Vikan


Vikan - 02.06.1966, Page 2

Vikan - 02.06.1966, Page 2
TOYOTA LANDCRUISER Sterklegur og hraðskreiður jeppi — Frábær í ófærð — Hefur unnið fjölda keppn- issigra — Á toppinum í Ameríku undanfarin 5 ár JAPANSKA BIFREIÐASALAN H.F. Armúla 7, Reykjavík I FULLRI HLVÖRU Leiðingjörn stjórnmálabarátta Áður en síðasta þingi lauk, létu alþingismenn í sér heyra í útvarpinu; þuldu þar upp mis- jafnlega vil skrifaðir ræður sín- ar með þessum sjálfbyrgingslega og stundum dálítið ergilega landsföðurtón, sem þeir hafa komið sér saman um að hljóti að vera heppilegur fyrir útvarps- hlustendur. Óhætt mun að stað- hæfa að sífellt fleiri útvarps- hlustendur skrúfi alveg fyrir tæki sín þau kvöld, sem þessar umræður fara fram. Sumir segja að almennt áhugaleysi á pólitík sé fylgifiskur velmegnuar og vel má vera að eitthvað sé til í því. Hitt er svo annað mál, að samband stjórnmálamanna við kjósendur er löngu steinrunnið og dautt. Þessar dauðu, skrifuðu ræður eru löngu úreltar og raun- ar veit maðiu1 í hverju einstöku tilfelli svo til nákvæmlega hvern- ig þær verða, þar sem dagblöð- in eru venjulega búin að reifa málin af talsverðri nákvæmni og hver er sá þingmaður sem dirf- ist að hafa aðra skoðun en þá, sem flokksforustan heimtar. Kannski Björn á Löngumýri, en er hann ekki líka „Síðasti Móhí- kaninn" á þingi. Mörgum vlrð- ist löggjafarsamkoman vera orð- in einskonar samsafn af þægum „róbótum" sem hlýða í blindni hverri bendingu frá innsta kjarna st j órnmálaf lokkanna. Það má gera ráð fyrir, að á- hugi almennings á stjórnmálum fari að talsverðu leyti eftir því, hversu stjórnmálamönnum tekst að viðhalda lifandi sambandi við fólkið. Búast má við því, að þetta samband gæti orðið lífrænna eftir að sjónvarpið er komið. Þá á að taka þessar umræður upp á fjöl- mennum fundum, þar sem búast má við hverju sem er, jafnvel fúleggjum. Þar eiga menn að mæta með brjóstvitið eitt og í mesta lagi nokkra punkta; þar eiga menn að svara fyrirspurn- um og verja sinn málstað gagn- vart hverjum sem er. Þá yrði líka minni hætta á því að dag- blöðin héldu við þeim ósóma að eyða síðum sínum undir ræður stjórnmálaforingjanna líkt og þau gera nú. Það er sagt að stjórnmálabaráttan hafi breytzt á landi hér að því leyti að hún sé nú ekki eins persónuleg og áður var. Það er mikil framför. En ef einhver vill búast við því, að almenningur sýni stjórnmál- um þann áhuga sem æskilegt er, þá ber að minnast þess, að skammir af skrifuðum blöðum heyra fortíðinni til.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.