Vikan


Vikan - 06.04.1967, Page 23

Vikan - 06.04.1967, Page 23
HUIKULT FRAMHALDS- SAGA 1 3. HLUTI Falskar forhliðar Universal City voru eins og gulnaður pappírsflibbi. Bygging- ar Telepictures voru nýrri en afgangurinn, en virtust eins og af öðrum heimi meðal hrörlegra vínstúkna og óþrifalegra mat- sölustaða, sem voru við götuna. handa mér. Þeim tókst næstum að sannfæra mig um, að ég væri að koma á fætur eftir vondan draum um Sampsonfólkið, og mér hefði verið ósárt um, að Sampsonsfólkið hefði allt saman verið draumur. Ég sýndi honum myndina, sem var áletruð „Fay“. — Þekkirðu þetta andlit? Mér finnst ég hafa séð það áður, og það getur þýtt, að hún sé í kvikmyndum. Mér fnnst hún leikkonuleg. — Þekkirðu hana? Hann rak annað eggið á hol og horfði því blæða gulu út á diskinn. — Ég hef séð hana. Hún var stjarna. — Af hveru lifir hún? — Ekki miklu. Það fer lílið fyrir henni. Hún hefur verið gift einu sinni eða tvisvar. Hann hleypti í sig kjarki og byrjaði að gófla í sig eggið. — Er hún gift núna? — Ég veit það ekki. Ég er ekki viss um, að sá síðasti hafi tekið. Hún hefur ofan af fyrir sér með því að leika aukahlutverk. Sim Kuntz býr til hlutverk handa henni í sínum myndum. Hann var ieikstjórinn hennar í gamla daga. — Er hún stjarnfræðilega sinn- uð? — Getur verið. Hann hjó grimmúðlega í seinna eggið. Hon- um gramdist, ef hann vissi ekki svar við spurningu. — Ég hef séð hana hjá Chasens. Eina vafalaust. Hann skrúfaði upp litla alvar- lega andiitið og tuggði á skakk eins og úlfaldi. - Þý nýtir þér báða helmingana frekjan þín. Fæ ég eitthvað fyrir að þreyta á mér hausinn? — Fimm dollara, sagði ég. — Ég fæ útgjöldin greidd. Frú Cramm lagði yfir mig brjóstin og hellti aftur í bollann handa mér. — Ég hef séð hana oftar en einu snni með enskri gjaldkera- týpu. — Lýsing? — Hvítt hár fyrir aldur fram. Augun blá eða grá. Meðalhár og grannur. Vel klæddur. Glæsileg- ur, þú hefur smekk fyrir öldruð- um kórdrengjum. — Þú veizt að ég hef það. Nokkrir fleiri? Ég gat ekki sýnt honum mynd Sampsons eða minnzt á Sampson. Honum var borgað fyrir að muna nöfn í sett- um. Mjög illa borgað. — Einu sinni, að minnsta kosti. Hún var að borða með feitri ferðamannatýpu, sem var klædd í tíu dollara seðla. Hann var svo puntaður, að það varð að hjálpa honum út. Það var fyrir nokkr- um mánuðum. Ég hef ekki séð hana síðan. — Og þú veizt ekki hvar hún á heima? — Einhvers staðar fyrir utan borgina. Það er fyrir utan mitt svið. Þar að auki hefurðu fengið fimm dollara virði. — Ekki skal ég prútta um það, en það er eitt enn. Er Sim Kuntz að vinna núna? — Hann er eitthvað að gaufa hjá Telepictures. Hún gæti verið þar. Ég hef heyrt, að þau séu eitthvað að gera. Ég rétti honum seðilinn. Hann kyssti hann og bjó sig til að nota hann tl að kveikja sér í sígarettu. Konan þreif hann af honum. Þeg- ar ég fór, voru þau að elta hvort annað umhverfis eldhúsborðið, og hlógu eins og tveir glaðir brjálæðingar. Leigubíllinn beið mín fyrir framan blokkina. Ég lét hann flytja mig heim og tók að pæla gegnum símaskrárnar fyrr Los Angeles og nágrenni. Fay Easta- brook var ekki skrifuð fyrir síma. Ég hringdi til Telepictures í Universal City og spurði um Fay Estabrook. Símastúlkan vissi ekki, hvort hún væri á staðnum; hún varð að spyrjast fyrir. í litlu kvikmyndaveri þýddi það, að Fay var örugglega aflóga að því er laut að kvikmyndaleik. Stúlk- an kom aftur í símann. — Ung- frú Estebrook er hér, en hún er að vinna sem stendur. Get ég tek- ið .skilaboð. — Ég ætla að koma. Á hvaða sviði er hún? — Númer þrjú. — Er Simeon Kuntz leikstjór- inn? — Já. Þér verðið að hafa vega- bréf til að komast inn. — Ég hef það, laug ég. Áður en ég fór, var ég svo grunnhygginn að taka af mér byssuna og hengja hana í skáp- inn í anddyrinu. Það var óþægi- legt að hafa þessar ólar á sér á heitum degi, og ég bjóst ekki við að þurfa á henni að halda. í skápnum var poki með illa förn- um golfkylfum. Ég fór með hann út í bílskúrinn, og kastaði hon- um aftur í bílinn minn. Falskar forhliðar Universal City voru eins og gulnaður papp- írsflibbi. Byggingar Telepictures voru nýrri en afgang'urinn, en virtust eins og af öðrum heimi rpeðal hrörlegra vínstúkna og oþrifalegra matsölustaða, sem voru við götuna. Gibsveggirnir voru hrófatildurslegir, eins og ekki væri ætlazt til að þeir ent- ust. Ég lagði bílnum í íbúðahverf- inu við hliðina og draslaðist með golfkylfupokann að aðaldyrum stúdíósins. Tíu eða tólf manns sat í óþægilegum stólum utan við ráðningarskrifstofuna og reyndi að líta svo út, sem það væri eftir- sótt og til nokkurs nýtt. Stúlka í þokkalegum, svörtum kjól, sem hafði verið burstaður og strok- inn svo oft, að hann var orðinn gisinn, fór úr hönzkunum og setti þá á sig á víxl. Ófríð kona sat með ófríða litla stúlku á hnján- Framhald á bls. 48. VIKAN 33

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.