Vikan


Vikan - 14.04.1966, Qupperneq 31

Vikan - 14.04.1966, Qupperneq 31
svo geigvænlegir sem raun bar vitni í skjótri svipan. Það leið hinsvegar furðulang- ur tími, áður en öllum var ljóst, sem í húsinu voru, að voði væri á ferðum. Eftir að allt leiksviðið var þegar orðið samfellt eldhaf og leikhúsgestir í hundraðatali lið- in lík í krákustígum efri út- ganganna, streymdi fólkið enn- þá inn í anddyri hússins og keypti sér aðgöngumiða, en lög- regluþjónar spígsporuðu í ró- legheitum um aðalinnganginn. En brátt varð voðinn á allra vitorði. Af harmleiknum inni í húsinu er það að segja að leikhúsgest- irnir höfðu fyrst séð tjaldið ganga í bylgjum, eins og stormur blési um sviðið að baki. En næstum samtímis varð tjaldið alelda, og á örfáum augnablik- um læsti eldurinn sig í áhorf- endasvæðin. f fyrstu urðu allir lamaðir af hræðslu, en síðan kom æðisgeng- in skelfingin, og hundruð manna ruddust að útgöngudyrunum, en í sömu svifum slokknuðu öll ljós, af því að lokað hafði verið fyrir aðalgasæðina, eins og áður seg- ir. Þetta hræðilega myrkur gerði uppnámið ennþá villtara og allar undankomuleiðir torveldari. Nokkrir stukku frá áhorfenda- pöllunum alla leið til gólfs, en aðrir tróðust hver um annan við útgangana frá pöllunum og síð- an fylltist hver krókur og kimi af banvænum, kæfandi reyk og hita. Nú varð það einnig lýðnum Ijóst úti fyrir húsinu, hvað um var að vera innan dyra. Tíðind- in flugu um borgina, og fólk streymdi að úr öllum áttum, sumt örvita af skelfingu að eiga ástvini sína innilokaða í eldhaf- inu. Og skelfingin var ekki á- stæðulaus. Þeir, sem voru í neðri hluta byggingarinnar, sluppu út, en á efri pöllunum og þar í göngun- um var ástandið hræðilegt. Úti fyrir stóðu þúsundir manna og störðu á þessa brenn- andi stórbyggingu. Á öllum svöl- um utan á húsinu og í öllum gluggum var fullt af fólki, sem æpti á hjálp. Og loksins heyrðist í hornum brunaliðsins, — hjálpin var kom- in. En hamingjan góða, — hún var í hæsta máta ófullkomin og lítils megnug. Brunastigarnir reyndust allir of stuttir, og aðeins eitt stökk- teppi var handbært. Það kom hins vegar að dýrmætum not- um, því að með því einu var 112 manns bjargað. Nokkrir þorðu ekki að stökkva úr þessari miklu hæð, en þeim var fleygt niður. Allir, sem stukku £ teppið, héldu lífi, flestir lítið eða ekkert meiddir. Nokkrir hlutu beinbrot. En hér var ekki ein báran stök. Toni gefur fjölbreytileika Sama stúlkan, Sama permanentið. Ólíkt útlit NEWÍíí crom«fj:í •'Gtitraliájí: Toni NEW HOME PERM TONI lífgar og gerir hár yðar meðfærilegt. Gerir yður kleift að leggja og greiða hár yðar hvernig sem þér óskið. Heldur lagningunni. Sama permanentið heldur hvaða lagningu sem er. Hér eru þrjár ólíkar hárgreiðslur, sem eru grundvallaðar á einu Toni. En þér getið greitt yður á tugi mismunandi vegu. Um Toni—Aðeins Toni hefur tilbúinn bindivökva. Engin fyrirhöfn. Tilbúið til notkunar í handhægri plastik flösku. Vefjið aðeins hárið upp á spólurnar og þrýstið bindivökvanum í hvern lokk. þér munið öðlast fullkomið Toni. Engar krullur. Engir stífir broddar. Toni gerir hár yðar mjúkt og skínandi. Auðveldar hárgreiðsluna. Reynið Toni. Þegar lögregla og brunalið hafði fullvissað sig um, að neðri hluti byggingarinnar væri tæmdur, var litið svo á, að fleiri væru ekki lengur í þessu brennandi víti. En þeir, sem sloppið höfðu út, fullyrtu hins vegar, að fjöldi fólks væri ennþá innilokaður í efri göngunum, og það var eng- an veginn brugðið strax við að koma því til hjálpar. Loks þegar ruðzt var inn til að opna þessa aflæstu biðsali dauðans, blasti við hryllileg sjón. f göngum þessum lá fólkið bók- staflega í stöflum. Björgunarlið hélt í fyrstu, að fólkið lægi þarna aðeins meðvitundarlaust, — en ískaldur veruleikinn sýndi brátt, að allir voru kafnaðir. Hér var ekkert að gera ann- að en flytja líkin á burt. Þau reyndust hræðilega mörg. Alls fórust um 500 manns. Þetta fagra leikhús brann síð- an til gnmna, án þess að nokkur mannlegur mátur fengi rönd við reist, þrátt fyrir 62 vatnsslöng- ur, sem stöðugt dældu vatni í eldhafið. Þessi hryllilegi bruni vakti að vonum mikla athygli og samúð víða um lönd, og gjafir streymdu að úr öllum áttum til þeirra mörgu barna, sem misst höfðu foreldra sína. Svo virðist sem mjög margir þeirra, er létu lífið, hafi verið einhleypt fólk, því að enginn spurði eftir að minnsta kosti 100 líkum, þótt þau væru öll auð- kennanleg. Þeir, sem ekki voru jarðsett- ir á vegum ættingja sinna, voru allir lagðir í eina og sömu fjölda- gröfina eftir geysilega fjölmenna sorgarathöfn í St. Stephans- kirkjunni. Yfir gröfina var síðan reist veglegt minnismerki, sem lengi var blómum skreytt 8 des- ember ár hvert. ELDUR OG ÓGNIR í PARÍS OG CHICAGO Ekki liðu mörg ár frá brunan- um mikla í Vínarborg, þar til svipuðum reiðarslögum laust VIKAN 15. tbl. gj

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.