Vikan


Vikan - 15.12.1966, Síða 10

Vikan - 15.12.1966, Síða 10
ERRÉTi Það er ekki til nein „kokkabók fyrir upp- alendursem hœgt er að slá upp í þegar maður lendir í vandrœðum með börn sín. En eitt má aldrei gleymast; og það er að uppeldið er og verður spurning um aðlögun gagnvart barninu, sem á að byggjast á því að gera barnið öruggt og hamingjusamt. Gegnum aldirnar getum vi'ð allsstaðar í mannkynssögunni greint vissan áhuga á börnum og uppeldi þeirra, en það voru að- eins miklir uppalendur og sálfræðingar sem gerðu sér það Ijóst að heimur barnanna er allur annar, en þeirra fullorðnu, og að hinir fullorðnu ve,rða að mæta mismunandi þroskastigi barnanna, með skilningi og virð- ingu. Fyrri kynslóðir litu yfirleitt ekki á börnin sem réttindaverur, heldur nánast sem ein- hverja lægri stétt, sem þurfti mikinn aga, ef æskilegum árangri yrði náð. Sem dæmi upp á strangleika fyrri kyn- slóða getum við tekið gamla orðtakið: Sá sem elskar son sinn, refsar honum snemma! Eða: Beygið trjásprotann meðan hann er grænn og ungur, þá verður hann fagur! Það er búið að slíta upp mörgum spansk- reyrsprikum á börnum í þeirri von að það berji þau til hlýðni. Það er heldur ekki í lögum fyrri tíma hægt að finna neitt sem bent gæti til skiln- ings á þroska barna. Þeim var refsað jafnt og fullorðnum. Það er hægt að fá gott sýnis- horn af þessari hörku með því að lesa gömul málaferli frá Helsingjaeyri frá árinu 1563. Það voru fjórir litlir drengir dæmdir fyrir þjófnað að næturlagi: Að tveim þeirra var höggvið annað eyrað, síðan voru þeir kag- hýddir og áttu að „þjóna kónginum“ til ævi- loka. Dómurinn hafði verið mildaður, vegna EKKI SVONA HELDUR EKKI SVONA... 10 VIKAN “-tw-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.