Vikan - 08.09.1966, Qupperneq 18
Eg mun hverfa aftur heim til föðurlands míns, þegar minn tími
kemur, ekki auðmýkt og niðurlægð, heldur sigri hrósandi.
Sófinn. sem hún situr í, er svo ofurstór á hæð lengd og breidd
og þykkt að þessi lága, grannvaxna kona sýnist eins og kræki-
ber í ámu, og svo fíngerð er hún, að minnsti vindgustur virðist
munu geta feykt henni, hún sýnist ekki þola snertingu fremur
en fiðrildisvængur, og réttast virðist vera að hengja á hana spjald með
áletruninni: „Varlega! Brothætt!"
Fyrir nokkrum árum mátti 'varia opna svo blað hvar sem var á
hnettinum að ekki væri þar mynd af henni og grein um hana. Hún var
kölluð Drakiadyn og sögð vera Kleópatra Saigons. Hún var hötuð því
nær meira en dæmi eru til, en sumir dáðust að henni og væntu sér
af henni stórra hluta. Life lýsti henni svo: „Hin uppreisnargjarnasta,
voldugasta, hataðasta, lymskasta, einstrengingslegasta, og hættulegasta
af fögrum konum fyrir austan Suez.“
Hún heitir frú Nhu.
í rúmlega tíu ár hafði hún tögl og hagldir í verzlunarmálaþróun
þeirri, sem leiddi til styrjaldarinnar í Suður-Vietnam. Mágur hennar,
Diem, var forseti landsins, maður hennar, herra Ngo, var hafður í
öllum ráðum með forsetanum. En sjálf hafði hún í rauninni í hendi
sér hvað sem hún vildi. Bandaríkjamenn neyddu hana til að flýja
land að lokum, og fyrir bragðið slapp hún við líflát, þegar uppreisn sú
var gerð, sem kostaði þá báða lífið, mann hennar og mág. Nú dvelst
hún ýmist í París eða London, og er nú sem stendur að skrifa æviminn-
ingar sínar, og hyggst munu vega með þeim orðum, sem í bókinni
standa, óvini sína og andstæðinga í Saigon, Hanoi og Washington.
Ég náði tali af henni í húsi hennar í einu úthverfi Rómar. Hvernig
virðist þessi kona, sem lét hafa eftir sér viðvíkjandi píslarvættisdauða
búddatrúarmanna í landi hennar, þessi orð:
— Nú, jæja. Eru þeir að halda á sér steikarsýningu. Og það í inn-
fluttu bensíni!
VÍRAVIRKI OG TUNGLSLJÓS
Hún er afar fríð, svo lítil sem hún er, og hún veit af því, og kann
að notfæra sér það. Allt látæði hennar er látbragðsleikur: hún hlær
— þegir — lætur augun leiftra og ljóma.
En þó frúin sé fögur, er hún ekki aðlaðandi. Hún andar kulda og
hörku. Hún sýnist viðkvæm en er það ekki. Hún er sterk, seig og
hörð. Margir hafa álitið hana friðarspilli. Sjálf svarar hún því svo:
— Ég? Friðarspillir? Hvaða friði hef ég svo sem spillt? Ég er upp
með mér af því að teljast vera hættuleg óvinum mínum — ekki sízt
vegna þess að hinn eini styrkur sem mér er gefinn, er sá, að vilja ekki
gangast illum öflum á hönd.
— Yður hefur verið legið á hálsi fyrir orðbragð yðar, „steikarsýn-
ingar“ og því um líkt. Sjáið þér eftir því?
— Hversvegna ætti ég að iðrast þess sem ég hef vel gert? svarar
frúin með hlátri. Hver maður sem lætur þessi sjálfsmorð hafa nokkur
áhrif á sig, er meðsekur þeim glæpsamlegu öflum, sem skirrast ekki
við að æsa brjálaða menn upp til þvílíkra hermdarverka gagnvart
sjálfum sér. Þetta er ekki til annars en að þóknast vitfirringunni, og
fávitahætti.
HÚN LÍKIR SÉR VIÐ JESÚM KRIST
Frúin hefur einstakt lag á að láta í ljós fyrirlitningu. Hún blæs
henni út um nasirnar ásamt því hatri og andstyggð, sem innifyrir er.
Ég segi:
— Yður hefur oft verið láð það hve byltingargjörn þér eruð.
Ky forsætisráðherra á dáfagra konu og heimafyrir lifa þau vestrænu hvíldarlífi.
Ofstækisfull og hjartalaus en gullfalleg og kvenleg: Frú Nhu,
Yfir á Formósu sitja þau Chiang Kai Shek og kona hans og taka nú að
gerast öldruð.
Uppálialdseiginkona Súkarnos, Sari Dewi, eins og mynd úr 1001 nótt.