Vikan


Vikan - 13.01.1966, Blaðsíða 15

Vikan - 13.01.1966, Blaðsíða 15
RADGATAH m „NOTAIEGA" MORl- IHGJAHH Duane Pope, hljóðlátur sveitapiltur frá Kansas, fór ósköp rólegur út, snemma dags, og skaut til bana þrjár manneskjur. Vinir hans skilja þetta ekki og spyrja undrandi „hversvegna“? Duane Pope skaut fjórar mann- eskjur. Einn lifði af en lamaðist frá mitti. lýsingu af morðingjanum. Það var mjög auðvelt að fá lýsingu af honum og finna hann vegna græna bílsins, sem hann hafði tekið á leigu og gefið upp sitt rétta nafn. Það kom sem sé í ljós að þetta var brosleitur sveitapiltur að nafni Duane Pope, og hann hafði tekið lokapróf frá McPhersons College í Kansas, fimm dögum áður. Fólk sem þekkti Duane Pope trúði þessu hreinlega ekki. Hann hafði fengið bezta orð í skólan- um og var varaformaður fót- boltaliðsins. Hann hafði alltaf i/erið hljóðlátur en glaðlegur ungur maður, stór og frekar lag- legur, enda gekk hann í augu kvenfólksins. „Þeir hafa tekið fastan rang- an Pope. Það er fjöldinn allur í Kansas, sem heita Pope, þetta hlýtur að vera vitleysa“, sagði Nick Petrucci, sem hafði verið herbergisfélagi Duane Popes í þrjú og hálft ár. Nick mundi eft- ir því að eitt kvöld, þegar þeir voru að lesa, kom stór könguló skríðandi eftir gólfinu. Nick kall- aði þá: — Dreptu hana, Duane, hún er á leið til þín. — Nei, hafði Duane sagt, — það get ég ekki. Hann gat ekki hugsað til þess að drepa svo mik- ið sem flugu. Einhvern tíma á næstunni mun mál Duane Popes koma fyrir rétt. Hann er lokaður inni í þröngum klefa á ríkisfangelsinu, og held- ur því fram að hann hafi aldrei langað til neins annars en að vinna að landbúnaði. Hann er órólegur og bíður í ofvæni eftir réttahöldunum. Honum liggur svo lágt rómur, að þeir sem heimsækja hann verða að láta loka fyrir loftræstinguna. Það eina sem hann segir er að hann spyr sjálfan sig stöðugt: „Hvers- vegna? — Hversvegna gerði ég þetta“? Þetta er sama spurningin sem aðrir leggja fyrir sig: Hversvegna gerði hann þetta? Við þessu fæst ekkert svar, fólk er undrandi og skilningslaust gagnvart svona at- burði. Vísindamenn eru furðu lostnir, vegna þess að slíkir at- burðir og þetta koma helzt fyrir í stórborgum, en alls ekki í þorp- um, þar sem allir þekkjast. Búgarður Pope-fólksins er 320 ekrur og fimm mílum frá Rox- bury. Þar eru lítil þægindi, en þau hafa rafmagn og sjónvarp, en engar pípulagnir eða rennandi vatn í húsinu. Skólafélagar Du- anes tóku eftir því að í hvert sinn sem hann kom í skólann, eftir að hafa verið heima hjá sér, fór hann í bað og stóð lengi i steypibaðinu. Faðir Duanes var hár og þrek- inn maður, frekar óþjáll og á- kveðinn. Hann hafði ekki verið tnikill fjáröflunarmaður, svo að kona hans, sem var lærð hjúkr- unarkona, vann við hjúkrun á tiéraðssjúkrahúsinu. Presturinn segir að Pope-fjölskyldan hagi lífi sínu á svipaðan hátt og flest- ar fjölskyldur á þessum slóðum, lifi eiginlega alveg útaf fyrir sig og eigi fáa eða enga nána vini. „Feimni hefir verið einkennandi fyrir Pope-börnin, bætti hann við. Duane var fjórði af átta börn- um Pope hjónanna, og prestur- inn segir að hann hafi yfirleitt borið af öðrum drengjum í prúð- mennsku. Sama var sagt um hann í menntaskólanum. Hann var góður körfuboltamaður, og árið 1961 vann Roxbury í keppni og það var þegar Duane var for- ingi körfuboltaliðsins. — Langar ykkur til að vita á- lit fólks á Duane? spurði Nick Petrucci nýlega. — Fólk horfði á hann og sagði: — Bara að börnin okkar líktust honum. Einu sinni fór ég heim með hon- um, eftir körfuknattleik, og allir, ég endurtek það, allir, heilsuðu honum ... Eftir prófið hefði Duane verið ánægður með að vera heima og vinna við búgarðinn, eða að vera í félagi við Dennis bróður sinn, sem vann við landbúnaðarvélar. Duane hafði kynnzt Caterpillar- vélunum á landbúnaðarsýningu nokkrum árum áður og fannst þá að hann gæti ekki hugsað sér neitt eins spennandi eins og að vinna með þeim. En svo var hon- um boðinn námsstyrkur og hann fór í skólann. Duane kunni ekki vel við sig 1 skólanum. Einn skólabróðir hans sagðist muna það að hann hafi alltaf gengið með veggjum, aldrei á miðjum göngum. Og oft sagði hann á undan prófum og á slikum stundum: — Ég á ekki heima hér, ég hefði aldrei átt að fara í skólann ... Jafnvel það að hann bjó með Nick Petrucci, sem var glaðlynd- ur og þægilegur piltur, virðist hafa hvílt þungt á Duane, það minnti hann stöðugt á hans eig- in skort á aðlögunarhæfileikum. Duane flýði oft frá skólalíf- inu, til þess eina staðar sem hann hafði upp á að hlaupa, sem sagt heim til sín í Roxbury. Nick fór oft með honum á sunnudags- kvöldum, og vann þá með Du- ane og föður hans við landbún- aðarstörfin og borðaði kvöldverð með fjölskyldunni. Þá sá hann allt aðra hlið af Duane. Hann gat orðið óþolinmóður og jafnvel reiður við föður sinn, þegar hon- um fannst hann linur við fram- kvæmdirnar. Hann sagði Nick að faðir sinn væri hálfgerð óráðsía, t.d. hefði hann keypt nýja bindi- vél, þegar hann léti tvær ryðga á hlaðinu hjá sér. Nick Petrucci var eini maður- inn, fyrir utan fjölskylduna sem vissi að Duane gæti orðið reiður. Nick og tveir aðrir herbergis- félagar þeirra voru vanir að stríða Duane svolítið, vegna þess hve hátíðlegur hann var. T.d. vegna þess hve nákvæmur hann var í klæðaburði og vegna þess að hann vildi aldrei smakka ít- alska vínið, sem Nick smyglaði inn á herbergið, hann smakkaði ekki einu sinni bjór. Sérstaklega stríddu þeir honum með stúlkum. — Það tók hann eilífðartíma að ákveða stefnumót, segir Nick, — jafnvel þótt það væri stúlka sem hann var reglulega hrifinn af. Svo var það síðastliðið haust að Duane hitti Melindu Hanson. Hún var lagleg dökkhærð og dökkeygð stúlka, skiptistúdent frá öðrum skóla. Það var tákn- rænt fyrir Duane, að hann bauð henni ekki út fyrr en í janúar. Þá fóru þau út saman, tvisvar eða þrisvar. Nick líkaði ekki við Melindu. Honum fannst hún of veraldarvön og of mikið mál- uð. Meðan Melinda hélt kunning- skap við Duane, varð hún ófrísk með öðrum manni, en Duane vissi ekki um það, og hann varð mjög ástfanginn af henni. í jan- úarlok sagði Melinda Duane að hún ætlaði að hætta í skólan- um og fá sér vinnu í Fort Worth, Texas. Kvöldið áður en hún fór kvöddust þau á veitingahúsi í nágrenninu. Skólafélagarnir voru mjög undrandi yfir því að hann léti sjá sig á skemmtistað. Hún skrifaði honum, jafnvel daglega og hann svaraði öllum bréfunum. Hann lét hana senda bréfin á pósthúsið, en hún gaf upp rétt heimilisfang, og það kom í ljós síðar, að það var heim- ili fyrir ógiftar mæður. Viku fyrir prófið keypti Du- ane skammbyssu, með níu skota magasíni. Hann bjó til að minnsta kosti þrjá hljóðdeyfa á verkstæði skólans, og festi að lokum þann sem honum fannst beztur á hlaup byssunnar. Síðan æfði hann sig í skotfimi á ökr- unum heima hjá sér. Þrem dögum eftir prófið fékk hann 50 dollara að láni hjá föður sínum. Hann sagðist ætla til Oklahoma til að leyta sér að vinnu við hveitiuppskeruna. Það kvöld, í Salina, Kansas fór fyrst og bera á því að Duane hrykki upp af ásunum. Hann gaf út tvær falsaðar ávísanir, til þess að kaupa ný föt og skjalamöppu. Næsta dag leigði hann grænan, tveggja dyra Chevrolet og ók 410 mílur í norð-vestur, þá kom hann til Ogallala, Nebraska, 22 mílum frá Big Springs. Næsta morgun ók hann svo til Big Springs og að Búnaðarbank- anum þar. Um kvöldið, eftir morðin, sat Duane Pope á bar í næturklúbb í Salina, sem kallaður er „Eddie's Dancing“, og fór að tala við allt mögulegt fólk. Eigandi barsins sagði að hann hefði stöðugt kall- að í sig. Hann sagðist vera söngv- ari og til að sanna það söng hann „Harvest Moon“, og dans- aði við barstúlkuna... Framhald á bls. 30. VIKAN 2. tt»l. Jg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.