Vikan


Vikan - 15.12.1966, Síða 2

Vikan - 15.12.1966, Síða 2
Rétla línan Enginn kúlupenni annar en BALLOGRAF er byggður jafn vísindalega fyrir höndina. Hann hefur hina réttu línu, sem gerir mönnum fært að skrifa tímum saman án þess að þreytast. BLEKKÚLAN er gerð úr sterkasta efní sem þekkist. ★ ODDURINN er úr ryðfríu stáli. BLEKHYLKIÐ sem er stórt og vandað - endist til að skrifa línu, sem er 10.000 metrar á lengd. ★ SKRIFTIN er hrein - mjúk og jöfn. PENHINN, sem skrifar lengur - og betur fæst hvarvetna Heildsala: ÞÓRÐUR SVEINSSON & CO. H.F. í FULLRI HLVÖRU Fornarlömb vettlinoatakanna Sú reynsla sem fæst af mistök- um er einhver dýrasti skóli, sem völ er á. Og þegar opinberir að- ilar eiga í hlut er seinagangurinn jafnan með þeim hætti, að sífellt endurtekin mistök duga naumast til þess að bætt sé úr. Reykjavík er á köflum eins og gullgrafarabær. Árbæjarhverfið er dæmi um það. Þar endurtekur sig sá ómenningarbragur, sem hefur verið á öllum, nýjum íbúð- arhverfum borgarinnar á síðari árum: Forarvilpa eða háir grjót- eða moldarhaugar, löngu eftir að flutt er í fullgerðar íbúðirnar. Þó voru uppi fögur áform um breytta og bætta hætti, þegar farið var af stað með þetta hverfi. Það átti svo sem ekki að brenna sig aftur á sama soðinu. Bygg- ingameistararnir, sem fengu flest- ar lóðirnar, undirgengust kvöð um að jafna þær, svo það drægist ekki úr hömlu. Með buddurnar lífæð í brjóstinu slá- andi hófu þeir framkvæmdir, en eftir að hefa selt fokhelt eða til- búið undir tréverk, fór áhuginn að dofna. Fólk er löngu flutt í húsin, en haugarnir standa, þegar þetta er skrifað, og fyrir vikið hefur Raf- magnsveitan ekki getað lagt heimtaugar. Bráðabirgðalínur liggja í húsin og spennan er stundum allt niður í 160 volt. Heimilistæki sem nema milljón- um að verðmæti liggja undir skemmdum. Kyndingartæki vinna ekki og fólk hefur í huga að flýja úr þessum nýju íbúðum sínum, ef ekki verður úr bætt. Rafveitan neitar að leggja bráða- birgða loftlínu, sem mundi kosta talsvert og ef til vill tefja fyrir endanlegri lausn. Byggingameist- arar hafa sína hentisemi, enda búnir að kreista út þá aura sem þeir fá fyrir þessar íbúðir. Það er ótrúlegt að annar eins hlutur og þessi skuli geta komið fyrir hjá okkur, með þeirri reynslu sem ætti þó að liggia fyrir. Bersýnilegt er, að ekki duga nein vettlingatök. Á skrif- stofu borgarverkfræðings hefur eitthvað verið um það talað, að láta framkvæma verkið á kostnað þeirra sem lóðirnar fengu. Það hefði átt að gera strax í sumar að viðbættri málshöfðum fyrir víta- verða sviksemi og ákvæði sett um það, að hinir sömu fái ekki úthlutað lóðum aftur, að minnsta kosti ekki fyrst um sinn. G.S. 2 VTTCAN 50- tbl-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.