Vikan - 13.01.1966, Blaðsíða 33
að ráða gerðum sínum. Verjaridi
hans verður fyrrverandi ríkis-
stjóri Nebraska, Robert Crosby
og dr. Herbert Modlin, yfirmað-
ur laga og sálfræðideildar Menn-
inger clinic í Topeka, Kansas,
hefir verið skipaður til að rann-
saka hann.
Stjórnin hlær.að þeim ályktun-
um verjandans að maðurinn hafi
verið haldinn stundarbrjálæði.
Ákærandinn Theodore Richling
stóð einu sinni við hlið piltsins,
í byrjun réttarhaldanna. Hann
segir: — Við finnum engin merki
þess að pilturinn sé andlega
sjúkur. Hann stóð þarna fullkom-
lega rólegur og íhugull og horfði
beint í augu mín. Nei, þetta voru
ekki morð í Big Springs, það
voru aftökur ...
Verjandinn, Crosby, sem kall-
ar sjálfan sig „aðeins sveitalög-
fræðing að norðan“, hefur talað
mikið og lengi við Duane. Hann
segir: — Eftir því sem ég kemst
næst hefir það ekki verið hollt
fyrir sálarheill Duanes að vera
þessi fyrirmyndarpiltur ...
Hann heldur því fram að í
piltinum hafi búið einhverskon-
ar hatur, sem hann hafi aldrei
fengið útrás fyrir og að það hafi
að lokum leitt til þessa hræði-
lega verknaðar.
-— Allt hefur verið gert til að
verja Duane, segir Crosby. Og
svo heldur hann áfram: — Hann
virðist hafa lifað í tuttugu og tvö
ár í stöðugri angist. Ég hefi ver-
ið að íhuga hvort þetta hefði
nokkru sinni komið fyrir, ef
Duane hefði verið kyrr á bú-
garðinum allan tímann ...
Auðvitað veit enginn hvað kom
Duane Pope til að ganga inn í
bankann þennan morgun í júní.
Eftir þennan atburð var það
næsta furðulegt að aka í gegnum
bæinn. Það var engu líkara en
að allir hefðu horfið af yfirborði
jarðar. Fólk hélt sig heima og
íbúarnir í Roxbury vildu ekki
tala neitt um þennan atburð við
ókunnuga. Ein kona sagði við
blaðamann: — Oltkur hefði ekki
liðið verr, þótt þetta hefði verið
okkar eigin sonur.
Melinda Hanson er komin
heim til Roxbury og vinnur sem
afgreiðslustúlka í Wichita. Hún
segist hafa þekkt Duane Pope
svo stuttan tíma að hún geti
ekki gefið neinar upplýsingar um
hann. -— Ég vil ekki láta blanda
mér í þetta, segir hún.
Nick Petrucci, sem bjó svo
lengi með Duane minnist setn-
inga úr samtali milli þeirra. Du-
ane hafði sagt honum, eitt kvöld-
ið að honum þætti svo gaman af
glæpafræði. — Hversvegna eru
ekki allir tímarnir svo skemmti-
legir? sagði hann.
— Hvað finnst þér svo
skemmtilegt við það? spurði
Nick.
— Aðeins að vita hversvegna
fólk gerir suma hluti.
★
EINANGRUNARGLÉR S ARA ÁBYRGÐ.
YFIR 20 ARA REYNSLA HERLENDISÍHH
EGGERT KRISTJANSSON & CO. HF
SÍMI 11400
Samkvæmissiðir
Framhald af bls. 21.
nafn þess, sem kynntur er, nefnir
maður fyrst, t.d. þannig þegar
yngri stúlka er kynnt fyrir giftri
konu: „Jóna Jónsdóttir (18 óra),
frú Ólafía Pálsdóttir" eða ,,Má ég
kynna Jónu Jónsdóttur, frú Ólafía
Pálsdóttir".
Sé maður ekki viss um aldurs-
mun eða virðingarstigsmun þeirra,
sem kynna á, þá er sá, sem síðar
kemur kynntur fyrir þeim, sem fyr-
ir er á staðnum eða í samkvæm-
inu.
Hinu má heldur ekki gleyma, að
þau atvik geta verið fyrir hendi,
að fram fari eins konar hópkynn-
ing, t.d. þannig, að einstaklingur-
inn, Pétur Pálsson, sem kemur á
nefndar- eða stjórnarfund, í smærra
samkvæmi eða annan þess konar
smærri mannsöfnuð, er kynntur fyr-
ir hópnum öllum án þess að menn
takist í hendur heldur bara hneigi
sig.
Rétt er að geta þess, að þær
kringumstæður geta verið fyrir
hendi, að fólk, sem ekki hefur ver-
ið kynnt, lendir einhvern veginn
saman, t.d. við borð eða einhvers
staðar, þar sem óþægilegt getur
verið að það þekkist ekki, svo það
þurfi að kynna sig sjálft. Er þá
rétt að eldri persónan taki frum-
kvæðið, og kynni sig, eða konan
taki frumkvæðið og kynni sig fyrir
manni. Þetta byggist á því, að kon-
an eða sá virðulegri á réttinn til
þess að ráða því, hvort kynningin
fer yfirleitt fram eða ekki.
3. Veizlur og borðhald. Grund-
vallarreglan varðandi veizlur er sú,
að leitast við að velja gestina þann-
ig, að þeir falli vel saman, hafi
ánægju af samskiptunum hver við
annan og þar með af veizlunni. í
þessu liggur lykillinn að vel heppn-
aðri veizlu eins og lykillinn að illa
heppnaðri og leiðinlegri veizlu
felst i því að velja saman ósam-
stætt fólk, sem á erfitt með að
blanda geði saman.
Annað meginatriði í þessu sam-
bandi er, að gestirnir eru ekki fyrst
og fremst komnir til þess að fá í
svanginn heldur til þess að blanda
geði við gestina og gestgiafana
þeim öllum til gagnkvæmrar
ánægju. Þess vegna er það misskil-
in kurteisi, sem stundum er kallað
„gestrisni" hér á landi, þegar gest-
gjafinn heldur mat eða kökum eða
öðrum veitingum svo m|ög að gest-
unum, að þeir verða að borða
meira en þeir í raun og veru kæra
sig um til þess að losna við nauð-
VIKAN 2. tbl. 00