Vikan


Vikan - 13.01.1966, Page 30

Vikan - 13.01.1966, Page 30
þaö en auóséó... skilar hvítasfa Já, þaö er auðvelt að sjá að OMO skilar hvítasta þvottinum. Sjáið hve skínandi hvítur hvíti þvottur- inn verður og einnig verða litirnir skærri á litaða þvottinum sé OMO notað. Löðrandi OMO, gerir þvot- tinn ekki aðeins hreinan heldur einnig hvítari. Reynið OMO og þér munuð sannfærast. þvotfinum! X-OMO 185/1C-6U8 — í Danmörku úthluta heyrnar- stöðvarnar heyrnartaskjum til þeirra, sem þess þurfa, en ríkið ó öll tækin og starfsmenn heyrn- arstöðvanna fylgjast með því að þau séu notuð. Séu þau ekki not- uð, eru þau tekin af fólki. — Ymislegt nýtt kemur fram ó þessu sviði sem öðrum, t.d. fæst nú tæki sem nefnist „teleslynge", og tengt er útvarpinu annars vegar •>g heyrnartækinu hins vegar, og er ómissandi heyrnardaufu fólki sem ekki hefur fullt gagn af úfvarpinu. — Dr. Bentzen er ákatlega bjart- sýnn á það, að með réftri notkun heyrnartækja sé mögulegt oð xoma ýmsum heyrnardaufum börnum það áleiðis, að þau geti verið í venju- legum skólum, en í sérbekkjum. Ahugi hans er svo mikill og storfs- árangur svo góður, að hann hlýf- ur að vekja bjartsýni allra sem því kynnast. Vona ég, þótt seinna verði, að erindi það, sem hann flut+i hér í fyrrasumar í háskólanum, komist til almennings í Ríkisútvarpinu. — Okkur er mikill sómi að því að njóta velviljaðra ráða og hand- leiðslu dr. Bentzens. Hann hefur lengi verið sérfræðiráðunautur Heil- brigðismálastofnunar Sameinuðu þjóðanna og egypsku rfkisstjórnar- innar, auk þess sem hann er eftir- sóttur fyrirlesari utan síns lands og innan. — Er enginn hér á landi, sem smíðar eyrnatappa fyrir heyrnar- tæki? — Jú, einn kennari Heyrnleys- ingjaskólans gerir það, en hann kemst ekki yfir að sinna öllum, svo það er full þörf á að styrkja tann- smið til náms í því. — Hve mörg börn innan skóla- aldurs eru búin að koma til athug- unar? — Árið 1964 komu 33 börn inn- an skólaaldurs til athugunar og af þeim eru 2 búin að fá heyrnartæki. í athugun er að heyrnarprófa börn í leikskólum, en á meðan María Kjeld er ein við prófunina, er auð- vitað takmarkað hversu mikið hún kemst yfir. — Nokkrir starfshópar sem vinna í miklum hávaða, hafa einnig ver- ið prófaðir. — í Danmörku hefur margt ó- vænt komið í Ijós við heyrnarpróf- anir, svo sem það að árlega lask- ast heyrn margra barna og ungl- inga við sprengingarnar á gaml- árskvöld. — Hafa ýmsir barizt fyrir því að banna þann ófögnuð, og nýlega var frá því sagt ( POLITIKEN, að slíkt bann kæmi til framkvæmda eftir næstu áramót. Flugeldaverk- smiðjurnar myndu fara á hausinn ef það yrði gert fyrr. — Virðist full ástæða til að taka til athugunar hvort ekki ætti einn- ig að banna þennan óþarfa há- vaða hér, því ekki er að efa, að af- leiðing hans muni vera svipuð og rannsóknir í Danmörku hafa leitt ( Ijós. — Ekki munu fjármunir hafa bor- izt fyrirhafnarlaust í ykkar hendur, fremur en annarra. Hverjar hafa verið helztu fjáröflunarleiðir Zonta- klúbbsins? — Við höfum aflað Margrétar- sjóði tekna með ýmsu móti. Tvisvar höfum við farið út fyrir klúbbinn og haldið skemmtanir í ágóðaskyni og hefur þá sjóðurinn vaxið stór- lega. Höfðinglegar gjafir hafa bor- izt frá félagskonum og ýmsu öðru ágætu fólki, sem vill styðja þetta málefni. Nokkur undanfarin ár höf- um við selt kerti til tekjuöflunar og hefur það gefizt vel. Minningar- spjöld eru stöðug tekjulind, en þau eru til sölu hjá frú Hólmfríði Bald- vinsson, Tízkuhúsinu, Laugavegi 5, hjá frk. Sigríði Bachmann, forstöðu- konu Landspítalans og hjá mér. Hafa gjafir til Margrétarsjóðs farið vaxandi með ári hverju, þrátt fyrir það að alltaf fjölgar minningar- sjóðum. Fyrir allar þessar gjafir er- um við ákaflega þakklátar, enda eru þær okkur dýrmætur stuðning- ur. — -Ártlar félagið ekki að halda áfram starfi sínu fyrir þetta sama málefni? — Jú, þar eru enn mörg verk- efni óleyst. Formaður Zontaklúbbs Reykjavíkur, frk. Auður Proppé, fór s.l. vor á Norðurlandamót Zonta- klúbanna, sem haldið var ( Sví- þjóð og lagði þá lykkju á leið sína og fór til Árósa til að leita ráða hja dr. Bentzen, um framtíðarverk- efnin. — Við teljum nauðsynlegt að auka starf heyrnarstöðvarinnar, enda fer aðsókn að henni sívax- andi og við teljum ákaflega mikil- vægt að stuðla að almennri fræðslu um allt, er þessi mál varðar. Já, verkefni eru næg og vð vonum, að félagi okkar takist að vinna þarft verk. Sigríður Thorlacius. Ráðgátan ... Framhald af bls. 15. Þegar foringinn fyrir fótbolta- liði Duanes heyrði þetta, sagði hann: — Ég trúi því ekki að Duane hafi sungið og dansað. Því meira sem ég heyri, því rugl- aðri verð ég. Einhverntíma á föstudagskvöld- ið, eftir að Duane var búinn að senda Nick 50 dollara, sem hann skuldaði honum og greiða fölsku ávísanirnar, hringdi hann til Me- lindu og spurði hana hvenær hún kæmi til Kansas. Hann sagði henni ekkert um heimsóknina til 2Q VIKAN 2. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.