Vikan - 13.01.1966, Blaðsíða 11
talin börnin í Heyrnleysingiaskólanum.
— Nú hafið þið snúið ykkur að smóbörn-
unum?
— Jó. Eftir að tryggingalöggjöfin komst á,
var þörfin fyrir styrki ekki eins brýn.
— En svo var það árið 1958 að ég fór til
Norðurlanda-Zontamóts í Kaupmannahöfn og þar
kynntist ég Zontakonu frá Árósum, frk. Bodil
Willemoes, sem hefur unnið merkilegt braut-
ryðiandastarf til hjálpar heyrnardaufum smá-
börnum. Byrjaði hún árið 1945 að hafa heyrn-
ardauf börn með öðrum í skólanum og náði
ótrúlega góðum árangri með að kenna heyrn-
ardaufu börnunum að tala og lesa af vörum
leiksystkinanna. Þá var ekki búið að koma upp
heyrnarstöðvum í Danmörku og því slður að
láta lítil börn nota heyrnartæki.
— Hvenær var heyrnarstöðvum í Danmörku
komið á fót?
— Það var árið 1950. En nú þegar við höfð-
um heyrt um þetta starf í Árósum langaði okk-
ur að sjá það með eigin augum og fórum við
tvær konur úr Zontaklúbb Reykjavlkur þangað
í þeim tilgangi.
— í Árósum kynntumst við dr. med. Ole
Bentzen yfirlækni heyrnarstöðvarinnar, sem rek-
in er af rlkinu. Tók hann okkur af frábærri al-
úð, fræddi okkur og sýndi stöðina. Þegar hann
heyrði um verkefni Zontaklúbbsins og að eng-
in heyrnarstöð væri til á íslandi, var hann ekki
myrkur í maií og sagði að það væri skylda
okkar að reyna að hrinda málinu í framkvæmd.
— Heimsóttuð þið síðan leikskólann?
— Já, og þangað var dásamlegt að koma.
20 — 30 börn voru þarna að leik og virtust
alheil og eðlileg, en þegar betur var að gáð
voru mörg þeirra með heyrnartæki. Að öðru
leyti voru þau ekkert frábrugðin hinum börn-
unum og gátu gert sig skiljanleg, þó orðaforð-
inn væri kannske ekki mikill, gátu þau flest
talað eitthvað. Nú var farið að syngja, einn
var forsöngvari og bjó sjálfur til textann við
lag sem allir kunnu. Hljóðfallið var slegið með
trésleifum. Nú bættust ný orð við, sem betur
Framhald á bls. 28.
:■ ■■■■
'■XÍV.ÍÍS
Á þessum myndum sjást Erlingur Þorsteinsson, háls-,
nef- og eyrnalæknir, sem er læknir stöSvarinnar og
María Kjeld sem sér um daglegan rekstur stöSvar-
innar, aS mæla heyrn barna meS heyrnarmælitæki.
(Andiometer).
VIKAN 2. tbl.