Vikan


Vikan - 02.06.1966, Qupperneq 21

Vikan - 02.06.1966, Qupperneq 21
 illllllii illlllllill Illl:. Hér er Krabbameinsfélagið til húsa, í SuSurgölu 22. Leitar- stóðin er í kjallara hússins, geng- ið inn að sunnanverðu. enn sem komið er hafa þeir aðallega týnt þeim suður við Spón. En svo, lesandi góður, þegar bróðungur vinur þinn, maður, sem gæfan brosti við og átti allt lífið framundan, verður krabbameini að bráð, þá er það harkaleg stað- reynd fyrir þér og þú gleymir henni ekki. Þegar slíkt gerist, vaknar spurningin, hvort almenning- ur fljóti ekki sofandi að feigðarósi og vanmeti það starf, sem læknastéttin vinnur. Eg vissi, að til var eitthvað hér, sem hét Leitarstöð krabbameinsfélagsins, en lengra náði þekkingin ekki, ég vissi ekki einu sinni, hvort það var Klabbameinsfélag íslands eða Krabbameinsfélag Reykja- víkur. Hinsvegar vissi ég, að leitarstöðin hefur hafið skipu- leoa leit að legkrabbameini í konum, og þar með var fróð- leikurinn upptalinn. En ráðið er einfalt, þú tekur upp slm- ann og telur á skífuna 1-69-47, og færð að vita, að þú getur pantað allsherjarskoðun, þar sem allir hlutir líkam- ans og starfsemi þeirra er prófuð, og einhvern tíma hefur þú kannski heyrt, að uppgötvist krabbinn nógu snemma, sé möguleiki til að uppræta hann. Og hvað gerirðu? Vonandi pantar þú þér tíma. Þannig fór fyrir mér að minnsta kosti. Það var snemma I febrúar. Svo var það einn góðan veðurdag um matmálsleytið, að þýð konurödd spurði um mig í síma. Hún spurði, hvern- ig stæði á hjá mér að líta inn í Leitarstöð Krabbameins- fé'agsins þá morguninn eftir. Jú, það stóð mætavel á. — Gera svo vel að hafa með mér sjúkrasamlagsbók og prufu af morgunþvagi, og þar að auki 400 krónur, sem skoðun- in kostar og greiðist fyrir fram. Já, takk. Það var sól og ofboðslítið föl morguninn eftir. Eg skildi bílinn eftir og þrammaði út í Suðurgötu. Eg held ekki, að ég hafi fundið til kviða. Mér fannst fráleitt, að ég væri með krabbamein. Hins vegar bauð mér ( grun, að það væri liður í rannsókninni að stinga mig með nálum. Og það hefur mér alltaf verið bölvanlega við. Leitarstöðin er í kjallara hússins og gengið suður fyrir það, niður þrjár eða fjórar tröppur. Þá verður fyrir massív tekkhurð,- mér flaug ( hug, hvort hún væri svona voldug til þess að ekkert heyrðist út eða maður gæti ekki séð inn um glugga á henni eitthvað það, sem kæmi manni til að snúa við á síðasta augnabliki og bregða á flótta. En hvað um það, taka skal rösklega í húninn og inn ganga; eng- inn fær umflúið örlög sin. Og sjá: Hér er enginn ógnþrunginn hávaði eða neitt það, sem augað gæti grætt. Aðeins vistleg húsakynni; beint framundan setustofa með notalegri birtu. Til vinstri lítill skápur, þar i kvenmaður. Eg sagði til min. Hún bað mig taka sæti, min yrði vitjað. Ég fór úr úlpunni og skónum; að því loknu kom önnur kona og vitjaði mín. Viðkunnan- leg kona í hvitum slopp, dökkhærð. Ég gekk á eftir henni inn í litla stofu, sem vissi í austur, þar var skrifborð móti dyrunum, stóll við það og annar til hliðar, við norðurvegg- inn borð með einhverjum læknisáhöldum, og vaskur þar til hliðar, við vesturvegginn einhvers konar sambland af borði og bekk, sennilega handa sjúklingum að leggja sig á, klætt með svörtu leðri eða leðurlíki með gálgum fyrir hnésbæturnar. í horninu borð með meiri tækjum. Bak við dyrnar, á suðurveggnum, var grænt forhengi, og í suð- austurhorninu skápur með eins konar sjónvarpsskermi. Hún tók við litla glasinu, sem ég hafði með mér sam- kvæmt fyrirmælum, bauð mér sæti við borðsendann og spurði um heimilisfang, fæðingardag og ár, nafn heimil- islæknis og sjúkrasamlagsnúmer. Svo dró hún fram kvitt- anahefti og tók að skrifa kvittun. Ég svaraði með að skrifa ávísun. Á kvittuninni las ég, að konan héti Guðrún Bjarna- dóttir. Það er alltaf betra að vita nöfn þeirra, sem sýsla við mann. Þvi nafnið er hluti af persónunni. Næst bað hún mig að bretta upp ermina. Bara aðra hvora. Svo tók hún gúmmíslöngu og reirði um upphand- legginn, sneri sér síðan að tólaborðinu við norðurvegg- inn og tók nál innan úr málmpappir, sem var verksmiðju- lokaður utan um nálina. Áreiðanlega 100% sterilíserað allt saman. Jú, það var sem mig grunaði, nú átti að stinga mig. Bláæðin í olnbogabótinni var stór og greinileg. Skyldi vera óhætt að stinga á svona blóðmikilli æð? Skyldi hún loka sér aftur? Guðrún kom með nálina og renndi henni mjúklega í bláæðina. Mér til hálfgerðar undrunar fann ég ekkert til. Aðeins ofurlítil óþægindi, eins og ég væri með eitthvað í handleggnum, sem ekki ætti heima þar. Og blóðið vall — þan rann ekki eins og vatn, það vall öllu fremur líkt 21 VIKAN 22. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.