Vikan


Vikan - 13.01.1966, Blaðsíða 28

Vikan - 13.01.1966, Blaðsíða 28
Profumo Framhald af bls. 4. lund, og kostnaðinn vð það hef- ur hann að miklu leyti greitt úr eigin vasa. Samstarfsmenn hans eru stórhrifnir af honum og vist- mennirnir eiga engin orð til að lýsa eðallyndi hans. „Hann kem- ur fram við mig eins og ég væri sjálf drottningin", sagði gömul kona, „og hann sem hefur séð drottninguna og sjálfur verið gestur hennar, já, hann kann al- deilis að umgangast konur“. Sem dæmi um vinsældir hans má einnig geta þess að vistmenn Toynbee Hall eiga rétt á að kjósa fjóra af tuttugu og fimm mönn- um í borgarráðið á staðnum, og við síðustu kosningar kusu þeir allir Profumo, þrátt fyrir mót- mæli hans sjálfs. Einnig má geta þess að borgarstjórinn í Stephn- ey, en hann gengst fyrir sam- komum í því skyni að heiðra fólk, lét velja Profumo sem heið- ursgest, þess má geta nærri að Profumo var hrærður af þessum sóma. Kannski þegar allt kemur til alls lítur hann of alvarlegum aug- um á sína fyrri yfirsjón. Var þetta í raun og veru svo alvar- legt? Hann hélt við léttúðardrós og þrætti fyrir það seinna, hafa ekki margir gert slíkt hið sama? Samlandar hans finna til sam- úðar með honum og virðast hafa tekið hann í sátt, að minnsta kosti sýndi skoðanakönnun um Profumomálið, sem haldin var fyrir skömmu, að flestir þátt- takendur töldu Profumo alls ekki svo afleitan. Við vitum öll um fortíð Pro- fumos, en hvað framtíðin ber í skauti sínu er ennþá óráðið, en eftir öllum sólarmerkjum að dæma mun Profumo halda áfram að vinna að vexti og viðgangi Toynbee Hall. Þá Profumo og Birmingham dreymir stóra drauma um framtíð stofnunar- innar. Þeir eru með fyrirætlan- ir á prjónunum um það að reisa heilsuhæli við stofnunina, ráða þangað lækna og bæta að mikl- um mun öll skilyrði til að hjálpa bágstöddu og einmana fólki. Þeir ætla að koma á fót miðstöð fyrir ungt fólk úr öllu brezka sam- veldinu, sem vill læra að verða félagsráðgjafar. Þessi áform ná þó aðeins tuttugu ár fram í tím- ann, og þá verður Profumo orð- inn sjötugur. Það væri gaman að vita hvort þá muni nokkur benda á hann og minnast þess að hann var eitt sinn hneykslunarhella alls heimsins, vegna þess að hann var einu sinni óvarkár ... ★ Zontaklúbburinn... Framhald af bls. 11. gekk að nema vegna hljóðfallsins, allir sungu ó sinn hótt, svo undir fók í stofunni. — Þegar hægt var að tala við frk. Willemoes, reyndi ég að fræð- ast og spurði hana m.a. um ferðir hennar til annarra landa, sem eru orðnar býsna margar. — Jó, hún hefur farið í nóms- ferðir og á ráðstefnur, þar sem mál heyrnardaufra voru á dagskrá. „Af þessu hef ég mikið lært, sem síðar hefur orðið mér lærdómsríkt. Þar hef ég séð að barn getur hjálpað öðru barni, oft og einatt betur en nokkur fullorðinn. Þau eru mjög þolinmóðir kennarar og geta stagl- azt á sama orðinu, þangað til heyrn- ardaufa barnið getur sagt það. Ég geri kröfur til barnanna, það glæð- 1r sjálfstraustið, en umfram allt má ekki vorkenna barninu með heyrn- artækið". — Þessi stund er mér ógleyman- leg. — Eftir heimkomuna sagði ég frá þessu merkilega starfi, á fundi í klúbbnum, og mátti segja að kon- urnar fylltust eldmóði, og hefur þessi áhugi aldrei dofnað síðan. — Þetta er sannarlega ánægju- legt að heyra. En hvað um fram- haldið? — Nauðsynlegt var að breyta skipulagsskrá Margrétarsjóðs, en það gekk greiðlega. Ekki sáum við okkur fært að hefja framkvæmdir án þess að hafa með í ráðum lækni og leituðum þvf til Erlings Þorsteinssonar, sérfræðings í háls-, nef- og eyrnasjúkdómum og veitti hann okkur aðstoð og varð ráð- hollur leiðbeinandi okkar og hjálp- arhella. — í samráði við dr. Bentzen var ákveðið að bjóða fram styrk til fóstru, sem síðan færi til Árósa til náms við heyrnarstöðina, undir handleiðslu dr. Bentzens. — í ágúst 1960 fór María Kjeld utan til náms á vegum Zontaklúbbs- ins, var lengst af f Árósum, en heimsótt líka heyrnarstöðvarnar í Odense og Kaupmannahöfn og dvaldi í Danmörku í 9 mánuði við nám og starf. — En ekki hefur verið nóg að mennta stúlku, einhvers meira hef- ur þurft með? — Ekki er þvf að neita. Til þess að María Kjeld gæti hafið þetta aðkallandi starf, þurfti að kaupa heyrnarmælitæki og skapa henni starfsaðstöðu. Ræddum við því við borgarlækni dr. Jón Sigurðsson, hvort hjálpar væri að vænta í Heilsuverndarstöðinni með húsnæði og rekstur heyrnarstöðvar. Tók borgarlæknir einstaklega vel þeirri málaleitan, þó segja mætti að þeg- ar væri drepið í hverja smugu f húsinu. — Keypti Zontaklúbburinn sfðan nauðsynleg tæki, leikföng o.fl. sem til þurfti og var þeim komið fyrir í húsakynnum barnadeildarinnar í Heilsuverndarstöðinni. En því mið- ur getur starfið þar ekki byrjað fyrr en eftir kl. 5, þegar barna- deildin lokar. Þetta er að vísu ekki góð aðstaða, en stendur til bóta. Heyrnarstöðin tók síðan til starfa 3. nóv. 1962. Stöðugt bréfasamband hefur ver- ið við dr. Bentzen og fyrir hans atbeina kom yfirlæknir heyrnar- stöðvarinnar í Odense, dr. Chr. Röjskjær, hér á leið sinni frá Græn- landi og hélt fyrirlestur í háskólan- um á vegum Zontaklúbbs Reykja- víkur í sept. 1962, og í fyrra bauð Zontaklúbburinn og Barnaverndar- félag Reykjavíkur dr. Bentzen hing- að til fyrirlestrahalds. — Við höfum alltaf litið svo á, að nauðsynlegt væri að kynna almenn- ingi sem nánast, hvað hægt er að gera fyrir heyrnardauf börn strax á unga aldri. — Og hvað er það, sem hægt er að gera? — Nú verð ég að taka mér orð dr. Bentzens í munn og svara: — Leita læknis strax og foreldrana grunar að eitthvað sé að, en bíða ekki þangað til börnin komast á skólaaldur. Þá hafa þau misst af þeim dýrmæta tíma, sem þeim er eðlilegt að mynda mál, eða á aldr- inum 2 — 4 ára. — Hafi þau einhverjar heyrnar- leifar fá þau heyrnartæki, en það þarf að venja þau á að nota þau. Það er ekki nóg að þau fái tæki, sem nofuð eru einstöku sinnum, heldur verða þau að venjast því, að nota þau frá morgni til kvölds. Það er mikið þolinmæðisverk í mörgum tilfellum og reynir á for- eldrana að gefast ekki upp. En hafi barn heyrnarleifar og venjist á að nota heyrnartæki, getur það gert gæfumuninn hvort það getur e.t.v. síðar gengið í venjulegan skóla. í Danmörku er mikil áherzla lögð á að heyrnardauf börn séu sem mest með heilbrigðum jafn- öldrum sínum. — Er ekki erfitt að fá heyrnar- tæki, sem eru mátuleg hverju barni? — Jú, því nauðsynlegt er að taka mót af eyrunum og smíða eyrnatappa eftir því. Til þess að heyrnartækið komi að fullu gagni verður eyrnatappinn að falla vel að, hvorki má hann vera of rúmur né of þröngur. _ í sumar sem leið auglýstum við styrk til hjúkrunarkonu, fástru eða kennara til þess að fara utan og læra smíði eyrnatappa, heyrn- armælingar o.fl. — Fyrir valinu varð ungur kenn- ari Birgir Ás Guðmundsson að nafni. Hóf hann nám 1. september við heyrnarstöðina í Árósum. Álít- ur hann að nám hans komi að meira gagni þegar heim kemur, ef hann snýr sér aðallega að kennstu- og uppeldismálum, auk þjálfunar í heyrnarmælingum. Þessvegna er nú ákveðið að bjóða fram styrk til tannsmiðs, sem vildi fara utan og læra smíði eyrnatappa, þar sem tæknin við gerð þeirra er mjög skyld tannsmíði. — Á hvaða aldursskeiði eru þau börn sem heyrnarstöðin hefur tek- ið til rannsóknar? — Þau eru innan 6 ára aldurs, ennþá er hvorki starfslið né hús- rými til að veita viðtöku öllum ald- ursflokkum. — Auk þess fer Marfa Kjeld í barnaskóla borgarinnar og mælir heyrn allra 7 og ára barna. Finni hún þar eitthvað grunsamlegt, eru börnin tekin til nákvæmrar skoðun- ar I heyrnarstöðinni. Erlingur Þor- steinsson er til viðtals í stöðinni einu sinni í viku og á heyrnarstöð- ina geta allir læknar sent börn, sem þeim finnst ástæða til að láta heyrnarprófa. UNGFRU YNDISFRIÐ býður yður hið lancteþekkba konfekt frá NÓA. HVAR E R ORKIN HANS NOA? Þaf cr alltaf saml lcikurinn I hcnnl Ynfl- UfHtt okkar. Hún hcfur faiIS (irklna hans N6a cinhvcrs staSar i blaBlnu og helttr gttium verílannum'handa þelm, sem cetur IubAIS írklna, Verfllaunin ctu stór kon- íekfkasíl, íullur af bczta konfcktl, og IranffMBirtainn er auSvitaS SœlgætisgcrS- 1n KZl. SlSast er dregiS var hlaut vorSIaunin: Ársæll Harðarson, Ásbraut 19, Kópavogi. Vinninganna má vitja í skrifstofu Vikunnar. 2. tbl. 2g VIKAN 2. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.