Vikan


Vikan - 06.04.1967, Qupperneq 10

Vikan - 06.04.1967, Qupperneq 10
París stóð á öndinni. ítalska stjarnan Eleonora Duse, hafði látið í ljós ósk um að sýna Parísarbúum hvernig leika aetti aðalhlutverkið í Kamelíufrúnni. Þetta var að skora Söruh Bernhardt á hólm, hana, sem hafði leikið hlutverk Marguerite Gautier og fær fram til sigurs fyrir sextán árum, og síðan skoð- að þetta leikrit eftir Dumas sem sína persónulegu eign. En Sarah Bernhardt var kona fram í fingurgóma, og strax þegar hún heyrði þetta, sendi hún skeyti til „La Duse“, og bauð henni sitt eigið leikhús, endurgjaldslaust. Duse féllst á að leika í tíu sýningum á Théatre de la Renaissance, sem var í sambandi við einkaleikhús Söruh. Auðvitað fékk Eleonora Duse konunglegar móttökur í París. En sum blöð- in voru svolítið efunargjörn, þegar talað var um val hennar á hlutverki, hún ætti ekki eingöngu að leika „La signora della camelia", heldur fleiri af þeim hlutverkum, sem Sarah Bernhardt hafði leikið. Fólkinu fannst jafnvel að hin guðdómlega Sarah hefði verið móðguð af þessari leikkonu, sem var fimmtán árum yngri. Spenningurinn jókst og alhr sem vettlingi gátu valdið, vildu komast í Theatre de la Renaissance. Og fólkið varð undrandi; það var ekki gleðikona, sem þessi ítalska leik- kona sýndi þeim í Kamelíufrúnni. Margeuerite hennar var venjuleg kona, í fyrstu hugsunarlaus og örlynd, hún þekkir ekki lífið, talar um heima og geima, án þess að hugsa um það sem hún sagði, látið karlmenn dást að sér og veita sér blíðuhót. En þegar hún stendur andspænis ástinni, breytist hún, rödd hennar verður lágværari, hún verður kyrrlát, löngunarfull. Bros hennar verður ungt, andar frá sér vorblæ. En augun verða dimm. f þeim er hægt að greina vissuna um það hve ástarsælan sé skammvinn. Þetta var allt annar leikmáti, en Sarah Bernhardt hafði haft á þessu hlut- verki. Sarah var tillitslaus frönsk daðurdrós, sem notaði alla klæki til að smjúga að hjörtum áhorfenda. Eleonora Duse sýndi aldrei daðurkennt bros, ekki einu sinni með augngotum. Hún sýndi lífið eins og það var, sorg og þjáningar, kom fólkinu til að finnast að þarna væri blákaldur raunveruleik- inn. Leikur hennar var líkastur hljómlist, og fólkið í áhorfendasalnum fylgdist með. Hún lagði sál sína að fótum fólksins, og allir sem höfðu elskað og þjáðst fyrir ást sína, fannst þeir finna sjálfa sig í túlkun hennar. Theatre de la Renaissance lék á reiðiskjálfi, lófatakið dunaði á móti þess- ari litlu, grannvöxnu ieikkonu á sviðinu. Hún hafði á tveim tímum lifað sig í gegnum heilt mannslíf sálarlegra þjáninga á þann hátt að áhorfendum fannst þeir hafa losnað úr viðjum, það var lækningarmáttur í þessari túlkun. Fólkið fann hlýjuna frá þessari fölleitu konu með milda brosið og hendurnar HIN BRENNANDIKONUSAL HÚN HAFÐI EKKI ÞREK TIL AÐ LEIKA NEMA SEX- TÍU KVÖLD Á ÁRI, OG HÚN VAR ALDREI LAUS VIÐ SÖTTHITA. HÚN VAR SVO UPPGEFIN EFTIR SÝN- INGAR AÐ HÚNSÁ EKKERT OG DAUÐSKELKUÐ EF ÖKUNNUGT FÖLK VAR Á BAK VIÐ TJÖLDIN. OFT VARÐ HÚN AÐ FÁ SÚREFNISGJAFIR TIL AÐ GETA STAÐIÐ Á SVIÐINU.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.