Vikan


Vikan - 06.04.1967, Síða 18

Vikan - 06.04.1967, Síða 18
GKKERT HO GGRK - nnnno ek bídh Brauðstrit á íslandi á útmánuðum 1967. Lórenz tekur við fóðri úr vöru- skemmu Mjólkurfélags Reykjavíkur og raðar pokunum aftan á Scan- iann. Melgerði í Mosfellssvcit. Atvinnutækið stendur á hlaðinu. ■ [) Þegar heimsstyrjöldinni síðari lauk, var Mosfellssveit ennþó sveit í þeim skilningi, sem lengst af hef- ur verið lagður í það orð. Þar var ekki mikið um þurrabúðir nema í kring um Alafoss og ef til vill hita- veituna, sem þó var nýlega komin í gagnið; meira að segja höfðu garðyrkjumennirnir margir hverjir skepnur ennþá. Og 1946 voru byggð eða undirbúningur hafinn að byggingu sjö nýbýla úr Lágafells og Varmárlandi. Kaupfélagið var ekki risið, þaðan af síður greiðasalan og smurstöðin í Þverárholti, Vefar- inn eða Beltasmiðjan, ekki Hlé- garður né Varmárlaug, heldur ekki kóngsvegurinn yfir Jónsteig. Thor Jensen var enn á lífi og bjó á Lága- felli og Sigurjón var á Alafossi. Reykjalundur var rétt að líta dags- ins Ijós. Heimilisdráttarvélar voru enn nýlunda, en gamall, ryðgaður 18 VIKAN 14-tbl- þúfnabani stóð austan undir húsi þar sem lítið bar á í braggahverfinu við Lágafell. Reykjavíkurbær var nýbúinn að leggja undir sig meiri hluta sveitarinnar frá Élliðaám að jarðamærum Korpúlfsstaða og Blika- staða, og braggar og hús hersins stóðu enn þar sem þeim hafði ver- ið komið fyrir í upphafi. Eitt framangreindra nýbýla byggðu foreldrar mínir. Meðan ver- ið var að koma upp húsi þar, feng- um við leyfi til að hafast við í húsi, sem herinn hafði reist í bragga- hverfinu við Lágafell. Þetta var svo sem ágætt hús, en síður en svo hugsað sem íbúðarhús. Enda var það baðhús hjá hernum. Pabbi braut niður baðbásana, sem voru hlaðnir úr vikri, og þannig varð til stórt herbergi, sem ( meira en ár varð okkar vistarvera. Hann dubb- aði upp kompu fyrir eldhús við hliðina. í eldhúsinu var gríðarmik- ið, steinsteypt baðker. Yfir það lagði hann braggahurð langsum, og vandaðri búrkista var torfund- in. En gluggarnir í stofusvefnher- berginu voru svo hátt, að það var seiling upp í gluggakistuna. Nú eru liðin 20 ár, síðan þetta var. Nú heitir húsið Melgerði. Það hefur verið pússað að utan og ein- angrað og frágengið að ihnan, risinu lyft svo nú ^ru þar vistar- verur og það eru komnir gluggar. Það er hlýtt og vistlegt, þar eru 6 herbergi, eldhús, geymsla og búr, og fólkinu sem á það, hefur alltaf liðið vel í því. Húsbóndinn þar heitir Lórens. Nei, fyrirgefið, Lárus Hermannsson heitir hann v(st. En það kannast enginn við nema skatturinn og þjóð- skráin og allra sfzt hann sjálfur. Hins vegar hlaut hann f skírninni suður í Slésvík nafnið Lorenz og það tollir við hann þótt með ís- lenzkum ríkisborgararétti öðlaðist hann annað nafn — að nafninu til. Hann kom hingað á þessar slóð- ir árið 1949 sem vinnumaður að nýbýlinu Skálatúni. Þáverandi eig- andi þess og sá sem reisti það, Jóhann Kristjánsson arkítekt, keypti þetta hús og gerði að sómasamleg- um mannabústað fyrir Lórens og fjölskyldu hans. Þegar Jóhann féll frá, keypti Lórens húsið af erfingj- unum og gerði það enn betur ( stand, og tók jafnframt við bústjóm á Skálatúni, þegar það varð gert að hæli fyrir vangefin börn. Því starfi gengdi hann til ársins 1960, að hann tók að sér mjólkurflutn- inga fyrir Mosfellssveit, og því starfi gengdi hann til síðustu mánaðar- móta, að hann hætti og hyggst nú

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.