Vikan


Vikan - 15.12.1966, Síða 9

Vikan - 15.12.1966, Síða 9
^☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆* samt og hefur fulla vinnslu; spurningin er aðeins hvort mað- ur þolir þann hávaða, sem gróf- um og raunar ónýtum legum fylgir. Þar við bætist, að hún er samsett úr margfalt færri hlutum en fjórgengisvélar, og þar af leiðandi er margfalt minna, sem getur bilað. Niður- staðan af þessum reikningi er sú, að tvígengisvél bili ekki, hún er annað hvort í lagi eða ónýt. Og þá kostar ný vél í Saabinn rösk ellefu þúsund með öllum aukahlutum. Þessar bollalegg- ingar um tvígengisvélina birti ég með fyrirvara, segi eins og ást- sæll íslenzkur rithöfundur, þeg- ar hann er ekki tilbúinn að verja sitt mál með rökum: — „Ja — maður sagði mér.“ Nú er SAAB fáanlegur með fjórgengisvél líka í fyrsta sinn í sögunni. Og ekki er það Saab- framleiðsla, heldur Ford, V-4 vél, svipuð þeirri, sem Taunus 12 M hefur kynnt hér á landi. Vél þessi hefur marga góða kosti, en hún er til þess að gera ný og lítil reynsla komin á hún væri heldur vangæf á nýrri bílnum, enda var hann lítið ek- inn og lítið stilltur. En á báðum er sami stýrisgangur, svo Ford- Saabinn hlýtur að geta verið jafn góður í stýri og Saab-Saab- inn. Það vakti sérstaka athygli okkar með gamla Saabinn, að það var ekki til í honum skrölt, þótt hann hafi örugglega fengið harla óblíða meðferð á köflum. SAAB liggur vel og hefur ágæta fjöðrun. Þó komum við honum ekki í 60 km. hraða á Hagatorgi, án þess að hann færi að skríða út undan sér. Að vísu var torgið blautt, og hann hefði sennilega þolað þar 60 án þess að skríða. En við áttum von á meiri stöðugleika þar í hringn- um, því fyrir hvað 'er SAAB rómaður úr rallíum, ef ekki stöðugleika í beygjum?---------Á holóttum vegi er hann allgóður, ef farið er fremur greitt, og þar er hann vel stöðugur og kastast ekki til, eins og svo mörgum hættir til að gera. Mér fannst hann tillögulega lakari í holum hana. Þrátt fyrir vanþekkingu mína á tvígengisvélum — eða ef til vill vegna hennar? — myndi ég hafa eindregna til- hneigingu til að taka SAAB með skellinöðrumótornum gamla, ef ég væri á þeim bux- unum að kaupa SAAB, og það eru margar buxur mér fráleitari. VIKAN prófaði tvo Saaba, annan glænýjan með V-4 vél, 67 módel, hinn ekinn 50 þús- und með skellinöðrumótor, ár- gerð ’65. Um það verður ekki deilt, að V-4 vélin er aflmeiri, enda skráð 73 hestöfl, en tví- gengisvélin aðeins 44. SAAB ‘67, tvígengis, hefur 46 ha. vél, en 20% meiri orku en t.d. ’65, vegna þess að nú er blöndungur á hverjum strokk. Fljótt á litið verður lítið vart við hrossamis- muninn í innanbæjarakstri, en sé skroppið út á þjóðvegina og fákarnir xeyndir á brattlendi, finnst töluverður munur. Báðir eru bílarnir sæmilega snöggir í viðbragði, þótt þar hafi V-4 vél- in greinilega vinninginn —— er 16 sek að ná 100 km. hraða á móti 23 sek hjá tvígengisvél- inni. Stýringin er ágæt, þótt á lítilli ferð. Hann væri líka til muna skemmtilegri á vond- um vegi, ef sætin væru betri. Þau eru ágæt, en alls ekki fram- úrskarandi; þar hefur margur lakari bíll vinninginn yfir SAAB. Lakast þótti mér við þennan ágæta bíl, hvað gluggarnir eru litlir á honum — það er að segja fram- og afturgluggarnir. Hlið- arrúðurnar eru vel viðunandi. Sérstaklega er framrúðan boru- leg. Þar við bætist, að póstarn- ir milli framrúðu og hurðar eru fremur fyrirferðamiklir og byrgja of mikið sýn að mínum dómi. Afturrúðan er strax skárri, fyrir utan þann ágalla afturglugga á fastbökum að regn og snjór vill setjast á þá meira en aðra. Að innan er bíllinn þokkaleg- ur og ef sætin væru betri, færi all vel um mann frammi í, en ekki mega fótalangir sitja þar svo ekki verði þröngt á þeim, sem aftur í eiga að hírast. Stand- ardmælaborðið og standardstýris- hjól eru viðkunnanlegir hlutir, þótt mælaborð mætti vera hlý- Framhald ó bls. 27. Eigum úrval af kápum og drögtum frá Danmörku og Englandi. Einnig fallega dag- og kvöldkjóla frá Ameríku og Danmörku. Ullarpils, innlend og erlend, m. a. HARELLA. Síð og stutt samkvæmis pils úr blúndu og flaueli. Gerið jólainnkaupin tímanlega. Tízkuverzlunin Guðrún h.f. Rauðarárstíg 1, Sími 15077 50. tbi. VIKAN 9

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.