Vikan


Vikan - 13.01.1966, Blaðsíða 7

Vikan - 13.01.1966, Blaðsíða 7
JÖSTURINN svohljóðandi, og vitnað til fyrr- nefnds knattspyrnumanns: „Bezta ráðið til að auka úthald íslenzkra knattspymumanna er að senda þá í bítlahljómsveit". Síðar í fyrrnefndu viðtali segir að þessi bítla-knattspyrnumaður hafi í einu dagblaðanna verið tal- inn þriðji bezti knattspyrnumað- ur ársins. Verður lesandi óneit- anlega undrandi að heyra þetta þar sem þessi maður var EKKI valinn í landsliðið síðastliðið sumar. Hvað veldur því? Fyrir því er aðeins eitt svar. Hann var með OF mikið HÁR. Og hvernig yrði þá ef allir beztu knattspyrnumenn landsins færu í bítlahljómsveit? Landsliðið yrði ekki upp á marga fiskana það er víst. Staðreyndin er sú að þeir sem minnst hár hafa ganga fyrir í landsliðið (sbr. K.R.-inga). Mitt álit er að velja eigi í landsliðið eftir getu manna á vellinum og hvernig þeim tekst að beita fót- um sínum gegn knettinum (ekki andstæðingnum), en ekkiaðvelja eftir hárvexti. Sé maðurinn snyrtilegur ber ekki að víkjahon- um af leikvelli þó svo að hann hafi mikið hár. Og sízt af öllu þar sem þetta er atvinna Guð- mundar Rúnars Júlíussonar en það er hann (ásamt landsliðinu) sem orðið hefur fyrir barðinu á óréttlæti háttvirtrar landsliðs- nefndar. Svo þakka ég ykkur fyr- ir ef þið birtið þetta fyrir mig. Og um leið vil ég beina þeim til- mælum til landsliðsnefndar að hún athugi sinn gang. Óánægður. Húrra! Ég vissi ekki, að lands- liðsnefndin væri svona sniðug! Annars er það sennilega ekki vöxtur hársins, sem úrslitum ræður, heldur meðferð þess. Hugsið ykkur bara ef 11 lubba- hausar væru að gana um knatt- spymuvöllinn! Þeir dyttu bara hver um annan þveran af þvi þeir sæju ekkert, og gott ef boltinn týndist ekki í lagðinum á ein- hverjnm. Og hvemig færi, ef svona lubbahaus ætlaði að skalla? Lubbinn tæki allt stuðið af, svo boltinn dytti bara mátt- laust niður. Það þarf harðan haus til að gefa fjaðrandi högg. Og hvers vegna þurfa hljómsveitir að hafa lubba eins og brezkir bítlar, þótt þær fremji hljóO eft- ir þeirra fyrirmynd? Ég vil beina því til Iandsliðsnefndar, að hún haldi áfram að undirstrika nauð- syn góðrar hárhirðu. MEIRA UM LOÐHAUSA. Til Pósts Vikunnar! f 51. tbl. 27. árg. í FULLRI ALVÖRU, skrifar G.S. um hár- tízkuna: Hversvegna mega ekki unglingar vera með mikið hár? Af hverju er það óhollara að vera með mikið hár núna, en í forn- öld? í fomöld voru allir karl- menn með mikið hár, og lang- flestir með miklu meira hár en bítlar núna. Það mætti segja mér að G.S. væri sköllóttur, og væri bara öfundsjúkur. G.S. virðist hafa áhyggjur af því að þeir sem séu með mikið hár verði kven- legir. Ekki urðu Egill Skalla- grímsson eða Gunnar á Hlíðar- enda kvenlegir á því að vera með mikið hár. Svo talar hann um fræga en leiðinlega bítla- hljómsveit úr Keflavík. Hann notar tækifærið meðan þeir eru úti í löndum, og geta ekki svar- að fyrir sig. Hljómar er núna vinsælasta hljómsveit landsins, og þess vegna held ég að Vikan græði ekki miklar vinsældir á því að tala svona um þá, að minnsta kosti ekki hjá ungling- unum. X.Z. Hver segir, að það hafi verið hollt að ganga með loðhaus í fornöld? Hefur þú bréf upp á það? Ég held þeir Egill sálugi og Gunnar heitinn hljóti að hafa verið kvenlegir til höfuðsins með allan sinn lubba, þótt þeir hafi kannski ekki túberað hann eða notað Magic Curl. Hitt er svo annað mál, að þeir kunna að hafa haft einhverja vöðva karla- greyin, enda höfðu þeir ekki lært að elta uppi frægar en leiðinleg- ar hljómsveitir til að hrópa je je og reka uppi önnur kynlaus gól, milli þess sem þeir tottuðu síg- arettuna og snöpsuðu sig á brennivíni til að vera miklir karlar. — Ég get fullvissað þig um, að G.S. hefur þykkt og fall- egt, Ijóst og liðað hár, sem hann klippir og hirðir vel, og ef þú trúir mér ekki, skaltu bara koma og sjá sjálfur. — Þetta með vin- sældirnar — það væri gaman að heyra meira um þær — t.d. frá eldra fólkinu. 0 Flttmíngo hárþurrkan — fallegri og fljótari og hefur alla kostina: 700 W hitaelement, stiglaus hitastilling 0—80°C og nýi tur- bo-loftdreifarinn skapa þægilegri og fljótari þurrkun. Hljóðlót og truflar hvorki útvarp né sjón- varp. Fyrirferðarlítil [ geymslu, því hjálminn má leggja saman. Auðveld uppsetning á herberg- ishurð, skáphurð, hillu o.fl., en einnig fást borðstativ og gólf- stativ, sem líka má leggja sam- an. 2 fallegar litasamstæður, bláleit (turkis) og gulleit (beige). ..v *i£ FLAMINGO straujárnið er létt og lipurt, hitnar og kóln- ar fljótt og hefur hárnákvæman hitastilli, hitaöryggi og hitamæli, sem alltaf sýnir hitastigið. Fæst fyrir hægri og vinstri hönd — og þér getið valið um 4 fallega liti: króm, topasgult, opalblátt og kóralrautt. Ábyrgð og traust varahluta- og við- gerðaþjónusta. FLAMINGO úðarinn er loftknúinn og úðar tauið svo fínt og jafnt, að hægt er að strauja það jafnóðum. Omissandi þeim, sem kynnst hafa. Litir ( stíl við straujárnin. FLAMINGO snúruhaldarinn er ekki siður til þæginda, þv[ hann heldur straujárnssnúrunni á lofti, svo að hún flækist ekki fyrir. S f M I 2-44-20 - SUÐURGATA 10 - REYKJAVÍK P Ö N T U N — SendiS undirrit. í póstkröfu: .... stk. FLAMINGO hárþurrka . .. litur: . .... stk. FLAMINGO borðstativ .......... .... stk. FLAMINGO góHstativ ........... .... stk. FLAMINGO straujárn ...litur: . .... stk. FLAMINGO úðari .......litur: . .... stk. FLAMINGO snúruhaldari ........ Naín: .................................. Heimili: ............................... Til: FÖNIX S.F., Pósthólf 1421, Reykjavik. V-2 kr. 1115,- kr. 115,— kr. 395,- kr. 495,- kr. 245.- kr. 109.— VIKAN 2. tbl. rj

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.