Vikan - 02.06.1966, Qupperneq 37
eru orðin yfirgnæfandi á efnis-
skránni eru flestir búnir að fá
nóg.
Auðvitað ber því ekki að neita,
að The Hollies gerðu margt gott,
til dæmis lögin „A taste of hon-
en“, I’m Alive“ og sérstaklega
„Look through any window", en
sannleikurinn er sá, að áheyr-
endur gera miklar kröfur, þegar
frægar hljómsveitir ber hér að
garði. Er slíkt auðvitað ekki
nema eðlilegt, þar sem aðgangs-
eyri er yfirleitt ekki stillt í hóf.
Mundi það ekki teljast kæru-
leysi á hástigi að „spila“ á raf-
magnsgítar á hljómleikum, án
þess að setja hann nokkurn tíma
í samband við magnara? Þetta
gerði rhythmagítarleikari The
Hollies á miðnæturhljómleikun-
um seinna kvöldið.
Sviðsframkoma The Hollies var
með miklum ágætum, eins og
vænta mátti. Það var t.d. at-
hyglisvert, hvernig þeir skiptust
á um að nota hljóðnemana til
þess að skapa líf og fjör á svið-
inu. Hins vegar var það í meira
lagi vafasamt hjá þeim að vera
sí og æ að teigja hendurnar
móti hinum ungu áheyrendum.
Þetta þjónaði aðeins einum til-
gangi: að fá viðstadda til að
storma upp að pallinum. Auð-
vitað átti The Hollies að vera
Ijóst, að slíkt var óheimilt. Þeir,
sem á fyrsta bekk sátu, gátu auð-
vitað ekki á sér setið og að lokum
var svo komið, að laganna verðir
fengu ekki við neitt ráðið. Und-
ir lokin tókst ungum aðdáendum
að stela öðrum gítarleikaranum
ofan af sviðinu og hlakkaði þá
í lögregluþjónunum, því að það
var hann, sem hafði komið öllu
handapatinu af stað.
Um framkomu áheyrenda er
ekki nema gott eitt að segja. The
Hollies geta sjálfum sér um
kennt, hvernig til tókst í lokin.
Kannske hefur þetta líka verið
gert af ásettu ráði, því að dag-
blöðin hafa yfirleitt verið gin-
keypt fyrir hvers konar æsinga-
myndum, en slíkar myndir eru
bezta auglýsing, sem hugsast get-
ur. Aðsókn að þessum hljómleik-
um var ekki eins mikil og for-
ráðamenn þeirra höfðu gert sér
vonir um. Hins vegar var yfir-
fullt í Lídó, þegar The Hollies
komu þar fram, og það segja
okkur þeir, sem til þekkja, að
þar hafi verið mest fjörið —
fyrir lægsta verðið.
Að lokum biðjumst við forláts
á því, að dregizt hefur von úr
viti að birta þessa umsögn. Réðu
þar um ófyrirsjáanlegar ástæð-
ur. ☆
Áhættan af krabba-
meini vex eftir fertugt
Framhald af bls. 23.
sóknarstöð, til þess að ná árangri
sem treystandi er. Annars er
magakrabbameinið þesskonar
sjúkdómur, að það er oft afar
erfitt að finna það, þótt öllum
tiltækum ráðum sé beitt. Sér-
staklega meðan það er í byrjun.,
Og reynslan er sú, alls staðar, að
sjúklingarnir koma yfirleitt allt
of seint til athugunar. Það er ekki
eingöngu læknunum eða tækjun-
um sem þeir hafa, að kenna, að
sjúklingar koma of seint til að-
gerðar, heldur er það vegna
þess, að sj úklingarnir finna oft
svo seint til einkennanna. Þeir
geta hafa gengið með sjúkdóm-
inn tímum saman, án þess að
verða varir við nokkur óþægindi,
sem teljandi eru. Þannig er
sjúkdómurinn oft kominn á tals-
vert hátt stig, þegar sjúklingur-
inn finnur til og fer að kvarta.
Hitt er líka alltaf algengt, að
sjúklingarnir trassa að leita
læknis, þeir þrjózkast við, tím-
um saman þrátt fyrir vaxandi
sjúkdómseinkenni. Nú hafa Jap-
anir fundið upp tæki, sem gæti
gert mögulegra að gera hóprann-
sóknir á sjúklingum vegna maga-
lcrabbameins, og það eru ljós-
myndatæki, sem hægt er að renna
á grannri slöngu ofan í magann.
Þessi tæki eru lítið komin í notk-
un ennþá, þau eru til dæmis ekki
til nema á einum stað í Englandi,
svo ég viti til, en með þeim á
að vera hægt að taka raðmynd-
ir, seríur, af magaveggnum, og
ef menn hafa tæknina á sínu
valdi, og kunna notkun þessara
nýju tækja til hlýtar, þá á að
vera hægt að fá mjög nákvæm-
ar myndir af ástandi magans, og
jafnvel greina krabbamein fyrr
en með röntgenskoðun. Reynist
þetta tæki eins og vonir standa
til, samkvæmt þeim fregnum sem
af því berast, opnar það leið til
hóprannsókna, sem ásamt grein-
ingum á frumum, sem nást með
því að skola magann, gætu gefið
þýðingarmikinn árangur án ó-
hæfilegs tilkostnaðar.
— En nú má krabbinn ekki
vera kominn lengra en á byrj-
unarstig, ef á að vera hægt að
uppræta hann?
— Helst ekki þó er það dá-
lítið misjafnt, eftir því hvar
hann liggur í maganum, og sann-
leikurinn er nú sá, að sumir eru
komnir með töluvert stórar
meinsemdir, þegar þeir eru
Hvítara hvítt..
Hreinni litir!
Notið Blaa Omo, nyjasta
og bezta þvottaduftið
næsta þvottadag. Sjaið
hvernig Omo freyðir vel og
lengi og gerir hvíta þvottinn
hvítari og liti mislitu
fatanna skærari en nokkru
sinni fyr! Reynið Omo.
Sjaið með eigin augum
hvernig Omo þvær hreinast!
VIKAN 22. tbl. oy