Vikan


Vikan - 15.12.1966, Blaðsíða 52

Vikan - 15.12.1966, Blaðsíða 52
HVADA JAPÖN SK MYNDAVÉL ER FULLKOMNUST í DAG? MIDAD VIÐ VERÐ ER ÞflD I Korsica Auto vegna þess aö hún hefur nýja gerö af filmuspólu. NO eru mistök í filmuþræöslu 35 mm filma úr sögunni Linsa Hexanon, Ijósop 1,8 Nákvæmur CDS Ijósmælir Fjarlægöarmælir Sjálfvirk, eöa hraöi 1:500 sek. IgEVAFÓTÓ Austiirstræti 6 s/m/ 22955 ekki meiri maður en þetta. Þeir menn eru líka til sem halda því fram að þú snobbir niður á við. Að sjálfsögðu gengur þetta eins og annað, upp og niður, á víxl. Eg er orðinn skelfilega þreyttur á manninum sem óseðjandi neytanda, en stjórnmálamenn og kaupsýslu- menn (þó ég heyri þeirri stétt til), snúa sér oftast að manninum sem slíkum. Maðurinn sem neytandi er í mínum augum orðinn eitt ógnar- legt skrímsli, óseðjandi hít, hund- lejðinleg, siófullnægð skepna. Lífsþægindahungrið á Vestur- löndum er orðið meira vandamál en næringarskorturinn í þróunar- löndunum. Ég nenni ekki að taka þátt í þessum dansi. Ég ætla að fara að búa uppí sveit þegar niður- greiðslunum verður hætt, þessum skollaleik stjórnmálamannanna. En það sem sumir menn mundu kalla að snobba niður á við, það mundir þú ef til vill kalla að snobba uppá við? Það mun auðvelt að rökstyðja, að það sem einn nefnir niður, kall- ar annar upp. Mér er sama hvað upp snýr og hvað niður ef menn meina eitthvað með því. Sem snobbari uppá við eða nið- ur á við eftir atvikum, þá verður þú ugglaust að gera þér far um að láta sjá þig á öllum menningar- samkomum, er ekki svo? Ef þú kallar Skeiðaréttir eða 52 VIKAN 50-tbL flokksmót með dansbandi menning- arsamkomur, þá er ég aldrei þar, ekki síðan ég fermdist. Ef þú átt við frumsýningar eða málverka- sýningar, þá kem ég á þá staði báða þegar hinir forvitnustu hafa lokið sér af. Svo þú ert þá ekki viðstaddur frumsýningar í Þjóðleikhúsinu? Onei, mig vantar miðana. En ég horfi á flesfar sýningar í leikhús- unum. Er það þá ef til vill ennþá fínna að vera ekki á frumsýningu? Það hlýtur að vera, ég er hættur að sækja frumsýningar. Þú gengur í svörtum skyrtum, ekur á jeppa og étur simskeytin sem þér berast. Hvað á þetta að þýða? Svartar skyrtur eru ekki eins skítsælar og Ijósar, eða réttara sagt, það sér minna á þeim. Ég er kerra, plógur og hestur, og hæfir ekki hvít skyrta, nema um helgar. Ég punta mig með því að fara í hvíta skyrtu. Ég las það í bókinni hans Jóns frænda Engilberts að ég æti skeytin mín. Fyrst Jón segir það hlýtur það að vera satt. Nýjar kenningar... Framhald af bls. 23. krossfesta og koma honum aft- ur til heilsu. En þá hafi komið babb í bátinn: Einn hermann- anna, sem sendir höfðu verið til að brjóta bein hinna kross- festu, hafði lagt spjóti sínu í síðu Krists, líklega þá af rælni eða stráksskap, og það sár dreg- ið Jesús til dauða. Schonfield leggur áherzlu á það að þessi útlegging hans á píslarsögunni sér hvorki hugsuð trúnni til tjóns né til að telja mönnum trú um að Jesús hafi verið „ruglaður ofstækismaður." Píslarsagan er, segir hann, saga af manni, sem reyndi að gera göfuga hugsjón — Messíasar- spádóminn — að veruleika. Flestir vísindamenn í Nýja Testamentisfræðum vísa skoð- unum á borð við hugmyndir Schonfields viðstöðulaust á bug. „Flestar þessar hugmyndir eru í rauninni ekki annað en æsi- fréttakennd blaðamennska," segir David Stanley, amerískur guðfræðingur, sem kennir við háskólana í New York og Toron- to. Og biblíuprófessor Vatíkans- ins segir að þetta sé ekki annað en hver venjuleg villutrú. Hettur Framhald af bls. 55. Mátið sniðin og gerið breytingar, ef með þarf. Sníðið eftir þeim saumfars- laust: 2 stk hliðar, 1 stk. koll og 1 stk. skyggni. Sníðið einnig 3\'2 cm breiðan skárenning. Saumið fyrst hliðarstykkin við miðju að aftan og síðan kollinn. Saumið hnappagöt á hliðarnar fyrir sólgleraugun. Saumið skyggnið ef vill, fóðrið það, ef með þarf og bryddið með 2ja cm breiðu skábandi. Þræðið á hettuna. Gangið frá andlitsopinu með ská- renningnum og brjótið inn í hettuna. Brjótið upp innafbrotið að neðan um punktalínuna og tyllið niður í höndum. Pressið hettuna frá röngu. Ef vill má hafa fóður 1 hettunni er það þá sniðið og saumað á sama hátt, nema aðeins látið ná að renningnum í and- litsopinu og efri faldbrúninni að neðan. Taska Framhald af bls. 54. saumið síðan upp hliðarnar á sama hátt og áður. Saumið brúnir hankans saman og heftið síðan nokkrum sinnum á sam- skeytum töskuhanka til styrktar. Fimm dagar... Framhald af bls. 17. Hann sat í miðsæti af þrem. Ferðafélagar hans sváfu mestan hluta leiðarinnar, en honum var ógerlegt að loka auga. Hann vissi, að það var ótrúlegt að nokkuð gæti komið fyrir hann hér í flugvélinni, en augu hans voru galopin og vökul, fylgdust með öllum, hverja sekúndu,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.