Vikan


Vikan - 15.12.1966, Blaðsíða 32

Vikan - 15.12.1966, Blaðsíða 32
ið þar biðjandi, þangað til svit- inn draup af enni hans. Þegar hann var búinn, kyssti hann krossinn. — Ó, ef ég aðeins gæti lesið, sagði hann við hana, og opnaði Biblíuna. — Til hvers? — Til að geta lesið orð Drott- ins. Hann gæti sagt mér hvað ég á að gera, ef ég væri læs. — Gera? Við hvað? hafði Henný frænka spurt, en hann neitaði að svara því. Ef ég hefði vitað hvað það var, sem í raun og veru byltist innra með honum, hefði ég selt hann strax til Georgíu. En, eins og ég sagði þér, kom þessi árás frá hans hendi gersamlega flatt upp á mig. Það er fyrst núna sem ég sé þennan atburð greinilega fyrir mér. Það var síðdegis á þriðjudegi. Ég var að koma inn, eftir að hafa verið í heimsókn hjá nágrönnunum, mig minnir að það hafi verið tautaði eitthvað fyrir munni sér Fields fjölskyldan, manstu ekki eftir þeim? Elzta barnið þeirra var með skarlatssótt. Caroline kom til dyra, og ég fór úr frakk- anum og tók af mér hattinn. 32 VIKAN tbl- Jólamatur Rjúpur. 6 rjúpur eru þerraðar mjög vel, ósaltað svínaflesk (spekk) bund- ið um þær, en sú hliðin, sem að fuglinum snýr, er söltuð. Líka mó stinga ræmu af spekkinu inn ó milli himnunnar og bringukjötsins. Brúnið IV2—2 matsk. smjör í potti (notið smjör en ekki smjörlíki) og steikið við lítinn hita þar til fuglarnir eru brúnir á öllum hliðum. Notið tré- sleifar til að snúa fuglunum, svo að kjötið særist ekki. Hellið 3—4 dl. dökku soði eða vatni, blandað til helminga með rjóma, yfir rjúp- urnar og bætið nokkrum sveskjum í soðið. Ausið soðinu oft yfir, og hafi spekksneið verið bundin yfir, á að fjarlægja hana þegar rjúp- urnar eru steiktar til hálfs, svo að fuglarnir verði fallega brúnir. Rjúp- urnar þurfa u.þ.b. klukkutíma suðu, en með því að stinga spekknálinni í kjötið, má finna hvort það er orðið meyrt, því að ekki má sjóða svo lengi, að það detti frá beinun- um. Fuglarnir teknir úr soðinu, sem er síað og e.t.v. þynnt með dálitlu kjötsoði. 2 matsk. hveiti hrært út í vatni og hrært í soðið, ásamt 2—3 dl. af þykkum rjóma. Svolítið rifsgelé sett í síðast. Sé óskað eftir sterkri sósu, má setja dálítið af hakkaðri lifur úr rjúpunni í sósuna. Fylltur kalkún. Kaupið kalkúninn tilbúinn til steikingar. Fyllingin er gerð þannig: Lifur, fóarn og hjarta hakkað sam- an, ásamt 200 gr. af svínakjöti og 2 laukum. Ca. V2 franskbrauð bleytt í mjólk og sett saman við, vætt með 1 eggi og rjóma, þar til hæfi- lega þykkt deig verður úr. Krydd- að með salti, hvítum pipar, sellerli og e.t.v. nokkrum matsk. af koníaki. Spekkið fuglinn og leggið hann með bringuna upp I ofanskúffuna, en brúnið fyrst dálítið smjör í henni. Ausið því oft yfir fuglinn og bætið soði í, ef það verður of brúnt. Fallega brúnn verður kalkúnninn, ef hann er öðru hverju penslaður með bræddu smjöri. Spekkið er tek- ið af, áður en hann er fullsteiktur, en virðist fuglinn ætla að verða of brúnn, má leggja það yfir aftur. Eins má leggja tvöfaldan, votan smjörpappír yfir fuglinn. 25 mín. eru reiknaðar á hvert kg., en sting- ið í fuglinn, þegar þið haldið að hann sé að verða búinn, því að hann verður of þurr, ef hann er steiktur of lengi. Síið soðið og bæt- ið soði í ef með þarf, berið það þannig með fuglinum eða jafnið upp sósu með því. Eplamauk, brún- aðar eða franskar kartöflur, pick- les og grænmeti borið með. Lambahryggur. Góður hryggur er smurður með smjöri og brúnaður í ofni, 2—3 dl. af vatni, sem hefur verið saltað hæfilega bætt á og e.t.v. V2 lár- viðarlaufi, og hryggurinn ausinn nokkrum sinnum með því. Eftir u.þ.b. klukkutíma er hann tilbúinn, en til þess að fá skorpuna vel harða, er gott að hella köldu vatni yfir hana ca. 15 mín. áður en hann er fullsteiktur. Heilsteiktar nautalundir. 1 V4 nautalundir eru hreinsaðar vel, himnur og sinar skornar burt og kjötið þerrað vel. Gott er að binda um þær með sterkum hörþræði, svo að kjötið haldi laginu betur. Brúnið 2—3 matsk. smjör í þykkum potti og steikið kjötið þar I, þar til það er jafnbrúnt á öllum hlið- um. Snúið því með trésleifum, svo að ekkert af safanum fari út. Bætið 2 tsk. ,af salti, V4 tsk hvítum pipar og 2—3 dl. af góðu kjötsoði í og látið malla í 20—30 mín. þannig að lokið þeki pottinn ekki alveg. E.t.v. þarf það lengri suðu, en það fer dálítið eftir því, hve lengi kjöt- ið hefur hangið' áður. Það á að vera gegnsteikt, en rautt innan í. Síðið soðið og bætið dálitlu af mad- eira í og berið það með kjötinu, ásamt djúpsteiktum kartöflum eða brúnuðum og grænmeti eftir smekk. Béarnaise-sósa þykir mjög góð með nautakjöti. Bandið er tekið af kjöt- inu, áður en það er borið fram og venjulega er það skorið í sneiðar á fatið. Kjötið má spekka á ýmsa vegu, t.d. með 100 gr. af ósöltuðu svínafleski, sem dýft hefur verið í salt og hvítan pipar, eða 50—100 gr. bacon, eða reyktri tungu, skor- inni í ræmur, eða 150—200 gr. sveppum. Sé spekk, bacon eða tunga notuð er bezt að nota spekk- nálina og þræða gegnum kjötið, en séu sveppirnir notaðir, er gerð hola með nálinni eða hnífsoddi og þeim stungið í kjötið. Fleskræmurnar eru alltaf þræddar eftir kjötinu langsum. Fylltar svínakótelettur. 6 þykkar og ekki of feitar svína- kótelettur, salt, pipar, 2 matsk. smjör, epli, sveskjur, 3 matsk. rjómi eða rauðvín, e.t.v. nokkrir sítrónu- dropar. Sveskjur og epli lögð í bleyti yfir nótt, nema eplin séu ný, þá eru þau flysjuð og skorin í bita. Steinarnir teknir úr sveskjunum. Skorið í kóteletturnar þversum inn að miðju, ávextirnir látnir í skurð- inn, sem svo er lokað með tré- pinna. Steiktar við lágan hita, svo að þær nái að gegnsteikjast, ca. 6 mín á hvorri hlið. Stráið salti og pipar á um leið og þeim er snúið við. Raðað á heitt fat, rjómanum eða rauðvíninu hellt á pönnuna og suðan látin koma upp og síðan hellt yfir kóteletturnar. E.t.v. má kreista nokkra dropa úr sítrónu yfir hverja kótelettu áður en sósunni er hellt yfir. Hamborgarhryggur. Ef hryggurinn er saltur, þarf hann að liggja í vatni í nokkra klukkutíma áður en hann er soðinn. Þá er hann settur í kalt vatn og soðinn við fremur lítinn hita í 45 mín. Gott er að sjóða hann í vatni og rauðvíni til helminga, en spara má vínið með því að sjóða hann fyrst í vatninu (e.t.v. með örlitlum sykri í ca. 1—2 matsk.) og setja hann svo inn í ofn og hella yfir hann rauðvíninu og sjóða í 15 m(n., en ausa víninu oft yfir á meðan. Þegar hryggurinn er soðinn er himnan tekin af, en sé hann settur inn ! ofn, á að taka hana af á undan, eins sé hryggurinn þakinn glassúr, en það er gert þannig, að púðursykri eða hvttum sykri er stráð yfir hrygginn (þrýstið sykrin- um á, svo að hann tolli) og hann settur í vel heitan ofn í 10—15 mínútur. Sé hryggurinn glaseraður má bera með honum rauðkál og brúnaðar kartöflur, en annars soðið grænmeti og óbrúnaðar kartöflur. V__________________________________________________________________________________y
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.