Vikan - 02.06.1966, Síða 47
Mjóir trjábolir eða bambusstengur bundnar saman með vírþræði og auðvitað
festar á þvergrind, mynda hér fallegan skiólvegg og æskilegan bakgrunn
fyrir listaverkið — mundi hér ekki skapast nýr markaður fyrir listamenn okkar?
VIKAN 22. tbl. £rj
Eins og sjá má á teikningunni er þessi skjólveggur í
miðjum garði, en ekki upp við húsið. Þarna myndast
skemmtilegt og skjólgott horn, sem nýtist enn betur
vegna bekkjarins, sem er fallega tengdur veggnum, og
ekki síður vegna þessarar skemmtilegu stéttar, sem er
steypt i harðviðarramma, en inn í hana er litla gras-
flötin lögð öðrum megin, en sandkassinn hinum meg-
in, en til hliðar beð með þykkblöðungum. Myndar þetta
einkar fallega heild, og sést á þessu, hve mikilvægt er
að garðurinn sé vel skipulagður í upphafi. Þar að auki
er þægilegt að geta svo bara sópað sandinum aftur nið-
ur í kassann að leik barnanna loknum.
Það er ekki sama hvernig skjólveggirnir eru gerðir, og verður að
hafa verstu vindáttina vel í huga við byggingu þeirra. Hér að ofan
er fallegur, ávalur veggur, en hann er gerður úr trjáboröum, sem
snúa dálítið á ská, eins og hansagluggatjöld, sem snúa upp og niður
í staðinn fyrir þversum, og með því má beina vindinum í hvaða átt,
sem vill, um leíð og veggurinn dregur stórlega úr vindhraðanum.
Hægt er að láta plankana snúa þversum líka, og beinist þá vindur-
inn upp eða niður, eftir þvi sem óskað er eftir. Að neðan sést hvern-
ig vindurinn skellur á heila girðingu og þeytist með enn meira ofsa
yfir hana. en sé þverborð á ská ofan á henni fer hann sér liægara.
Sé girðingin ekki alveg loftheld. dregur hún vel úr roki. því að vind-
urinn seitlar í gegnum hana, og sama er að segja um skjólgarð úr
þéttum runnum.
Hér að neðan eru myndir af fjórum skjólveggjum.
sem allir sýna, hvernig draga má úr þyngslalegum
áhrifum, sem stórir veggir kynnu að hafa á um-
hverfið. Á myndinni hér næst og neðst t.v. er vegg-
urinn opnaður til hliðar og að ofan, neðst í miðju
eru hvítar sívalar stengur festar innan á vegginn,
sem bæði skapa skemmtilega skugga og styðja blóm-
in, en lengst t.h. kemur veggurinn svipað og har-
monika og verður þannig ólíkt skemmtilegri fyrir
augað en ef hann væri heill og beinn, og ljós og
skuggar eiga þar frjálsan leik.