Vikan


Vikan - 15.12.1966, Síða 22

Vikan - 15.12.1966, Síða 22
JT^ J(r ; ' ' A J JH : Á myndinni er Gina Lollobrig- ida að dansa viS manninn sinn, Iækninn Milko Skofic og þarna sýnist allt í lukkunnar velstandi en eftir 17 ára hjónaband kom þeim saman um að hætta að binda saman föggur sínar og hafa nú skilið eftir því sem fregn- ir herma. Þau skildu með mik- illi vinsemd segja ítölsku blöð- in, hún 38 ára og hann 45. Eitursmygl i Egyptó Nýlega handsamaði egypzka lög- reglan þessa skuggalegu náunga, sem sjást hér á myndinni, og voru þeir þá að reyna að smygla inn í landið miklum birgðum af hassís, en sú tegund eiturlyfs er mikið notuð í Austurlöndum nær. Er herfang lögreglunnar ljósmyndað hér ásamt dólgunum. Egypzkir smyglarar ráða yfir margskonar tækni, eldri og yngri, meðal annars láta þeir stundum úlfalda gleypa pakka með eitur- lyfjum og slátra þeim svo, þeg- ar komið er á áfangastað. Hversvegna ferðast menn? Ferðalög eru sífellt að aukast. Ekki bara á íslandi heldur og í flestum öðrum löndum virðist þróunin vera sú, að allur almenn- ingur ferðast meira og meira. Al- þjóðasamband ferðaskrifstofa, 22 VIKAN 50-tbl- sem aðsetur hefur í Genf, hefur komizt að raun um, að í ár nemi tala ferðamanna í heiminum 115 milljónum. Þessi tala hefur auk- izt gífurlega á fáum árum og nær einungis yfir þá, sem fara í Frönsk Frá París höfum við frétt, lengra eða skemmra ferðalag út úr föðurlandi sínu. Árið 1963 nam þessi tala 86 milljónum, í fyrra 100 milljónum og nú í ár er á- ætlað að aukningin verði 15%. Aðrar eins tilfærslur á fólki hafa aldrei orðið í sögu mannkýnsins á einu ári. Þessi fyrrgreinda stofnun í Genf reynir að komast að því, hvað af þessu séu skemmtiferð- ir einungis og hvað af þessu séu verzlunarferðir eða ferðir farnar í einhverjum öðrum erindum en til skemmtunar. Það virðist þó erfitt að finna nákvæma skipt- ingu þarna á milli. Eða hvernig á það að bókfærast þegar herra Svenson eða jherra Smith eða herra Jón Jónsson frá íslandi fara í kaupstefnur og hafa einka- ritarann með sér. í þeirra bók- færslu heitir það verzlunar eða bissnisferð en ferðin getur eins snúizt upp í það að verða aðal- lega skemmtiferð og það er alls ekki víst að nein viðskipti verði gerð. Annars skiptir það ekki máli; meginatriðið er, að þessi sífellt auknu ferðalög skapa grundvöll fyrir nýjum bættum flugsamgöngum og eru í mörg- um löndum þýðingarmikil tekju- lind. Áætlað er, að í fyrra hafi túristar eytt sem svarar 550 milljörðum króna. Evrópubúar ferðast mest til út- landa af öllum þjóðum. Það er nú orðið svo ódýrt að fara með ferðaskrifstofum frá Norður- löndum til Mallorka eða Spánar, að það er í hvers manns getu og fólk flykkist þangað umvörpum. Eins og sakir standa laðar ítalía að sér flesta ferðamenn, en í öðru sæti er Spánn. Þriðjungur af öllu ferðafólki frá meginlandi Evrópu notar eigin bíl til utanlandsferða- laga og langmestur hluti þess fólks eru Þjóðverjar. sér lærin svo og svo hátt upp, heldur verði að draga athygl- ina að þeim með allrahanda skreytingum, keðjum og bind- um, svo sem sýnt er hér á myndunum. Það fylgir með sögunni, að þessi nýbreytni geri þeim stúlkum, sem hafa verið svo ólánssamar að fæð- ast með lærum og hnjám, sem ekki eru eftir aldarinnar smekk, fært að tolla í stutt- pilsatízkunni. Á blaðamanna- fundi með BÍTLUNUM ggjft laðainannafundir með Bítlunum þykja jafnan með hinum skemmtilegustu viðburðum, enda eru Bítlarn- ir annálaðir fyrir sín snöggu og oft og tíðum launfyndnu tilsvör. Tökum sem dæmi blaðamannafund, sem haldinn var í Glasgow nýlega, en þar ætlaði fyrrverandi fegurðar- gyðja, Chaterine Spencer, að spyrja Bítlana spjörunum úr. Fundurinn æxlaðist á þann veg, að Chaterine fékk aldrei að komast að vegna málæð- is í Bítlunum. Meðal annars bar slipsi Páls á góma og kom Jón þá m.a. með þessa athuga- semd: „Heyrðu annars, Paul — heldurðu að hún mamma þín sakni ekki gardínunnar sinnar?“

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.