Vikan


Vikan - 14.04.1966, Síða 16

Vikan - 14.04.1966, Síða 16
SMÁSAGA EFTIR ÞORSTEIN VIÐAR TEIKNING BALTASAR: „Hvað viltu? Hypjaðu þig burtu.“ Ég nam líka staöar og kallaSi á móti: „Ég er ekki fullur, ég er brjálaS- ur!“ Þá varð hún skelfilega hrædd, - svo fögur, - fyrst tvísté hún, síðan hljóp hún af stað eins hratt og hún gat. Ég lét hana fá svo- lítið forskot og hljóp svo á eftir henni. Jg VIKAN 15. tW. Viðvíkjandi neðanmálsgrein í blöðunum [ dag vil ég taka fram eftirfarandi: Eg er einn af þessum misskildu hæfileika- mönnum, og ég og þú eigum ekki samleið, — og — ef ekki hefði verið fyrir þennan misskilning og mávana, hefði ekkert skeð. Ekkert. Eg hefði getað haldið áfram að lesa hugsanir hennar handan yfir almenninginn, nefnilega grasflötina, sem fellur milli hús- anna okkar niður yfir stórgrýtið við sjó- inn, og hún hefði haldið áfram að sitja við gluggann sinn uppi á þriðju hæð, yfir bókum, eða glapin af mávunum. Eg bý í raðhúsi hérna megin við almenn- inginn, í kjallaraherbergi. Það er kannski ekkert fínt, en ég er ánægður. Krakkarnir kalla mig ýmsum nöfnum, og húsráðendurn- ir gjóa til mín augunum á sérstakan hátt, þegar ég mæti þeim. Eg er nefnilega einn af þessum skrítnu mönnum. Einn af þessum meinlausu hlédrægu mönnum, sem vilja bara fá að vera í friði. Og ég er ánægður. Ég vinn, þeir hjálpuðu mér um vinnu, þegar ég losnaði af hælinu, vinn í þvottahúsinu þar. Ég er með þeim æðstu þar, og þegar ekki er mikið að gera, fer ég niður og horfi á konurnar og stúlkurnar. Þá finn ég til einmanakenndar, en varla nokkurntíma nema þá. — Jú, stundum á kvöldin. Hér sit ég oft við gluggann og horfi út yfir almenninginn. Það var mín helzta skemmtun, áður en mávarnir komu. Þeir fluttu sig snemma ( vor utan frá sjónum. Og þeir eru þarna núna, jafnvel á þessari stundu, húkandi hreyfingarlausir á nöktum sverðinum, hangandi í loftinu, þögulir, sam- litir skýjunum. Sko sko þarna tekur einn sig útúr hópnum. Hann hækkar flugið, stefn- ir til hafs, þýtur áfram með vindinum, hreyf- ingarlaus, hreint eins og vængjum hans sé með öllu ofaukið. Og þetta garg, — það stígur upp hásara, hásara, teygir sig, verð- ur að skræk, sem brestur um þvert með hljóði, eins og í legsteini, sem hrekkur sund- ur. Mér er óskiljanlegt, hvað þessi kvik- indi eru að vilja þarna á túnið. Ef til vill er eitthvert æti í sverðinum. Það eru fyrst og fremst börnin, — margir tugir barna, þau leika sér daglega á flöt- inni framan við gluggann minn. Verst er bara, að ég kem svo seint heim úr vinn- unni. Samt vinnst mér oft tími til að horfa á þau góða stund; litlar hlægjandi stelpu- hnyðrur og búlduleitir strákar með stór höf- uð. Ég þekki þau flest með nafni og þau kalla mig „skrítna kallinn", og slá í frakk- ann minn, þegar ég geng framhjá þeim. Það er allt í lagi. Áður en mávarnir komu, áður en hún fór, var allt í lagi. Og ég var ánægður. Um kvöldmatarleytið sit ég við gluggann og horfi yfrum. Þá er mest gaman. Það er að horfa á mörg leikrit í einu. Það er að finna frelsi í bústriti annarra. Eg sé alla- vega skuggamyndum og andlitum bregða fyrir bakvið gluggana, og ég þekki orðið allar stúlkurnar í húsinu. (Þær þekkja mig nú reyndar ekki). Stundum sé ég húsbónd- ann skamma kerlinguna eða tugta krakk- ana, og einu sinni fyrir löngu sfðan varð ég vitni að því, að tveggja ára gömul hnáta datt út um glugga á annarri hæð hússins, og varð fyrstur á slysstað. Mörgu af fólkinu í húsinu, því sem- mér líkar bezt við, hef ég gefið nöfn. Sum eru skrítin og kjánaleg, ég yeit það, en ég er nú svoleiðis. Ein húsmóð- irin úti í enda hússins, nær sjónum, er af- skaplega fín með sig, með Ijósan hárbrúsk upp í loftið og gengur eins og hún væri að labba berfætt eftir nýslegnu túni. Ég kalla hana fröken Fix. Hugsa sér, Fix, hvað það lýs- ir henni akkúrat. Fix! Hún, Drottningin, hún bjó [ miðju hús- inu. Ég kallaði hana Drottninguna af því að hún var fegursta stúlkan ( húsinu. Ég man það allt; þunglyndið í svip henn- ar, þar sem hún sat við gluggann yfir náms- bókum sínum býst ég við, og horfði út til mávanna og mín, — ég þekki þessa tilfinn- ingu sjálfur, hef sigrazt á henni fyrir löngu með þrotlausum sjálfsaga, — andlitið, hend- urnar, sem bræða héluna af rúðunni leitandi fingrum. Allt þetta er mitt, mitt segi ég því að af því spratt lótus. — Sko, sko, varir hennar bærast. Hún fylgir mávinum eftir með augunum, þar sem hann stígur út til hafsins. „Til hvers, til hvers", hvíslar hún, „þetta er hið eina, sem ég get hugsað um. Þó veit ég, að svörin eru ekki til. Dag eftir dag sit ég yfir bókum, en get hvorki munað né skilið, það sem ég er að lesa. Ég finn vitið seytla frá tilfinningum mínum, skoðunum mínum, mér allri, eins og leysingarvatn. Ég veit ég verð vitlaus á endanum. Allan dag- inn er ég full af nagandi friðleysi, kökkur í hálsinum, svo að ég get varla talað, hroll- ur í maganum. Ég þrái eitthvað svo óskap- lega. Þó veit ég að það er ekki neitt". Nú dregur hún höfuðið frá glugganum og lítur við. Á bak við hann birtist skuggamynd af konu, sem áreiðanlega segir: „Af hverju anzarðu mér ekki, þegar ég kalla á þig? Hún lítur aftur út til mín og mávanna, ypptir öxlum: „Ég anzaði". Horaðri konu með Ijóst hár bregður fyr- ir á bak við hana: Ég skil bara ekkert, hvað hefur komið yfir þig, barn. Krúttið mitt, am- ar eitthvað að þér? Þú veizt að þú getur sagt mér allt. Hún: „Láttu mig ( friði. — Hvað viltu mér"? Hin leggur hendurnar á axlir hennar: „Ég skil ekkert í þér. Því geturðu ekki verið eins og hann bróðir þinn, sem er svo duglegur að læra og öllum líkar vel við"? Sko, sko, nú stekkur hún á fætur, hah, hún næstum velti um lampanum: „Það ert þú, sem eyðileggur allt fyrir mér. Þegar ég var Iftil, hélt ég að þú værir einhver guð. Nú veit ég að þú ert ekkert". Sjá hvernig hún reigir sig, alveg eins og drottning! Hún hróp- ar. Nú fjarlægist hin gluggann, nemur stað- ar og segir (auðvitað): „Svona talar eng- in við móður sína. Þú ert engu barni lík. Já, ég skal svo sem sjá þig í friði". — Og dreg- ur sig í hlé. Hún er sefzt aftur og mænir út svo fög- ur svo fögur og virðist hafa gleymt sér yfir mávunum. En ég skil nú ekki að nokkur geti hugsað svo lengi í einu um máva. Nótt eina vaknaði ég. Uti var slagveður, vindur, sem reif í gluggann minn, skúra- leiðingar, og á bakvið veðurgnýinn var lág vatnstær rödd, sem kallaði nafnið mitt, — byrjaði opið. Aaaa — svo kom samanklemmt nefhljóð — nnnddrrr — síðan — iiiii, — sem hvarf, steig svo upp aftur: Aaaandri. — Ég lá um stund og hlustaði, hlustaði ( myrkr- inu, ókunnu myrkri, sem veðrið hafði slitið út úr nóttinni og hlaðið í kring um mig

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.