Vikan


Vikan - 08.09.1966, Side 26

Vikan - 08.09.1966, Side 26
 KONUNGSG^RÐUR í KELDUHVERFI einum. I Danmerkurkróníku Saxa Grammatíkusar,, sem uppi var á síðari hluta tólftu aldar og snemma á þeirri þrettándu, er hún í heilu lagi og einnig í miðaldakvæði einu dönsku, sem mun hafa verið ort undir áhrifum frá rómantískum ástakveðskap riddaratímanna. í að- alatriðum er sögnin sem hér seg- ir: Sigarr hét konungur einn í Dan- mörku. (Sumir telja að við hann sé kenndur bærinn Segerstedt, ná- lægt Ringstedt á Sjálandi, og muni hann hafa setið þar og þá líklega alllöngu fyrir víkingaöld.) Börn átti hann nokkur, þar á meðal synina Alf og Algeir og dóttur, sem Signý hét. Þau voru með afbrigðum mann- vænleg,- Alfur hafði hár svo fagurt, að af því lýsti sem silfri, og það- an af fegurra og meira var hár svstur hans. Alfur var kappi mikill og hafði unnið dreka og orm, er gættu meyjarskemmu dóttur Gauta- konungs og gengið síðan að eiga hana. Þeir bræður lentu í orrustu við svni Hámundar jarls, þá Hag- barð, Helvin og Hámund, og höfðu hvorugir sigur, enda voru jarlssyn- ir einnig hinir mestu garpar. Gengu stríðsaðilar að lokum til sátta, og fylgdi Haqbarður konungssonum til garðs föður þeirra. Tókust þá fljót- lega ástir með þeim Hagbarði og Signýju. En Adam var ekki lengi í paradís, því að nú kom til hirðarinnar þýzkur höfðingi að nafni Hildigísl, er vildi fá Signýjar. Til þess að ryðja Hag- barði úr vepi mútaði hann ráð- giafa einum, blindum karli er Böl- vís hét, til að rægja Hámundar- syni við syni konungs. Þetta tókst svo vel, að skömmu síðar fóru þeir Alfur og Algeir að þeim Helvini og Hámundi og felldu þá, en Hag- barður hefndi fljótlega bræðra sinna og drap konungssyni báða í bardaaa. Hildigísl var þar í fylgd með þeim Alfi og komst undan nauðulega; var hann skotinn spjóti gegnum rasskinnarnar báðar. Þótti Framhald á bls. 48. <T> Drottnjnsln (Eva Dahlbeck) hleyp- ur hér á móti hcrmönnum, sem koma heim úr orrustu, með lík sona henn- ar, sem fallið hafa fyrir Hagharði. •26 VTKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.