Vikan


Vikan - 15.12.1966, Qupperneq 26

Vikan - 15.12.1966, Qupperneq 26
Eins og pöddur... Framhald af bls. 21 tekinn að rannsaka skaðann á- samt Guizzardi. Það var ýmis- legt beyglað og brotið, en hið eina alvarlega sýndist vera, að annar armurinn sem studdi við aftur hásinguna var kengboginn. Varadekkin, sem þeir höfðu eins og hala aftur á bílnum, hafði dregið merkilega mikið úr öllum höggum. Nú kom lögreglumaðurinn aft- ur á harðaspretti og á eftir hon- um hópur járnbrautastarfs- manna. Hann byrjaði með að halda langa ræðu um undursam- lega og yfirnáttúrulega björgun ítalanna, og hófst síðan handa um aið skipuleggja björgunar- starfið. Síberarnir létu hendur standa fram úr ermum. Þeir réttu Itöl- una við með köðlum og gerðu svo á svipstundu brú undir hana skáhalt aftur upp á bakkann, sem hún hafði komið frá. Á mjög stuttum tíma var verkinu lokið og þeir drógu bílinn á sjálfum sér aftur upp. Innan þriggja tíma frá því óhappið varð; tók Guiz- zardi aftur í startsveifina. En vélin fór ekki í gang. Olían hafði flætt um hana alla, og Guizzardi varð að rifa hana meira og minna í parta til að hreinsa hana svo 26 VIKAN 50-.tbl:... hún færi í gang. En hann var ekki ánægður, þótt hún gengi. Hann krafðist þess að fá að fara nákvæmlega yfir hana alla, hvað hann siðan gerði á tveimur tím- ur tímum. Klukkan tvö um dag- inn var Italan loks ferðabúin á ný. Þeir héldu aftur þangað sem þeir höfðu farið út af teinunum. Nú voru tveir farþegar enn með- ferðis, stórhrifnir hugsjónamenn úr hópi járnbrautarverkamanna, og þeir hengdu sig aftan á bílinn svipað og þjónar fína fólksins á hestvögnunum til forna. Þeir héldu áfrarp svona fjölmennir, og undir kvöld voru þeir komnir langleiðina til Tankhoy, þegar brautarhliðvörður kom þjótandi, patandi út í allar áttir. ■— Af sporinu, lestin frá Tankhoy er að koma. Hún er þegar lögð af stað! Þeir beygðu út fyrir, en fram- hjólin festust ofan á milli þver- planka. Járnbrautarstarfsmenn- irnir og lögregluþjónninn þutu til og settu planka við framhjólin, svo var reynt að ýta. En þetta var vonlaust, það myndi þurfa að lyfta bílnum. Það hvein í eim- pípu lestarinnar. Mennirnir ráku rafta undir bílinn og reyndu að vega hann upp. Allir voru komn- ir út úr honum nema Barzini, sem var þjáður af bruna í andliti og víðar,- Lestin var nú sjáanleg. — Stökktu! hrópáði þrinsinn. En Barzini var sem lamaður. — O, híf þá! öskraði Borghese, og í annað sinn þennan dag sýndi hann ofurmannlegan mátt, þegar hann lagðist af sliku afli á raft- inn, sem hann notaði fyrir vogar- stöng, að Italan tókst á loft og rann út fyrir teinana. Lestin þaut hjá. Þetta var sóða- leg flutningalest. Barzini lét þess getið, að svona hjallur gæti ekki orðið þeim að grandi. En Borg- hese ók þeigjandi upp á teinana aftur og áfram til Tankhoy. Þar fréttu þeir, að héðan í frá myndi ekki koma til svona óvæntarar lestarkomu, því Italan hefði verið tekin með í lestaráætlunina og hefði héðan í frá sinn ákveðna tíma með fullum rétti fyrir öðr- um járnbrautarlestum. En Borg- hese hafði fengið nóg, og hökt- ið fór ekki vel með bílinn. Hann ók bílnum um borð í ísbrjótinn Baikal, kvaddi 'Síberana þrjá og milli klukkan þrjú og fjögur næsta dag ók hann aftur frá borði og ætlaði að komast til Irkutsk, 60 mílur, þann dag. Það hellirigndi, allt var sleipt og gljúpt af aur og vatni, svo féll myrkrið á og loks festist bíllinn. Þar sátu þeir, þar til hópur manna frá Irkutsk kom utan úr myrkrinu, undir forustu Radio- noff, sem kynnti sig sem formann rússnesku Peking—París nefnd- arinnar. Frekari kynningar var ekki þörf. Radionoff og menn hans losuðu Itöluna og vísuðuj ítölunum veginn á brúklegan veg, og veizlan sem heim var búin um kvöldið var ekkert hálfkák. En í dögun næsta morgun hélt Borg- hese áfram, þótt bæði Guizzardi og Barzini hefðu kosið að hvíla sig þann dag í Irkutsk. Borghese lét sér fátt um sín brotnu rif finn- ast. En þeir Frakkarnir voru heldur rólegri í Irkutsk. Þeir nutu þar dýrðlegra veizlna tvo næstu daga, og De Dion áhafnirnar gerðu sitt bezta til að lappa upp á bílana. Eitt og annað þurfti að gera, yf- irfara vélarnar, skipta um kúpl- ingsdiska og svo framvegis. God- ard hafðist fátt að og lét lítið yfir sér, hann hafði áhyggjur, aldrei þessu vant. Það var eitthvað orð- ið athugavert við kveikjuna á Spijkernum; hún snerist að vísu en gaf daufan straum, og skakka hásingin eftir flumbruganginn í ánni Iro hafði ekkert lagazt með tímanum, fyrir utan að hvassir steinar höfðu sett gat á hásing- una og olían lak út. Godard var hræddur um að eyðileggja öxul- inn að keyra á honum olíulaus- um, svo að hann gerði sér tappa úr hráu beikoni og rak þá fasta í götin með trétittum. Þessir tapp- ar héldu að vísu olíunni, en hon- um var fullljóst, að þetta var að- eins til bráðabirgða. En hann missti ekki trúna á hið góða í meðbræðrum sínum: Hann sendi ALLTAF BEZTA LAUSNIN EINKAUMBOÐ FYRIR ILFORD LJÚSMYNDAVÖRUR: HAUKAR HF. GARÐASTRÆTI 6 - SÍMI 16485 - PÖSTHÓLF 1006

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.