Vikan


Vikan - 15.12.1966, Síða 40

Vikan - 15.12.1966, Síða 40
/RAFMAGNS HEIMILISTÆKI 'hentug TIL JOLAGJAFA Hrærivélar Braudrista r Avaxtapressur , Kaffikvarnir fltr' \ LH'arÞurrkur \°g fi* endurnýjað sálarkrafta sína að sjá listaverk sínýrri s|ón.' Ymsir menn halda því frqm að list eigi ekki að útbreiða, hún eigi að „fá að vera í friði". Þetta er athyglisverð kenning og um margt rétt. En frá þessari kenningu hefur algerlega verið horfið, og raunar óhugsanleg í framkvæmd nema stöðva aðra þróun samtímis. Rudolf Serkin sagði mér einu sinni á blaða- mannafundi: Gallinn á grammófón- plötunni er sá að hún er alltaf eins. Að nokkru leyti má segja hið sama um eftirprentanirnar. En þótt ég sé fylgjandi út- breiðslu listar í bókum og eftir- prentunum, þýðir það auðvitað ekki að útbreiða eigi vonda list. Fólk getur treyst að þær myndir sem við prentum eru ekkert rusl, ekki verk unnin af kunnáttulausum bullurum. Ég er nefnilega þeirrar skoðunar að listkynning sé mikið ábyrgðarstarf, og ég tek mitt starf alvarlega. Þú skalt ekki geta sagt um mínar eftirprentanir að mynd- irnar séu valdar með metsölusjón- armið, léleg verk líkleg til sölu til fólks með lágan smekk. Og þú skalt heldur ekki geta sagt það um kon- serta Tónlistarfélagsins að þar sé komið til móts við fólk með lágan og lélegan smekk, og ekki um mín- ar bækur að þær séu prentaðar til þess eins að græða á þeim fé. Við lítum á okkar listkynningu fyrst og fremst sem tilraun til að lyfta unga fólkinu á hærra stig, og við skríðum ekki niður til þeirra sem hafa lág- kúrlegastan smekk að bjóða þeim að koma til móts við þá. Við eigum ekkert erindi við þá sem hafa slæm- an smekk annað en kenna þeim. Það eru aðallega ábyrgðarlausir kaupsýslumenn og vondir stjórn- málamenn sem lifa á hinum óþrosk- uðu, útbreiða vondan smekk og hafa lágar hugmyndir um forustu- hlutverk mannsins. Valdataka þeirra þýðir allstaðar að lotið er að lágu. Kiósandinn sem hægt er að hræða eða blíðka er þeirra mað- ur. Og hann má ekki styggja. Hans smekkur er tekinn gildur, og hann útbreiddur sem staðreynd. Þess- vegna er þrátt fyrir allt svo hroða- leg öfugþróun á mörgum sviðum, fólki víða beinlínis hrakað andlega, mitt í auðæfum þess. Eg hef alla tíð reynt að halda mér fast í þá gömlu góðu kenningu að maðurinn eigi að borða til að lifa, en ekki lifa til að éta. Og hið sama gildir um andleg mál. Jæja, ekki mundi ég sjá eftir þó eftirprentunum fækkaði eitthvað. MaSur kemur í skóla og opinberar byggingar og maður kemur á heim- ili og sér Sumarnótt Jóns Stefáns- sonar, þessa fugla sem stinga sam- an nefjum í leiðinlegri symetriu og maður sér Fjallamjólk Kjarvals, sem er auðvitað miklu betri mynd, en ef ég á að segja fyrir mína parta, þá er ég orðinn svo yfir mig leið- ur á þessum myndum, sérstaklega þó Jóni, að þótt þú gæfir mér fyr- irmyndina, þá mundi ég ekki nenna að hengja hana upp. Öll merkustu málverk heims hafa verið prentuð í milljónaupplögum og send Um allar jarðir, enda mæt- irðu þeim alls staðar, á öllum hótel- herbergjum, öllum búðargluggum, öllum stofnunum og heimilum um víða veröld. Ekki hef ég heyrt talað um það að „Grái hesturinn" eftir Gauguin hafi þurft að biðja fólk afsökunar á nærveru sinni, en það mun vera ein þeirra mynda, sem viðast er á vegi fólks. Ég hef hins- vegar eftirprentanir af Sumarnótt og Fjallamjólk hjá mér á skrifstof- unni, og þær eru hjá þremur kunn- ingia minna, sem ég sæki oftast heim, og alveg nýlega kom ég á heimili bróður míns fyrir austan fjall og þá voru þær báðar þar, og ég lyftist upp af gleði af að hitta þær í mínum fæðingarstað og fannst þær óvenjulega fallegar þar. Þetta held ég að sé rétt afstaða til góðra listaverka, en ekki nöldur yfir því að sjá þau. Nú væri auðvitað vandalaust fyrir mig að taka þær ■ niður á skrifstofunni minni og hengja aðrar í staðinn. En ég tími þvi ekki. Ég spegla minn innri mann í þeim alla daga og þær hafa svo- lítið eftirlit með mér, að ég legg- ist ekki of lágt. Og ég hika ekki við að segja að ég er hvorki svo eigin- gjarn að ég geti ekki unnað öðrum að njóta þeirra líka né svo ósjálf- stæður að finnast minna til um það sem aðrir eiga með mér. Annars er það enn annað og þýð- ingarmeira, sem fyrir mér vakir með eftirprentun málverka. Þau eru skóli fyrir unga fólkið, sem með engu öðru móti er hægt að byggja upp. í mínu ungdæmi var orgel til á öðru hverju heimili austan fjalls. Og víðast var fólk sem öðru hverju greip ( hljóðfærin og heimilisfólkið tók undir, að veita sólskini um dimmar skammdegisstofurnar. Þetta er nú orðið sjaldgæft, og langt þangað til það kemur aftur. En myndirnar koma að nokkru leyti í staðinn. Þær flytja andlegt líf inn á heimilin með nákvæmlega sama hætti og bækur, og tónlistin í út- varpinu. Ég veit mjög vel að ýmsir ungir málarar hafa ekki enn áttað sig á því að hlutverk eftirprentan- anna er að rækta jarðveginn fyrir þá, þroska fólk, að það geti á unga aldri meðtekið nýja góða list. Þú tilheyrir þessum hópi enn. En lífið mun smákenna þér að losa þig við barnalega fordóma. Mál- verkið sjálft nær enn ekki almennt til fólksins. Heimurinn er enn svo fátækur og fjölmiðlunin er ein af leiðunum að fegra hann. Láttu blað- ið þitt stuðla að því að fjölmlðlun- artækin verði tekin úr höndum stjórnmálamanna og fengin öðrum og ábyrgari mönnum. Þá mun aftur morgna. Nú grunar mig að menningar- vitinn sé á hálum ís. Ég held að of mikið megi gera af öilum hlutum, Ragnar, og allt sé bezt í hófi, líka góð listaverk. Ég sagði hér að framan að til væru menn, sem teldu að listina æfti ,,að láta í friði". Sá snjalli mað- ur sem þetta er haft eftir, benti á lyngið, einn hinn fegursta gróður sem til er í íslenzku landslagi. Lyng- ið þolir engan áburð né umönnun af neinu tagi. Þú mátt aðeins sýna þvi hörku og afskiptaleysi, þá ber það fegurstu blóm og ber, annars deyr það. f raun og veru eru þessi orð eins og töluð útúr hjarta mínu. En það væri barnaskapur á 20. öldinni að haga sér eftir þessum ráðleggingum, þar sem eitt leiðir af öðru. Ef til vill ætti málverkið að fá að vera í friði, eitt fyrir sig lokað inni um aldur og ævi á Hólsfjöllum eða Capri, enginn vita um það, eng- inn njóta þess. Handritin af Njálu geymd á Árnasafni, sem jafnvel enginn Dani getur vísað þér á hvar sé í heiminum. Bezta prentun sem gerð hefur verið af Njálu er varla meira en skugginn af handritinu og mjög ósambærileg frumgerð og eftirprentun af Fjallamjólk. Á okk- ar öld hraða og tækni verður list- in að verja sig. Hún verður meira að segja öðru hverju að hefja sókn. 40 VIKAN 50-tbl-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.