Vikan


Vikan - 02.06.1966, Qupperneq 39

Vikan - 02.06.1966, Qupperneq 39
I DOMESTOS Drepur sýkla! Domestos er sterkt, fjölvirkt, sýklaeyöandi hreinsiefni. Notkun þess tryggir hreinlæti. Tvær flöskur af Domestos ættu ávalt aö vera til á hverju heimili. Ein í eldhúsinu— önnur í baöherberginu. Domestos DREPUR ALLA þEKKTA SYKLA X DOMI/ICE 7252 skornir upp, en aðgerðin getur heppnazt fullkomlega. Aftur koma aðrir með örsmáa mein- semd og virðast vera með sjúk- dóminn á algeru byrjunarstigi, en fá þó afturkast, sjúkdómurinn tekur sig upp á ný. Þetta fer allt eftir því, hve snemma krabbameinið kemst í samband við æðarnar, sogæðarnar eða blóðæðarnar, og flytzt með þeim til kirtlanna, sem liggja út frá meinsemdinni. Þá eru miklu minni líkur til að uppræta mein- ið, þó stundum takist að nema þessi kirtlakerfi burtu. — En getur það þá ekki bor- izt til annarra líffæra? — Jú, það getur gert það. Það er mjög algengt, að það sái sér út, til ýmissa annarra staða á líkamanum, og komi þar fram seinna. Það gildir yfirleitt um allar tegundir krabbameina. — En varðandi þessa leitar- stöð A, hve þétt þarf að koma til skoðunar svo gott sé? — Það er erfitt að gefa reglu um það, og fer nokkuð eftir aldri. Til dæmis þeir, sem komn- ir eru um fimmtugt, ættu helzt að láta athuga sig árlega. En það gildir um leitarstöð A, þótt hún sé ekki eins fullkomin og æski- legt væri, þá er fullkomlega réttlætanlegt að reka hana, því þar finnast alltaf við og við krabbameinstilfelli, og annað, sem gefur henni svo aukið gildi, er það, að það finnast mjög oft aðrir kvillar, sem læknirinn til- kynnir svo heimilislækni sjúkl- inganna, og þeir taka síðan að sér að sjá um, að þeir fái lækningu við og ýmsir þeirra sjúkdóma eru þess eðlis, að þeir geta orðið alvarlegir, sé þeim ekki sinnt. Það er til dæmis algengt hjá kon- um, og það gildir um báðar leit- arstöðvarnar, að hjá þeim finn- ast bólgur og smásár í kringum legopið, sem geta valdið alvar- legum sjúkdómum, og það er fullvíst, að sumir þessara smá- sjúkdóma geta valdið krabba- meini, sé ekki að gert í tæka tíð. — En setjum nú svo, að að- sóknin færi að aukast einhver ósköp. Myndi ekki verða reynt að hafa stöðina meira opna og fjölga starfsliði? — Jú, það hefur einmitt ver- ið í athugun, að auka starfsemi hennar. Og það er enginn vafi, að unnt yrði að auka mjög að- sóknina að henni, ef reynt væri til þess. En það hefur ekki verið gert, hvorki að auglýsa hana eða reka annan áróður fyrir henni, vegna þess, að það er ekki hægt að afkasta meiru en gert er. — Hvernig er með fjármagnið, stendur leitargjaldið undir starf- seminni? — Nei, það gerir það ekki. Krabbameinsfélagið ber kostn- að af rannsóknunum að þó nokkuð miklu leyti. Og leitarstöð B er algerlega rekin á kostnað Krabbameinsfélags íslands. Þar borga konurnar ekki neitt. — En hvernig fær þá Krabba- meinsfélag íslands tekjur sínar? — Við höfum fengið 25 aura af hverjum sígarettupakka, sam- kvæmt ákvörðun alþingis, og það er mjög góður styrkur. Jafn- framt er það hlutverlc Krabba- meinsfélags Reykjavíkur og annarra deilda Krabbameins- félags íslands úti um landið að safna fé til að kosta rekstur Krabbameinsfélags íslands. Og sérstaklega gildir það um Reykjavík, að það er ærið fé, sem Krabbameinsfélag Reykja- víkur leggur fram. Það eru tekj- ur af happdrættinu, sölu minn- ingarspjalda styrkur frá Rv.- borg, gjafir o.fl.. f sjálfu sér skil- ur ekki mikið á milli félaganna, þótt þau séu undir tveimur stjórnum. Krabbameinsfélag Reykjavíkur hefur auk fjársöfn- unarinnar séð um fræðslustarf- semina og fræðslustjórinn okkar, Jón Oddgeir Jónsson, hefur ferð- ast um og haldið fræðsluerindi í samvinnu við kvenfélögin og héraðslæknana, sýnt myndir um byrjandi eirikenni krabbameins, og það er mjög mikið gert af því að fara í skólana og hafa þar uppi áróður gegn reykingum, og fræða nemendurna um hætt- urnar, sem fylgja neyzlu tóbaks. Það hefur sýnt sig með barátt- una gegn reykingum, að hún er mjög árangurslítil, hvað full- orðnu fólki viðvíkur, sem búið er að reykja árum saman, þótt það fái hræðsluköst, þegar mest gengur á með áróðurinn, eins og þegar ameríska skýrslan kom um árið, þá minnkuðu sígarettureyk- ingarnar ákaflega mikið, því þar var uppvíst, að þær voru lang- VIKAN 22. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.