Vikan


Vikan - 15.12.1966, Qupperneq 27

Vikan - 15.12.1966, Qupperneq 27
HvKv?sn,(i,|^onica nu sigurfor um landið? EEmatic VS ' Vegnaþessað IConÍca býður alla kosti vandaðra myndavéla fyrir ótrúlega gott verð GEVAFÓTÓ Austurstræti 6 22955 SKODIÐ STRAX Konica EEmatic Jacobusi Spijker skeyti og bað um eitt og annað, sem hann til- tók af varahlutum — ásamt manni, sem gæti sett þá rétt í bíl- inn á rétta staði! Og fullur bjart- sýni á málalok umleitunar sinn- ar við bílakónginn gaf hann sig hátíðahöldunum á vald .... Kampavínið var gott í Irkutsk. Framhald í næsta blaði. Bílaprófun... Framhald af bls. 9. mælar og ljós, en hægt er að fá Saabinn vel mælum búinn frá verksmiðju gegn aukagjaldi, og það er meira en flestir aðrir bjóða upp á. Sömuleiðis er hægt að fá stýrishjól úr járni með tréhring utan um, eins og þeir kváðu vilja hafa þau í rallíum erlendis, það þykir sumum fall- egra en mér ekki. Nokkur á- galli þykir mér, hve djúpt mað- ur situr í SAAB, en það er í sjálfu sér atriði, sem vaninn eyðir fljótlega, og sama er að segja um það, að bæði stýrið og fótstigin eru nokkuð skakkt fyr- ir, svo í rauninni situr maður ekki beint fyrir ökustefnunni. — Hins vegar er all vel hátt undir loft bæði aftur í og fram í, þrátt fyrir egglagið, og kemur það sem plús móti þeim mínus að sitja lágt. Hanzkahólfið er í minna lagi en skottið heil hít og opnast vel; svo er hægt að fella niður aftur sætisbakið ef menn þurfa til dæmis að flytja með sér spýtur eins og kemur fyrir íslendinga. Galli er hins vegar, að varadekk- ið er undir gólfi farangurs- geymslunnar, svo hana verður að tæma, ef springur. Miðstöðin er góð, og til kosta má telja að hún gefur einnig blástur á fremri hliðarrúður. Gírskipting er á stýri, létt og lipur, þótt ef til vill mætti gír- stöngin vera vitundarögn lengri. Gírarnir eru fjórir, alsamstilltir. Þar við bætist, að SAAB býður upp á fríhjólun, sem vinnur þannig að bíllinn heldur ekki við, t. d. niður brekkur. Þetta kemur til góða fyrir bensínreikninginn, en hætt er við, að bremsuvið- haldið svari þar nokkuð á móti. En hjá þeim, sem kunna að nota fríhjólunina réttilega, hafa hana á aðeins þegar við á, getur þetta verið bæði sparnaður og þæg- indi. Fyrir þá sem þurfa mikið að flýta sér, getur vel munað um að þurfa ekki að kúpla til að sekúndubrotið sem sparast við skipta niður og fá meiri orku, en slíkar æfingar gerir fríhjól- unin kleifar.' Bremsurnar á Saab eru sagð- ar góðar, en eru að okkar dómi full þungar. Að framan eru disk- ar, en venjulegar skálar að aft- an. SAAB hefur frá upphafi ver- ið með tvöfalt bremsukerfi, þannig að þótt eitt rör springi til dæmis, eru bremsur á tveim- ur hjólum, og það er mikill kost- ur. Bremsukerfið er í kross, þannig að hægra framhjól og vinstra afturhjól eru á sama kerfi og öfugt. Flestir aðrir bílar með tvöfalt bremsukerfi hafa framhjólin saman og afturhjólin saman; ég hef tilhneigingu til að halda, að það væri öruggara, því þegar bremsað er á mikilli ferð, leggst allur þinginn yfir á framhjólin, þannig að bremsu „effekt“ frá afturhjólum verður til þess að gera mun minna. Við það hlýtur bíll, sem t.d. bremsar á hægra framhjóli og vinstra afturhjóli að snarast yfir til hægri, þar sem þunginn hvílir aðallega að framan. En hvað um það, betri eru vondar bremsur en engar, tvöfaldakerfið hlýtur alltaf að vera til bóta. Að utan er SAAB misfallegur. Sumum þykir hann ljótur, öðr- um fallegur, en flestir munu því §ammála, að hann er mun fall- egri aftan til en framan. Grilhð hefur alla tíð verið eitthvað klaufalegt á honum; því var breytt þegar árgerð ’65 leit dagsins ljós, en stór spurning, hvort breytingin var til nokk- urra bóta. Hitt er svo annað mál, að egglagið gerir mjög litla loftmótstöðu og kemur þannig út með hagstæðari bensínreikn- ing og minna orkutap. Kostir SAABsins eru að mín- um dómi þessir: Hann er mjög traustbyggður og hlýtur að vera hagkvæmur í rekstri. Galla tel ég hins vegar að hann skuli ekki vera frískari — og á ég þar við þann mótor sem er örugglega hagkvæmari í rekstri, tvígengis- mótorinn, að bremsurnar skuli ekki vera léttari, að stöðugleiki hans í beygjum skuli ekki vera sá sem státað er af, að framrúð- an skuli vera svona mikil bora, að sætin skuli ekki vera betri. Ef ég ætlaði einungis að kaupa mér skemmtilegan bíl til að selja aftur eftir eitt eða tvö ár, myndi ég ekki fá mér SAAB. En ef ég ætlaði að fá mér öruggt verk- færi, sem entist von úr viti og væri líklegt til að vernda mig í árekstrum og slíkum skakkaföll- um, myndi ég hugsa mig um oft- ar en tvisvar, áður en ég gengi fram hjá egginu góða — SAAB. -S Dey ríkur... Framhald af bls. 25. — Þú hefðir getað varað mig við Andrews líka, sagði Craig. — Bara til að sýnast. Hver kom hon- um annars í okkar þiónustu? — M.1.5, nóungi í Aden fann hann. Brezkur þegn í kröggum staddur og allt það. Hann lét okkur hafa smávægilegar upplýsingar — smávægilegar, en þær gáfu góð fyrirheit. — Hvaðan? spurði Grierson. — Rússlandi, sagði Loomis. — Hann komst á skip í Odessa 1962. Fór með það til Kína til að brjóta það niður. Hann hafði aug- un og eyrun opin. Upplýsingarnar 50. tbi. VIKAN 27

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.