Vikan - 08.09.1966, Síða 8
2 *"tip f .
Bílaprófun Vikunnar
Buick skylark
Nú eru fáanlegar sportútgáfur
af öllum meiri háttar bílum
amerískum, það er að segja:
Nærri venjulegar gerðir með ör-
lítið breyttu og sportlegu útliti,
oftast aðskildum stólum að fram-
an og auknu vélarafli. Þesskonar
bílar eru nefndir „Sport sedans“
en eiga raunar lítið sameigin-
legt með sportbílum nema nafn-
ið eitt. Hinsvegar eru þessar
sportútgáfur að jafnaði betur
búnar og skemmtilegri en hinir
venjulegu. Að þessu sinni höfum
við prófað þesskonar sportút-
gáfu af Buick nánar til tekið
Buick Skylark. Hjá General
Motors gengur Buick næst Cad-
illac að virðingu og verði, enda
hefur hann alltaf verið talinn
vandaður bíll og hefur jafnan
reynzt prýðilega hér á fslandi
eftir því sem bezt er vitað. En
Buick er bara Buick og enginn
jeppi eða torfærubíll. Það er að
segja; fínn og fágaður bíll með
þá notkun eina fyrir augum að
honum sé ekið eftir sléttum
strætum og steyptum eða mal-
bikuðum vegum. Amerískt bíla-
blað skilgreindi nýlega, hvernig
bíll eins og Buick er upphugs-
aður. Fyrst er gerð markaðsrann-
sókn á því, hverskonar menn það
eru sem kaupa Buick. Hversu
gamlir eru þeir, hve hratt aka
þeir, á hvernig vegum aka þeir,
og hvernig vilja svoleiðis menn
hafa bílinn sinn. Það kom í ljós
eins og við mátti búast, að Buick
er bíll miðaldra kynslóðar, for-
stjórabíll, betriborgarabíll, og
efnamannabíll. Til þess að komast
sem næst óskum þessa hóps var
rafeindaheili látinn finna svarið
og árangurinn er Buick eins og
hann er í dag með smávægileg-
um frávikum hvað mismunandi
gerðir snertir. En vegna þess að
bíllinn er fyrst og fremst hugs-
aður fyrir þennan hóp, þá er
hann enginn hasarbíll, aldrei til
þess ætlazt að hann komi á mal-
arveg með þvottabretti og hvörf-
um.
Mér finnst Buick Skylark með
fallegustu bílum amerískum;
framendinn er kröftugur og á-
kveðinn og gefur ósjálfrátt hug-
mynd um afl og skaphita. Að
aftan hefur bíllinn lítilsháttar
kókflöskuútslátt eins og aðrir
GM-bílar og þaklínan er dregin
aftur á við með þokkafullum
boga og falla þessar línur sam-
an með því samræmi sem unun
er á að horfa. Buick Skylark er
annars af svokallaðri millistærð,
liðlega fimm metra langur og
breiddin 1,92. Beygjuradíusinn er
12,6 metrar og undir lægsta
punkti er 13,5 sentimetrar. Því
er ljóst að ekki þýðir að fara með
þennan farkost þar sem háir
malarhryggir með grjóthnull-
ungum eru á vegum, eins og
Vegagerðinni þykir nú sjálfsagt
að hafa á velflestum nýjum veg-
um.
Miðað við að þetta er sport-
útgáfa með 8 strokka vél, rúm-
lega 200 hestafla, finnst mér
bíllinn þó ekki skapstór að ráði
og má segja að þessi hrossahóp-
ur sé lögulega taminn. Viðbragð-
ið er öllu mildara en ætla
mætti og enginn ofsi á ferðinni
en að aka þessum bíl er svo auð-
velt, að maður hefur það á til-
finningunni, að 10 ára gamall
strákur gæti það leikandi, ef
hann aðeins kynni það. Bíllinn
er með efldu stýri og bremsum,
og sjálfvirkum búnaði fyrir
rúðuupphalara og læstu mis-
munadrifi. Vélin er nálega hljóð-
laus og allur er bíllinn með þeirri
hljóðlátu mýkt, að undravert er.
Átökin í viðbragðinu eru öll upp-
á mýktina, sömuleiðis bremsurn-
ar, nema hvað þær læsa hjól-
unum óþarflega fljótt. En það eru
hörku bremsur eigi að síður. Á
80 kílómetra hraða er gersam-
lega fyrirhafnarlaust að aka
þessum bíl en þegar kemur yfir
100, krefst hann þess að hafa
malbik undir hjólunum fremur
en möl. Aðeins eitt þótti mér
slæmt: Stýrið er ónákvæmt og
bíllinn á það til að rása að fram-
an. Þegar komið er yfir 80 kíló-
metra hraða fer hann að verða
undarlega laus við veginn að
framan og líkast því að fram-
hjólin væru hætt að hafa snert-
ingu. Það er afskaplega leiðin-
leg tilfinning. Bíll með góða akst-
urseiginleika á ævinlega að vera
eins og límdur við veginn en
aksturseiginleikar eru þrátt fyrir
allt ekki hin sterka hlið þessa
bíls. Og í beygjum er hann lítið
meira en í meðallagi. Aftur á
móti er hrein unun að aka hon-
um í umferðinni innanbæjar,
vegna þess hve auðveldur hann
er á allan hátt, hljóður og hlýð-
inn. Ég fór lítillega með hann
á holóttan og vondan veg og
varð þeirri stund fegnastur, þeg-
ar ég komst þaðan. Það er auð-
séð hvaða bendingar rafeinda-
heilinn hefur gefið þeim um akst-
ursvenjur forstjóranna. Sætin
eru fremur góð; að vísu var heill
Framhald ó bls. 44.
Setan er heil að framan en bökin aðskilin og falleg þar sem bíllinn er tveggja
dyra. Plastið á sætunum er heldur hvimleitt og veldur því að bílstjóri og far-
þegar svitna óþarflega mikið.
8 VIKAN