Vikan


Vikan - 13.01.1966, Blaðsíða 9

Vikan - 13.01.1966, Blaðsíða 9
Henrique Galvao varð heimsírægur í einni svipan í janúar 1961, þegar hann tók með valdi millilandaskipið Santa Maria út af strönd Venesuela. Þetta var stórt skip eins og allir muna; áhöfn uppá 350 manns og 588 far- þegar. Hann réði lögum og lofum á skipinu í 11 daga og það var fylgzt með þessum atburði af athygli um allan heim. Hugmynd Galvaos var að beina með þessu athygli heimsins að einræðisstjórn Salazars í Portúgal, enda var Galvao félagi í andspyrnu- hreyfingu Humberto Delgados á móti einræðisherranum. Þetta var víst einhver djarfasta til- raun til að ná völdum á einu skipi sem um getur, en tókst þó án meiri háttar blóðsúthellinga; aðeins þriðji stýrimaður lét lífið og einhver messa- gutti slasaðist. Þeim slasaða var kom- ið á land í Vestur-Indíum, en Galvao beindi því næst för skipsins í áttina tíl Afríku og sendi stanzlaust skeyti til íbúanna í potúgölsku nýlendunum í Afríku um að gera uppreisn. En áður en langt um leið, kom það í ljós, að skipið var að verða olíulaust og Galvao tók þann kost að snúa því til Brasilíu. Hann tók land þar sem heit- ir Recife, fékk yfirvöldunum skipið í hendur og baðst hælis í Brasilíu sem pólitískur flóttamaður Enn þann dag 1 dag býr Galvao í Brasilíu, nú sjötugur að aldri. Að vísu brá hann sér til Evrópu stuttu eftir titækiö, hélt þar fyrirlestra um óhræsið hann Salazar og bætti við fyrri afrek sín með því að ræna flug- vél í Marokkó og notaði hana til að dreifa áróðursmiðum yfir Lissabon. Annars hefur Galvao að mestu ver- ið starfsmaður hjá brasilíska blaðinu O Estado í Sao Paulo. Hann lifir ró- legu lífi og stórviðburðalausu, en held- ur áfram baráttunni á móti fjand- manni sínum í valdastóli Portúgals með því að skrifa bækur og bæklinga. Nýlega hefur hann gefið út áttundu bók sína sem ber heitið: „Barátta mín á móti Salazarisma og kommúnisma í Portúgal“. Áður fyrr var Galvao starfsmaður stjórnarinnar 1 heimalandi sínu og hafði meira að segja umsjón með ný- lendum Portúgala. Þá mótmælti hann hástöfum því sem fram fór undir stjórn Portúgala í þessum hrjáðu ný- lendum og fékk að launum 18 ára fangelsisdóm. Eftir sex ár bak við lás og slá þurfti hann að leggjast á spítala og þaðan flýði hann og baðst ásjár í argentínska sendiráðinu. Allt frá þeim tíma hefur hann lifað í stöðugum ótta við PIDE, leynilög- reglu Salazars, sem byggð er á fyrir- myndum frá Gestapó. Velkomin aftur Sagan Það er nú orðið æði langt síðan að Francoise Sagan sendi frá sér bók. En nú vinnur hún að næsta meistara- verki (?). Hún hefir komið sér fyrir í Suður-Frakklandi, þar sem hún hýr með þriggja ára gömlum syni sín- um og vinnur að bókmenntastörfum. Hér eru myndir af henni, önnur þar sem hún er með handritið af fyrstu bókinni sinni, og hin þar sem hún er að hamast við að skrifa nýja bók. Sonur hennar, Denis er með henni á myndinni. Svart 09 livítt Það hafa verið kjaftasögur á kreiki um að Sammie Davis og hin Ijóshærða May Britt séu að skilja. Þessi mynd ber vott um það gagnstæða. Þarna er Sammy pabbi að taka á móti fjölskyld- unni, sem er að koma heim úr sveitinni. Galvao streltist á móti Salazar Zanussi heimilistækin eru árangur af löngu samstarfi og rannsóknum tæknifræðinga og skipulagsfræðinga á þörfum heimila og húsmæðra, ásamt áralangri reynslu á fjölmörgum sviðum tækninnar. Hin sívaxandi sala á Zanussi heimiljstækjum hér á landi sýnir að það er óhætt að treysta hinum þroskaða smekk og gæðamati íslenzkra húsmæðra. SIIORRMIRMIT 44 - SÍtl 16242. VIKAN 2. tbl. Q

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.