess að þér finnist að þú hafir verið svik- inn og farið illa með þig. Reyndu að gera þér sem mestan mat úr öllum aðstæðum. mi nl Tvfburamerkið (22. maí — 21. iúní); Það hefur dregizt allt of lengi að þú hafir svarað fyrirspurnum kunningja þíns, svo núna, eftir jól- in, ættirðu að láta þitt fyrsta verk vera að hafa tal af honum og útskýra málin. Krabbamerkið (22. júní — 23. iúií); Þú lendir í nokkuð óþægilegri aðstöðu og er mikil hætta á að þú verðir taugaóstyrkur og ef til vill ekki alveg öruggur um þinn hag. Þér vegnar mjög vel í starfi þínu. Ljónsmerkið (24. iúlf — 23. ógúst): Upp rís nokkur deila um mál sem þú hélzt að væri út úr heiminum. Þú verður að fara mjög varlega ef allt á ekki að taka uggvænlega stefnu. Þú skemmt- ir þér mjög vel í hópi ungs fólks. kp: -WBT Méyjarmerkið (24. ágúst — 23. september):- Það rekur eitthvað á fjörur þínar sem er mjög sjaldgæft og ekki allra að standa undir, óhætt er að fullyrða að það verður fremur þægilegt en hitt. Heillalitur er rauður. © Vogarmerkið (24. september — 23. október); Það verður ekki mikill tími til rómantískra hugs- ana, eða til að leggja í ný ástarævintýr. Þú endur- nýjar kynni þín við kunningjahóp sem um skeið hefur verið íjarri þér. Heillalitur er grænn. Drekanrerkið (24. október — 22. nóvember): Þú ert of ánægður með sjálfan þig og skortir oft og tíðum háttvísi. Það lítur út fyrir að þú hafir dembt þér í umfangsmikið verkefni sem færir þér fleiri fallgryfjur en þig hefðl grunað. Bogamannsmerkið (23. nóvember — 21. des.): Þú hefur mikið að gera en þú hefur slappað vel af undanfarið og ert vel við öllu búinn. Þú verður þátttakandi í skemmtun sem heppnast mjög vel. Heillalitur er ljósblár. $ Steingeitarmerkið (25!. desember — 20. janúar): Þú hefur komið illa fram við ákveðna persónu og kippt að vissu leyti undan henni fótunum. Þú ætt- ir að gæta framkomu þinnar vel og spilla ekki meira fyrir en orðið er. Vertu sem mest heima við. A# Vatnsberamerkið (21. Janúar — 19 febrúa'r); Þú stendur fyrir mannamóti og tekst það í alla staði mjög vel og færðu þaltkir fyrir. Þú gerir góða verzlun sem þú munt búa lengi að. Steyptu þér ekki í neinar skuldir. Fiskamerkið (20. febrúar — 20 marz): Eftir allt það umstang sem verið hefur finnst þér hversdagurinn ennþá leiðinlegri en nokkurn tíma áður, þessvegna tekurðu tveim höndum tilboði sem þú færð, er reynist nokkuð tímafrekt. g2 VIKAN 2. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.