Vikan


Vikan - 13.01.1966, Blaðsíða 39

Vikan - 13.01.1966, Blaðsíða 39
Silver Gillette—gsægilegur rakstur með rakblaði, sem endist og endist ur sem minnsta athygli út af fyrir sig. 7. A8 þéra eða þúa. Stundum verður þess misskilnings vart hér á landi, að hugtökin „kurteisi" og „að þéra" séu eitt og hið sama. Þetta er alrangt. Fólk, sem kann öll form kurteisisvenja, svo sem að þéra, raða til borðs og búa sig til veizlu, getur verið mestu dónar, þótt ólfklegt kunni að virðast. Á- stæðan fyrir þessu er sú, að þéring- ar eru aðeins ákveðið tjáningar- form málfræðileg fleirtölunotkun þegar vitnað er til þeirrar persónu, sem við er rætt, en kurteisi er aft- ur á móti lífsviðhorf, sem mótar breytni einstaklingsins og samskipti hans við annað fólk á þann hátt, að hann tekur fyllsta tillit til ann- arra, gerir sér far um að aðrir njóti sín í samskiptunum, og virðing og sómi annarra sé sem mestur. „Kurteisi" og „þéringar" eru því tvö og geta verið alveg óskyld hug- tök. Einn merkasti maður, sem ég hef fyrirhitt á lífsleiðinni, sagði mér fyrir nokkru, að á unglingsárum sín- um (fyrir ca. 50 árum) hefði það tíðkazt í sinni sveit að þéra aðeins prestinn og sýslumanninn, allir aðr- ir hefðu þúazt og heilsað og kvatt með rembingskossi. Annar maður fullyrti nýlega við mig, að þéringar væru ólýðræðislegar og þar að auki dönsk afbökun, sem færi illa í fs- ler>zku máli, enda málfræðileg villa. Hvort sem þetta er satt og rétt eða ekki, þá er hitt rangt, sem líka hefur verið haldið fram við mig, að í Bretlandi og Bandaríkjunum og enskumælandi löndum þúuðust all- ir, það sæju allir um leið og þeir færu að læra svolítið í ensku. Það rétta er, að form þéringa í ensku- mælandi löndum er annað, þ.e. ávarpað er með „Sir" og fornafni þar sem það á við eða „Mr." og föðurnafni í samræðum, t.d. „Sir Winston" og „Mr. Smith". Enginn er dús í enskumælandi landi fyrr en þeir ávarpa hver annan með fornafni án titils og herraávarpi. Hér á landi hafa þéringar nokk- uð verið á reiki síðustu árin. Er það að mestu yfirstjórn mennta- mála okkar að kenna. Sjálfsagt er að kenna börnum að þéra kennara sfna f barnaskólanum og enginn ætti að komast í gegnum fyrsta bekk f gagnfræðaskóla, án þess að kunna að þéra. Það er hlutverk menntamálaráðherra og mennta- málaráðuneytisins að sjá svo um að skólarnir átti sig á þessari skyldu sinni, fyrr en seinna. En þótt þéringar séu viðhafðar, er maður samt sjálfkrafa dús við marga einstaklinga úr allstórum daglegum umgengishópi sínum. Má þar t.d. nefa skólafélaga, vinnu- félaga unglingsáranna á líku reki, nánustu ættingja og raunar öll skyldmenni, félaga í stéttar- og bræðrafélögum af einu tagi og Öðru . . . Og þá, sem maður hefur einu sinni þúað, þúar maður alltaf. Hins vegar þérar maður alltaf kenn- ara sinn, þar til hann býður manni dús og sama gildir um yfirmann á vinnustað, fullorðið fólk, sem mað- ur kynnist, jafnvel tilvonandi tengdaforeldra. Eldri maður eða yfirmaður á vinnustað býður yngri manni dús, kona bður manni dús, eldri kona ungri konu, o.s.frv. sam- anber reglurnar, er gilda um kynn- ingar. Þegar persónu hefur verið boðið dús, t.d. með orðunum: „Eig- um við ekki að þúast", þá segir sá, sem boðið þiggur: „Jú, takk" og síðan heilsast fólkið „sæll" eða „sæl" eða skálar, ef það er f sam- kvæmi. Ekki verður nú farið lengra út ( einstök formsatriði kurteisi og sam- kvæmissiða en að sfðustu skal það áréttað, að einstaklingurinn er ekki kurteis þótt hann kunni öll form kurteisissiðanna nema þvf aðeins að fyllsta einlægni sé að baki vinsam- legs viðmóts, þvf að form og regl- ur kurteisinnar verða í bezta falli afkáralegar, en í versta falli yfir- drepsskapur og fals, ef hugur fylg- ir ekki máli. Hitt er Ifka rétt að hafa hugfast, að þótt kurteis einstaklingur sé um- burðarlyndur og taki fyllsta tillit til annarra og sýni þeim tilhlýðilega virðingu, þá þýðir það ekki að hann sé skoðanalaus vingull já og amen maður, eða einstaklingur, sem aldrei þorir að segja álit sitt á nokkrum hlut. En munurinn á hin- um kurteisa einstaklingi f þessu til- VIKAN 2. tbl. gg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.