Vikan


Vikan - 15.12.1966, Qupperneq 20

Vikan - 15.12.1966, Qupperneq 20
Eins on pöddnr á kaldri kókúsúpu Framhald af bls. 15. fara sléttuna eins nærri fjalls- rótunum og hægt væri. Og lenti við það í kviksandi. Italan sökk fyrirvaralaust und- ir þeim. Þeir stukku út úr henni í ofboði. Yfirborðið lét fyrst of- urlítið undan þunga þeirra, en fjaðraði síðan upp með þá aftur. Jörðin lyftist og hneig allt í kring um þá. Þeir voru í miðjum graut- arpotti, yfirborðið þurrt og seigt af sólinni. Þeir voru eins og pödd- ur trítlandi á kaldri kókósúpu. Þeir reyndu fyrir sér með löngu rekunum, hve djúpt væri ofan á fast. Þeir fundu engan botn. Bíllinn seig stöðugt. Grindin var komin í kaf. Þeir hömuðust eins og þeir ættu lífið að leysa við að létta bílinn, stöðugt á glóðum um að fara sjálfir niður úr yfir- borðsberkinum. Þeir losuðu allt af Itölunni nema boddýið sjálft. Svo fengu þeir sér tebolla til að ráðgast um. Nú var ekki um neitt að velja. Þeir yrðu að arka til baka til Urga, sárt sem það var. Það gæti tekið marga daga. En hér var engin von á manna- ferðum. Sem þeir voru að bræða með sér, hver ætti að fórna sér og fara, kom þá ekki lest hestvagna fram undan hæðardragi nokkru frá þeim. Barzini þaut í áttina til þeirra, rakst hvað eftir ann- að á kviksand en slapp alltaf yfir. Þetta var hópur fólks af ættstofni Buriata í leit að nýj- um bólstað. Fyrir 50 rúblur sam- þykkti höfðinginn að bjarga fyr- ir þá bílnum, en þegar björgunin skyldi hefjast, kom fjölmennur flokkur Mongóla og hófst þegar í stað handa með að ná Itölunni upp, án nokkurs forrmála. Buri- atarnir horfðu fúlir á, meðan Mongólamir hömuðust við bíl- inn, sem Guizzardi hafði meira að segja losað bodýið af til að létta hann. Eftir þrjár klukku- stundir var Italan komin upp á yfirborðið aftur. En nú var eftir að ná henni úr kviksyndinu. Fjórir uxar voru spenntir fyrir, en þeim tókst ekki að verða samtaka, heldur tók einn og einn á í einu, svo Italan bifaðist ekki. Var ógerningur að láta þá vinna saman? Allt í einu datt Guiz- zardi snjallræði í hug. Hann minntist þess, hvílíka skelfingu Italan hafði orsakað með ódeyfðu vélarhljóðinu hvar sem hún fór. Nú stökk hann upp í, setti í gang og gaf hressilega í. Það var eins og sprengju hefði lostið niður meðal uxanna, og Guizzardi var nærri dottinn út úr bílnum, þeg- ar nautin ruku með hann upp á fast land. Enn tók ærinn tíma fyrir ítal- ana að skrúfa saman bílinn og koma farangrinum fyrir. Borg- hese borgaði Mongólunum björg- unarlaunin og fékk þá til að ieiðbeina sér út úr kviksands- svæðinu. Leiðin varð ærið krók- ótt, en hættulaus. Loks náðu þeir almennilegri sléttu og Mongól- arnir fóru, nóttin féll á og öku- ljósin vildu ekki loga. Borghese ók áfram við tunglskinið um hríð, unz hann nam staðar við litla á og þeir létu fyrirberast þar um nóttina. Hann hafði ekki hugmynd um, hve mikið þeir hefðu í rauninni nálgazt Kiakhta þennan dag. Þeim varð ekki um sel, þegar þeir vöknuðu aftur í birtingu og sáu að þeir voru enn komnir í fenjaland. Þeir skiftust á um að ganga á undan bílnum, en urðu stöðugt að ^taldra við, með- an fundin var fær leið. Allar ár voru fyrst vaðnar til að kanna botninn. Loks vaijð stórfljótið fyrir þeim, áin Iro, 300 metra breið og þó nokkuð straumhörð. Guizzardi skálmaði þegjandi út í. Það var hlýtt í veðri svo ekki háði honum kuldinn, en hann hrasaði um steina og straumur- inn var sífellt að fella hann. Hann var ekki kominn nema stutt frá landi, þegar vatnið tók honum í mitti. — Þetta er ófært, sagði hann, þegar hann kom aftur í land. — Vatnið myndi flæða inn á vélina og straumurinn bera bílinn ofur- liði. Barzini fékk snjalla hug- mynd, að eigin dómi: — Við verðum að gera okkur fLeka, sagði hann. — Við kaupum kof- ana þarna og gerum úr þeim fleka. Það var eins og íbúar kofanna vissu hvað í vændum var, því nú komu þeir þjótandi eins og til að fyrirbyggja húsbrot. Borg- hese bað um uxa, og fékk þá mótmælalaust. Guizzardi tók magnetuna af, vafði hana í olíu- vættar rýjur og stakk inn á sig, sömuleiðis margvafði hann vél- ina með olíu vættum dúkum. Svo settist hann undir stýri. Ux- arnir voru spenntir fyrir, og hóp- ur Mongóla, sem ekki ætlaði að missa af skemmtuninni, stökk á bak hrossum eða uxum og hleypti út í strauminn. Gæðingur var settur undir Borghese, sem reið hnarreistur yfir ána eins og Napóleon yfir Beresínu. Bíllinn byltist yfir stórgrýttan botninn og hnykktist til undan sraumi, vatnið flaut upp í miðjan bíl. Loks var áin að baki og vatnið fossaði úr bíl af farangri og rann aftur ofan í ána. Þetta tók hálfa þriðju klukku- stund, og klukkutíma í viðbót að vefja utan af vélinni og koma magnetunni fyrir. Næsta spott- ann var jarðvegurinn þéttari í sér, og prinsinn gat ekið drjúgan um hríð. Svo komu þeir í skóg- lendi, ærið rússneskt á svipinn, landamærin hlutu að vera skammt undan. Svo* tók sléttan við aftur og allt í einu skall á þeim sandstormur, reglulegur hvirfilvindur, og þeir voru í miðj- um strokknum. En Borghese nam ekki staðar. Þeir kúrðu sig niður eftir beztu getu, og jafn skyndi- lega og veðrið skall á þá, óku þeir út úr því aftur. Þeir voru staddir á sandi, ekki eins stór- um um sig og eyðimörkinni, en hálfu verri yfirferðar. Þeir urðu að grafa sig alla leið í gegn um hann, moka burt foksandinum niður á fastara undirlag. Þeir fóru hálfa mílu á klukkutíman- um. Að sandinum loknum urðu þeir að brjótast upp á háa hæð. Og þá sáu þeir Kiakhta. Eftir nokkra töf Kínamegin komust þeir loks yfir til Rússlands og var tekið þar með opnum örm- um. Áður fyrr hafði þessi staður verið mesta verzlunarpláss í grenndinni; þangað var keypt te frá Kína svo skifti þúsundum tonna, Með Trans-Síberíu lest- inni hvarf mikilvægi staðarins, en nú hafði Borghese ekið á bíl milli Kalgan og Kiakhta á 7 dögum, hálfum mánuði styttri tíma en úlfaldalestirnar þurftu. Það skyldi þó ekki vera, að Kiakhta gæti skotið járnbraut- inni ref fyrir rass með því að taka bílinn í sina þjónustu? En hér blés ekki byrlega með birgðimar. Nobel Kompaníið hafði undirgengizt að sjá um dreifingu birgða Borgheses í Sí- beríu og Rússlandi, en hér var ekkert bensín, sem þó átti að vera. Borghese sendi hraðskeyti til Pétursborgar en fékk ekkert svar. Loks kom á daginn, að einn kaupmannanna í borginni hafði keypt lítinn bíl einhvern tíma á árum áður, og fengið með hon- um miklar bensínbirgðir, en bíll- inn varð fljótlega ógangfær. Það hlaut að vera bensín eftir hjá kaupmanninum. Og viti menn, þar var drjúgur slatti í tunnu, svo þeir voru ömggir næsta á- fanga. En hvað tæki þá við? Engar birgðir í Kiakhta, og var þá ástæða til að búast við þeim á öðrum áætluðum stöðum? Frökkunum var haldin veizla um kvöldið, eftir að þeir heim- sóttu lamann. En Godard hafði ekki sofið nema tvo klukkutíma eftir ökuraunina miklu, svo hann afsakaði sig snemma til að hvíl- ast ofurlítið. Bizac vakti þá um morguninn. Du Taillis var illa haldinn af hitasótt, en dróst þó á fætur. Þeir ákváðu að skiftast á um að vera í fararbroddi, og Cormier fór fyrstur. En hann gafst upp í fyrstu brekkunni. Hallinn var 1:3, og það var of mikið fyrir hestöflin 10 í de Dion- bílnum með 600 kg af farangri. Þeir urðu að losa af þeim og ýta þeim upp til að létta undir, en sækja síðan dótið niður og bera upp á sjálfum sér. Þar tylltu þeir því aftur á bílanna og tókst að komast klakklaust niður með því að beita ýtrustu varfærni, og svo varð að hafa sama háttinn við næstu brekku. Spijkerinn komst flestar brekkurnar af eigin vél- ar afli, því hann hafði sterkari vél og lægri gíra, sem Jacobus Spijker hafði látið setja í hann sérstaklega, og Godard uppgötv- aði fljótlega, að ef Spijkerinn komst ekki með framendann á undan, var alveg nóg að snúa við og setja afturpartinn fyrst. Þetta var mikil blessun fyrir du Taill- is, sem var magnlítill vegna veik- inda, og hefði því ekki verið til stórræðanna að ýta og bera dót. Þess í stað naut hann þess að reika um skóginn og dást að gleymméreyjum. Hann tíndi fall- egan vönd handa hverjum félag- anna af þeim bláu blómum til að hafa í hnappagatinu, en var ekki viss um að þeir hefðu met- ið hugulsemi hans að verðleikum. að lokum, þegar de Dionarnir höfðu verið tæmdir og fylltir eitthvað 20 sinnum, gáfust þeir upp þann daginn og bjuggust um til næturinnar. Næsta dag átti Godard að vera í fararbroddi og leið ekki á löngu, þar til Spij- kerinn lá á kviðnum í kviksyndi líkt og Italan áður á svipuðum slóðum. Þeim tókst að stöðva de Dionana í tæka tíð, og nú var komið að því að tæma Spijker- inn og draga hann upp. Þeir þorðu ekki að vera of margir úti á kviksyndinu í einu, svo Cormier tók byssu sína og leitaði veiði. Á tæpum þremur klukku- stundum náðu þeir Spijkernum upp og sneru sér nú að því að finna ána Iro, höfðu ekki erindi sem erfiði og urðu nú að búast um til næturinnar án þess að finna hana. Fljótið fundu þeir næsta morg- un. Þar var ekkert vað sjáan- legt, en Godard áleit mögulegt 20 VIKAN ^0-tbl-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.