Vikan - 15.12.1966, Qupperneq 11
DO RGF5D BORDUm?
þess að þeir voru svo ungir að árum, — þeir
áttu að hengjast!
Skólarnir voru heldur ekki neitt hæli.
Montaigne lýsir þeim sem hreinustu pynd-
ingarklefum, það mátti heyra á hljóðum
barnanna. H. C. Andersen lýsir heldur ekki
fagurlega þeim skóla sem hann þurfti að
sækja.
En þrátt fyrir alla þá hörku, sem börnum
var sýnd, hafa þau alla tíð haft sínar á-
nægjustundir, og það er auðvitað því að
þakka að barnssálin hefur svo dásamlegan
sveigjanleika og aðlögunarhæfni.
Meðal þeirra fáu, sem sagan segir að hafi
talað máli barnanna, var Quintilianus, sem
um það bil 60 árum eftir Krist ráðlagði upp-
alendum að setja sig í spor barnanna og leyfa
þeim að lifa sínu lífi.
— Það á ekki að refsa börnum líkamlega,
það er niðurlægjandi fyrir þá fullorðnu og
óréttlátt gagnvart börnunum.
Það liðu næstum 1900 ár þangað til skoð-
anir þessa gamla Rómverja fengu hljóm-
grunn.
Og nú lifum við á öld barnanna, nú eiga
börnin að hafa leyfi til að vera börn. Sál-
fræðingar hafa ákveðnar skoðanir um upp-
eldi barna. Þeir hafa komið með staðreyndir
viðvíkjandi vexti og þroska barnanna og
reynt að skilgreina mismunandi þroskaskeið
þeirra.
Samkvæmt árangri af rannsóknum sín-
um hafa þeir lagt mikla áherzlu á það við
uppalendur, að líkamlegar refsiaðgerðir
og gífuryrði hafi beinlínis skaðleg áhrif á
börnin.
En barnasálfræðingar hafa alltaf haft og
hafa ennþá marga mótstöðumenn. Það er
ennþá algengt að heyra fólk segja: Ekki
voru neinir barnasálfræðingar, þegar við
vorum ung, og einhvernveginn höfum við
orðið að nýtum manneskjum!
Það er heldur ekkert óalgengt að heyra
feður segja með stolti: — Ef ég hefði ekki
verið flengdur í æsku, væri ég ekki það sem
ég er í dag. Þá dettur manni ósjálfrátt í hug
að þeim finnist sjálfsagt að hýða sín eigin
börn.....!
Þessum feðrum dettur líklega ekki í hug,
að þeir séu þessir fyrirmyndarmenn, sem
þeir álíta sig vera þrátt fyrir, frekar en
eingöngu vegna þessara barsmíða.
Fullorðna fólkið, sem upplifði og heyrði
sagt frá pyndingunum í fangabúðum naz-
ista, er sammála um það, að valdbeiting or-
sakar frekar mótstöðu heldur en að það
beygi menn til hlýðni. En þegar talað er
um börn, er litið öðrum augum á málið. Lík-
amlegar refsiaðgerðir eru ennþá notaðar, þó
ekki séu þær algengar, þrátt fyrir það að
rannsóknir sanni það sem brezki sálfræð-
ingurinn John Locke, sagði árið 1700: —
Líkamlegar refsingar leiða aldrei neitt gott
af sér, en oft mjög illt. Þau börn, sem hafa
verið kúguð með barsmíðum, verða sjaldan
gæfusamt fólk....
ÞAÐ ER AUÐVELDARA AÐ BERJA,
HELDUR EN AÐ SKILJA.
Það skal viðurkennt að það er auðveldara
að slá barn, heldur en að reyna að skilja af
hverju „óþekktin“ stafar. Og þótt flest fólk
viti hvernig börn þeirra eiga að vera, eru
fæstir sem vita hvernig þau eru! Ef foreldr-
ar hafa ekki hugmynd um þau þroskaskeið,
sem börn þeirra verða að ganga í gegnum,
og eðlilegar þarfir, sem eru grundvöllur
undir framkomu barnanna, þá geta börnin
varla komizt hjá því að brjóta boð for-
eldranna og ákvarðanir þeirra um daglega
hegðun. Og þá er sagt að þau séu óþekk, og
oft enda aðgerðir því að lútandi með löðr-
ungum og tárum. Það versta er að áhrifin
af slíkum aðgerðum koma oft ekki fram
fyrr en löngu seinna og fara þá algerlega
framhjá foreldrunum. Áhrif löðrungsins
höfðu oft tilætluð áhrif í augnáblikinu.
Þjóðfélagið krefst þess af þegnum sínum,
að þeir viti skil á skyldum borgaranna og
þörfum þjóðfélagsins, en það krefst þess
ekki af foreldrum að þeir geri sér far um
að þekkja sín eigin börn.
Barnasálfræðingurinn, Charlotte Búhler,
hefur sagt að engum detti í hug að með-
höndla viðkvæma vél, nema vera fyrirfram
búinn að kynna sér nákvæmlega notkunar-
reglur. Aftur á móti beitir þetta fólk hiksta-
laust uppeldisaðferðum við börn sín, án
þess að skeyta nokkurn hlut um að kynna
sér viðkvæmt sálarlíf þeirra.
Þetta mál hefur líka aðrar hliðar, nefni-
lega þær þjóðfélagslegu. Ef foreldrarnir
hafa aðeins eitt eða tvö herbergi og eldhús
til umráða, eða ef fullorðið fólk og börn
búa saman í alltof þröngum húsakynnum,
verður það venjulegast þannig, að þarfir
barnanna eru látnar sitja á hakanum. Börn-
in hafa ekki nægilegt húsrými til leikja eða
athafna, og þá verða þau „óþekk“ og „erfið“.
Það er staðreynd að börn, sem alast upp við
erfið skilyrði, fá oftar löðrung, en þau sem
búa við betri kjör.
En þetta er ekki börnunum að kenna, held-
ur foreldrunum eingöngu. Það þarf að
setja sig inn í heildaraðstöðu barnanna. Því
betri skilyrði sem barnið hefur til að svala
Framhald á bls. 34.
OG ALLS EKKI SVONA....
HELDUR SVONA.
5°. tbi. VIKAN 11