Vikan - 02.06.1966, Page 20
Einn er sá hópur manna, sem margir óttast, og það
eru læknar. Þeir hafa til þess. langa þjálfun og erf-
iða menntun að finna hvaðeina, sem mannslíkam-
ann hrjáir, og vinna bug á því, standi það i mann-
legu valdi. Vopnin, sem þeir beita til þess, eru marg-
vísleg: Nálar, skæri, hnífar, speglar, dælur, sprautur,
blöðrur, slöngur, bragðvond lyf, bragðgóð lyf, pillur, belg-
ir, lífernisfyrirmæli og guð veit hvað.
Þar að auki höfum við svo tryggingafyrirkomulag, sem
heitir sjúkrasamlag, er gerir hverjum og einum kleift að
njóta þekkingar og hæfni læknastéttarinnar.
Samt þekki ég sárafáa, sem ekki þrjózkast í lengstu lög
við að leita læknis. Sjálfur stenzt ég ekki gagnrýni um það
atriði.
Fyrir nokkrum árum vann ég með sálfræðingi og grúsk-
ara. Afar skemmtilegum og hugmyndaríkum manni. Einn
daginn kom hann fram með þá kenningu, að staðreynd
væri ekki til. Allt það, sem við köllum staðreynd, væri svo
afstætt, að það væri í rauninni ekki staðreynd. Dæmi: Það
er staðreynd fyrir þér, að þú ert að lesa þessi orð, en
ekki fyrir mér, af því ég hef ekki hugmynd um það. Ergo:
Það er ekki staðreynd, heldur eitthvað, sem aðeins þú
veizt, og fleiri varðar ekki um. Kannski þessi kenning sé
ekki svo vitlaus.
Þannig er það með skakkaföll og hörmungar, yfirvof-
andi voða og annað slíkt, þetta er ekki staðreynd fyrr en
það heggur svo nærri, að mann sjálfan svíði.
Hryllilegir glæpir eru framdir um allan heim dag eftir
dag, klukkustund eftir klukkustund. Múgæsing og stríðs-
brjálæði turnaði svo heilum þjóðum fyrir aðeins rúmum
20 árum, að fátt mannlegt fannst í fari þeirra. Fyrir okk-
ur hér uppi á íslandi var staðreyndin helzt sú, að ýmis-
konar vöruskortur var ríkjandi og við þurftum að nota
skömmtunarseðla og svartan markað. Að öðru leyti var
þessi okkur loftkennda staðreynd aðeins til fjárhagslegrar
blessunar hér.
Svipuð saga er að endurtaka sig austur í Víetnam þessa
dagana, en við þekkjum ekki þá staðreynd. Hún er okkur
afstæð. Bandaríkjamenn eru farnir að týna kjarnabomb-
unum sínum,- sú staðreynd kemur okkur ekki við, af því
Jón G. Hallgrimsson, læknir leitar-
stöðvarinnar, ásamt Guðrúnu Bjarna-
dóttur, rannsóknardömu. — Þau standa
við bekkinn, sem iýst er í greininni.
Kristjana Guðmundsdóttir, rannsóknar-
dama (laborant) í A-deild ieitarstöðvar
Krabbameinsfélagsins.
/------------------------------------------------1--------------------\
Aldrei hefur læknavísindun-
um fleygt eins fram og á
okkar öld, en þó er þar enn
margt ógert. Ef til vill er
krabbameinið sá vágesturinn,
sem erfiðast er að tjónka við.
Enn sem komið er, mun
helsta leiðin til að hefta skað-
semi hans, að fyrirbyggja, því
oft er ekki hægt að lækna,
þegar krabbamein hefur tek-
ið sér ból. Hér eru starfandi
félög, sem hafa það að mark-
miði að reyna eftir megni að
draga úr skattinum, sem hann
krefst. í þessu skyni rekur
Krabbameinsfélagið leitar-
stöð í Reykjavík, og í vetur
gekkst einn blaðamanna Vik-
unnar undir rannsókn þar,
bæði til glöggvunar á heilsu-
fari sjálfs sín og til að kynna
lesendum, hvað leitarstöð
Krabbameinsfélagsins raun-
verulega gerir.
V_____________________________)
2Q VIKAN 22. tbl.