Vikan - 08.09.1966, Blaðsíða 5
lagði andlitið að þykkri öxlinni, til að þurfa ekki að horfa á það, sem
fyrir neðan var. Hann beið þolinmóður, þar til hún var hætt að sk.iálfa,
notaði síðan tækifærið, Þegar ofurlítil þögn varð milli ljónsöskranna,
og hrópaði: — Aftur upp, félagar! Það er tilgangslaust að halda áfram
niður.
— En hvað um vatnið? stundi Jean-Jean.
— Farðu og sæktu Það, ef þú þorir.
Þetta kvöld sat Angelique nokkuð frá hópnum, meðan þeir bjuggust
um í kringum ofurlitlar glæður, sem var það eina sem þau þorðu að
kveikja, svo hægt væri að baka í því villikartöflurnar, sem þau höfðu
fundið. Hún hallaði höfði sínu upp að kletti og lét sig dreyma um á-
vaxtahlaup, isdrykki og vatn, sem glitraði í skugga pálmatrjáa.
— Bað! stundi hún. — Eitthvað að drekka! Eg get ekki haldið áfram.
Svo fann hún hönd lagða á höfuð sér, svo stóra að hana gat enginn
annar átt en Normanninn. Hún hafði ekki afl til að hreyfa sig, en
hann kippti ofurlítið í hár hennar, svo hún lyfti höfðinu og sá leður-
flöskuna, sem hann bauð henni, með tæpum bolla af vatni. Hún leit á
hann í spurn.
— Það er handa þér, sagði hann. — Það hefur verið geymt handa
þér. Hver og einn hefur gefið síðustu dreggjarnar af sínum eigin birgð-
um.
Volgt vatnið var í munni hennar sem ljúfasti drykkur, og henni varð
hugsað til þess, að þessir óhefluðu menn höfðu fórnað síðasta vatninu
sínu hennar vegna, og tilhugsunin veitti henni hugrekki.
— Þakka þér fyrir, sagði hún, — það verður allt betra á morgun.
Hún reyndi að brosa með sprungnum vörunum.
— Auðvitað! Ef eitthvert okkar getur haldið áfram, verður þú í þeim
hópi, sagði hann með slikri sannfæringu að hún trúði honum skilyrðis-
laust.
— Þessir menn halda, að ég sé sterkari en ég er, hugsaði hún, þegar
hún teygði úr sér á steinbeðnum, og leið snöggtum betur.
Samt fannst henni hún vera hræðilega alein í örmögnun sinni, ves-
öld og ótta, eins og hún væri í djúpri námu, algjörlega einangruð frá
heiminum. Það var þannig, sem Dante leið, þegar hann steig niður
til heijar? Var Helvíti líkt þessu? Já, þetta var Helvíti, að undanteknum
félögum hennar, sem gáfu henni leifarnar af vatninu sinu. Vonlaust!
En nú hafði kviknað ofurlítil von. — Áður en langt um líður, sjáum
við múra kristinnar borgar bera við stjörnubjartan himinin, og einn
góðan veðurdag munum við öll verða frjáls einu sinni enn, og við
munum drekka vatn....
Næsta dag fikruðu þau sig niður á sléttuna. Ljónin voru að éta leif-
arnar af hesti, og gaf það til kynna, að þau myndu ekki vera langt
frá þorpi. Allt i einu heyrðu þau hundgá og sneru aftur i áttina til
fjalla, en þegar þau komu auga á brunn, gengu þau aftur að hættu-
legu úthverfi þessa byggða héraðs. Sem betur fór var enginn sjáan-
legur. 1 flýt' var bundinn kaðall um mitti þess léttasta úr hópnum,
Jean-Jean, og hann var látinn síga í brunninn með tvær vatnsflöskur.
Þau heyrðu skvampa í vatni, en svo rak hann upp óp og þau kipptu
honum upp.
Angans strákurinn ældi, eins og hann ætlaði að kasta upp lifur og
lungum. Hann hafði fundið skepnuskrokk undir fótum sér, sem lokaði
brunninum, en hann hafði ekki getað staðizt það að troða sér framhjá
dýrinu til að fá sér að drekka, en vatnið, sem hann hafði sopið á, var
svo gegnsýrt af rotnandi holdinu, að hann hélt, að hann myndi deyja
á staðnum. Það sem eftir var dagsins þjáðist hann af krampa, og gat
varla dregizt áfram.
Annar hræðilegur dagur leið, og það var ekki fyrr en um kvöldið, að
blessunin birtist í bláum polli í ofurlitlum dal undir skuggum fíkju-
trjáa, granattrjáa og döðlupálma. Þau þorðu varla að trúa, að þetta
væru ekki hillingar, áður en þau réðust til niðurgöngu. Caloens var
fyrstur niður. Hann hljóp yfir hvíta botnmölina og var aðeins nokkur
fet frá glitrandi vatninu, en þá stökk ljónynjan framundan trjánum,
að gamla manninnum. Colin flýtti sér á staðinn og lamdi villidýrið með
kylfunni, bæði í höfuðið og bakið. Ljónynjan valt um hrygg með ofsa-
legu sársaukasprikli.
Þegar de Kermoeur markgreifi hrópaði, lá við að hróp hans drukkn-
aði í hræðilegu ljónsöskri: — Varaðu þig, Colin!
Með brugðnu sverði kastaði hann sér milli Normannans og ljóns
með brúnan makka, sem kom aftan að honum um leið og það stökk
fram úr runnunum. Sverð hans nísti dýrið í hjartastað, en áður en það
féll, náði það að rífa Bretonann á kvið með klónum. Þessi fagra vin
hafði á fáeinum andartökum breyzt í blóðvöll, þar sem rauður lífs-
vökvi manna og villidýra blandaðist i straum, sem litaði tært vatnið.
Colin Paturel stóð með kylfuna í höndunum og beið eftir fleiri villi-
dýrsheimsóknum, en grafarþögn hafði nú færzt yfir staðinn. Flótta-
íólkið hafði truflað ljónapar á ástarfundi.
— Varðmenn í allar áttir með brugðnar lensur! Svo beygði Colin
Paturel sig yfir de Kermoeur markgreifa. — Félagi, Þú bjargaðir lífi
mínu!
Augu markgreifans voru þegar orðin mött. — Já, hágöfgi, sagði hann.
— Það skyggði fyrir augu hans, er gamlar minningar birtust honum.
— Hágöfgi.... í Versölum.... Versölum.... og með nafn þessa fjar-
læga, ljómandi staðar á vörum, tók hann síðustu andvörpin.
Caloens var enn lifandi, en holdið á öxl hans var rifið frá beini.
— Vatn, stundi hann. — Vatn!
Colin dýfði vatnsflöskunni í vatnið, sem þau höfðu unnið svo dýru
verði, og bar að vörum hans. Slíkt var vald hans yfir félögunum, að
þrátt fyrir kvalir þorstans hafði engum dottið í hug að nálgast vatns-
bólið, heldur stóðu allir hjá í ógnþrunginni skelfingu.
— Hypjið ykkur og fáið ykkur að drekka, fíflin ykkar! hrópaði hann.
Þetta var i annað skipti, sem hann varð að loka augum andvana
félaga síns, eins af félögunum, sem hann hafði svarið að leiða til frels-
isins, og hann gerði sér ljósa grein fyrir, að áður en langt um liði, yrði
hann að veita einum enn sömu þjónustu.
Þau uppgötvuðu ljónagrenið undir vínviðarþaki, og þangað hafði
verið dreginn hálfétinn gaselluskrokkur. Þau báru særða manninn
þangað og lögðu hann á flet úr þurru grasi. Colin hellti síðustu kon-
íaksdreggjunum á sár hans og batt um eftir beztu getu. Hvað, sem
gerðist, yrði hann að bíða og sjá, hvernig gamli maðurinn hefðist við;
hann var hraustur og sterkbyggður og ef til vill myndi hann ná sér,
en hve löngum tíma gætu þau eytt á þessum stað, þar sem ferskt vatn-
ið myndi laða til sín bæði villidýr og menn?
Foringinn taldi á fingrum sér fjölda þeirra daga, sem enn myndu
líða, áður en þau gætu vonast til að ná til Cebon. Jafnvel þótt þau
legðu af stað þetta kvöld, væru þau orðin tveim dögum of sein, og það
var gersamlega útilokað fyrir þau, með Caloens svo illa útleikinn. Colin
ákvað að eyða nóttinni þarna. Þau myndu verða að jarða de Kermoeur
markgreifa og velta þvi fyrir sér, hvað þau ættu að gera næst. Þau
þörfnuðust öll hvíldar, og næsta dag gætu þau tekið ákvörðun.
Þegar nóttin féll á renndi Angelique sér út úr ljónagreininu. Hvorki
óttinn við villidýr né sorgin yfir sjúklegum andardrætti gamla mannsins
gat bælt niður þrá hennar til að kasta sér í vatnið. Flóttamennirnir
höfðu einn eftir annan látið eftir sér að fara I bað, en allan þann tima
hafði hún setið við beð særða mannsins.
Caloens kallaði til hennar hvað eftir annað, með skipunarröddu þess
manns, sem hallar sér að konu í þjáningum sinum og leitar eftir móð-
urlegri hlýju, sem skilur og hlustar á kvartanir með samúð.
— Haltu í hendina á mér. Ekki fara og skilja mig eftir, litla stúlka.
— Ég er hérna, gamli maður.
— Gefðu mér svolítið meira af þessu góða vatni.
Hún baðaði andlit hans og reyndi að láta fara eins vel um hann og
mögulegt var, en með hverri mínútunni, sem leið, þjáðist hann meira.
Colin Paturel dreifði síðustu hveitikökunum. Það eina, sem Þau
áttu nú eftir af nestinu, voru baunir, en foringinn bannaði þeim að
kveikja eld.
Nú íikraði Angelique sig i gegnum verndandi myrkrið, þvi tunglið
hafði ekki enn risið yfir trén, þótt það baðaði toppa þeirra í silfur-
ijóma. Frammi fyrir henni var lindin eins og spegill, flöturinn renni-
sléttur, nema þar sem rann ofan í hann úr uppsprettunni. Ekkert rauf
þögnina nema örlítið froskkvak við og við.
Hún fór úr rykstokknum og svitarökum fötunum og andvarpaði af
feginleik, um leið og hún renndi sér ofan í svalan pollinn. Aldrei hafði
hún fundið til svo fullkominnar velliðunar. Þegar hún hafði þvegið
sér, skolaði hún úr fötunum, nema skikkjunni, sem hún vafði um sig
til að verða ekki kalt í næturandvaranum, meðan hann þurrkaði hina
tötrana. Meðan hún beið eftir þvi, þvoði hún sandinn úr hári sínu og
fann það verða mjúkt á ný.
Tunglið kom yfir hæðina og ljómaði upp silfurstrauminn, þar sem
hann rann niður svartan klettinn frá uppsprettunni fyrir ofan. Ange-
lique varpaði skikkjunni, settist á stein undir fossinum og lét ískalt
vatnið streyma yfir sig. Vatnið var svo sannarlega það dásamlegasta af
öllum gjöfum guðs! Hún minntist vatnssalanna í Paris, sem hrópuðu:
— Hver vill kaupa gott, hreint vatn?
Hún lyfti höfðinu og horfði bliðum augum á stjörnurnar, sem glitr-
uðu niður til hennar gegnum pálmaþakið. Vatnið hríslaðist yfir nak-
inn líkama hennar og í tunglsskininu sá hún spegilmynd sina í tjörninni
glitra eins og marmara i dökkum vatnsfletinum.
— Ég er lifandi, muldraði hún. — Lifand'i!
Þessi ljúfa stund strauk út minninguna um það, sem hún hafði orðið
að þola, og hún var kyrr undir fossinum, þar til brakaði í þurrum lág-
gróðrinum, svo hún kipptist við.
Þá sneri óttinn til hennar aftur. Hún minntist villidýranna, sem
iágu i leyni, og Máranna, sem voru svo hættulegir. Þessi friðsami staður
varð aftur sami hræðilegi orrustuvöllurinn. Hún renndi sér niður í
vatnið til að komast yfir tjörnina og var þess fullviss, að eitthvað
fylgdist með henni innan úr þykkninu. Að lifa eins og ofsótt dýr hafði
þjálfað skilningarvit hennar, og hún fann hættuna i fjarska. Hún
sveiflaði um sig skikkjunni og tók til fótanna, berfætt, yfir vínviðar-
flækjurnar og hvassa kaktusa .Hún rakst á einhverja veru og gaf frá
sér lágt hróp, um leið og hún reyndi að snúa við, frá sér af ótta. Svo
þekkti hún i geislum tunglsljóssins ljóst skegg Colins Paturels, og það
glampaði á augu hans djúpt inni í andlitinu.
— Ertu vitlaus? spurði hann lágt. — Varstu að baða þig ein? Veiztu
ekki, að ljónin koma til að drekka hér, og hlébarðarnir líka, svo ekki sé
minnzt á flækings Mára?
Angelique langaði til að þrýsta sér að honum, til að vinna bug á
óttanum, sem var þeim mun meiri, sem hún hafði notið friðsældarinnar
áður. Hún myndi aldrei gleyma þessari næstum yfirnáttúrulegu sælu
undir íossinum í litlu vininni. Svo sannarlega hlaut Paradís að vera
þessu lík.
En nú var hún aftur í heimi manna og vesældar, þar sem hún varð
að berjast fyrir lifinu.
— Márar? sagði hún skjálfrödduð. — Ég held að þeir séu hérna.
Það var eitthvað að horfa á mig rétt áðan. Það er ég viss um.
— Það var ég. Ég lagði af stað að leita að þér, þegar mér fannst
þú hafa verið óeðlilega lengi. Nú, komdu með mér, en gerðu ekkert
Framhald á bls. 48.
VIKAN 5