Vikan - 13.01.1966, Blaðsíða 24
'íjy'' ’■
rnmmí
■B
■
WÉiÉÉÉi&ÉiÉBÍtíÉii
Myndasería frá óhappinu í Hróarskeldu. Myndirnar eru úr sænska blaðinu Motor Sport.
U heppti ó 14
150 þúsund sterlingspunda tekjur, eða um 18 milljónir ís-
lenzkra króna. Tæpan helming þessarar upphæðar fékk hann
fyrir að sigra í einum kappakstri. Þetta eru peningar, sem
hann fékk fyrir sigra sína á brautinni. Það er hugsanlegt,
að hann hafi fengið aðra eins upphæð fyrir auglýsingar og
fleira. — Eg vil þó taka fram, að opinber veðmál í sambandi
við kappakstra þekkjast ekki lengur.
En svo að ég komi aftur að ferli mínum á kappakstursbraut-
inni: Snemma árs 1964 fór ég aftur út til Bretlands. Ég fór
beint til Jim Russels, fékk bíl og byrjaði skömmu síðar að
keppa. Ég ók fyrst fyrir skólann í tveimur innanlandskeppn-
um. Ég var með bíl af gerðini Lotus-FORMULA þrír, og það
furðulega gerðist; ég sigraði í bæði skiptin. Það var ausandi
rigning báða keppnisdagana og ekið á s\'onefndri Snetterton-
braut í Norfolk. Brautin er 2,7 kílómetra liiug og voru kepp-
endur 25 á báðum mótunum. Ég var langt á undan þeim.
— Nú kann einhver að brosa í kampmn og hugsa: Það
vantar ekki grobbið í þessa drengi. Hvað um það. Sigurinn
var minn, það sanna verðiaunagripirnir. Aftur á móti get
ég fúslega játað, að ég vissi ekkert hvað ég \’av að gera. Ég
24 VIKAN 2, tbl,
var gersamlega óreyndur og ekki hræddur. í dag myndi ég
ekki aka eins og ég gerði þá. Það má kalla þetta slembilukku.
En engu að síður var það nú gaman.
A næstu þremur mótum, sem að ég tók þátt í og þá við
beztu skilyrði, tapaði ég. Ég missti allt vald yfir bílnum, hann
snerist einhvernveginn og hafnaði fyrir utan brautina. Þetta
ár keppti ég á 14 mótum og kom 6 sinunm fyrstur í mark.
Ég fór meðal annars til Hollands fyrir skólann og tók þar
þátt í alþjóðlegum kappakstri. I forkeppni fékk ég sjÖtta bezta
tímann, en í aðalkeppni er bílum raðað við rásmarkið eftir
því hve góðan tíma þeir hafa fengið í forkeppni. í raun er
þetta þannig, að sá, sem fær bezta tímann, fær einnig bezta
staðinn í byrjun aðalkeppninnar. Það voru um 30 bílar, sem
lögðu af stað, og þröngin var mikil á brautinni. Ein beygjan
á þessari braut er mjög hættuleg og hefur orðið mörgum
kappanum slceinuhætt. Þegar ég kom í hana eftir fyrsta
hringinn, var einn bíll utan við mig og alveg við hliðina. Hann
reyndi að þvinga mig upp að brautarjaðrinum og bílarnir rák-
ust saman. Fyrst snertust hjólin og síðan kom vinstra fram-
hjólið hjá honum milli hægra fram- og afturhjóls hjá mér.