Vikan


Vikan - 13.01.1966, Qupperneq 20

Vikan - 13.01.1966, Qupperneq 20
Hér sjáið þið rétta niðurröðun við borð eftir alþjóðlegu reglunni, miðað við virðingu. Gestgjafar sitja sitt fyrir hvorum enda og er hin mesta virðing þeim á hœgri hönd og síðan út eftir. Skipun mestu heiðurssætanna (næst gestgjöfum á hægri) er óhagganleg, en síðan er röðin þar út í frá ekki eins venju- föst og fer eftir mati hverju sinni að nokkru ley.ti. Hér snýr húsbóndinn baki í lesendur, en honum á hægri er prófessorsfrú, þá miðaldra menntaskólakenn- an, kona kaupsýslumanns, kona flugmanns, ungur bankafulltrúi, kona roskin s iðnmeistara, og frægur, roskinn listamaður. Þá kemur húsfreyja, og henni á hægri prófessorinn, en síðan makar hinna í sömu röð, Þannig að á vinstri hönd húsbóndans er kona hins roskna listamanns. Þessi regla gildi’r alis staðar nema hjá Skandinövum, þar sem mesta virðingarsætið er vinstra megin við gestgjafa og síðan út eftir. Sú regla er ekki notuð á íslandi. Samkvæmissiðir, siifápn og kurteisi efllr Hannes Jónsson (élagsfræðlng Teikning Balfasar. Það hefur verið sagt, að ýmislegt láti íslendingum betur en mannasiðir og fágaðar umgengnisvenjur. Þó mun yngri kyn- slóðinni ganga mun betur að tileinka sér eitt og annað, sem þótti góð latína að kalla hégóma áður fyrr. En góðir siðir og fágun í samskiptum manna á milli er hreint enginn hégómi — og kurteisi kostar ekki peninga eins og kunnugt er. Um- gengnisvenjur hafa orðið til meðal siðmenntaðra þjóða, öld fram af öld og orðið til að fyrirbyggja, að samskipti manna séu ekki dregin niður á við á hið lága stig múgmennskunnar, þar sem ekki er borin virðing fyrir neinu, nema ef það væri „ruddaskapur" eins og Gretar Fells hefur komizt að orði. Hannes Jónsson félagsfræðingur, hefur gert þessu efni nokk- ur skil í eftirfarandi grein, þar sem hann ræðir um samkvæm- issiði, kynningar, þéringar, veizlur og borðhald, niðurröðun gesta til borðs og ýmislegt fleira, en um þetta efni fjalla fé- lagsfræðingar þegar þeir ræða félagsmótun einstaklingsins. Hannes hefur áður vakið athygli fyrir sköruleg erindi í út- varpið um félagsfræði fjölskyldu- og hjúskaparmál, skólana, uppeldismálin og önnur félagsfræðileg efni, svo og fyrir nokkr- ar bækur, sem hann hefur skrifað og ritstýrt. Fólagsmótun einstaklingsins nefna mannfélagsfræðingar þann þátt mannlífsins, sem miðar að því að móta breytni hins vaxandi ein- staklings I samræmi við gildandi siðareglur mannfélagsins, skráðar og óskráðar. Felst þetta m.a. i því að kynna fyrir honum og fá hann til að miða breytni sína við hin trúarlegu og stjórnfræðilegu siSa- boð mannfélagsins, sem skráð eru í trúarritunum og lögunum, en einn- 2Q VIKAN 2. tbl. ig í því að kynna fyrir honum hin óskráSu lög kurteisissiðunarinnar, siðfágunarinnar, sem allt skilnings- ríkt fólk telur mikilvægt að tileinka sér og breyta eftir. Grundvöllur allrar þessarar sið- unar felst í þeirri siðareglu, sem nefna mætti gullna siðareglu gagn kvæmninnar, en hún segir okkur ( sinni neikvæðu mynd að gera ekki öðrum, það sem við vildum ekki að aðrir gerðu okkur, en í sinni já- kvæðu mynd segir hún okkur að gera öðrum það góða, sem við vildum að þeir geri okkur. í sinni jákvæðu mynd býður þessi grundvallarsiðaregla okkur að gera öðrum það góða, sem við viljum að þeir geri okkur. Á því sviði skipt- ir kurteisissiðunin miklu máli, af því að hún stuðlar að samgöngubótum á milli manna, eins og Gretar Fells komst svo vel að orði á einum stöð, þ.e. með þvi að sýna öðrum vinsemd, virðingu og tillitssemi þá stuðlum við að samsvarandi breytni hjá þeim gagnvart okkur, köllum fram það bezta í fari þeirra. Breytni í samræmi við þessa grundvallarsiðareglu lærist í upp- eldinu vegna eftiröpunar af breytni umgengnishópsins, vegna beinnar fræðslu uppeldis- og umhverfisað- ilanna, vegna verðlauna fyrir fagra breytni og í samræmi við siðaboð-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.