Vikan


Vikan - 06.04.1967, Qupperneq 25

Vikan - 06.04.1967, Qupperneq 25
WILLIAM MANCHESTERj CORYRIGHT 1967 BY.WILLIAM MANCHBSTER 7. HLUTI EINKARÉTTUR Á fSLANDI: VIKAN FORSETA Augu múgsins, sem safnazt hafði saman á flugvellinum, beindust afi aftari dyrum flugvélarinnar, dyrum forsetans. Sliga var ekið að fremri dyrunum, og upp i hann stökk dóms- málaráðherrann án ]iess að eftir honum væri tekið; hann var kominn á leið upp þrepin áður en stiginn var kominn á sinn stað. Hann hljóp inn og í spretti aftur í gegnum loft- skeytaklefann, klefa starfsfólksins og káetuna. Liz Car- penter bar kennsl á hann og rétti út höndina lil að klappa honum á öxlina. Hann tólc ekki eftir henni eða .Tolmson- hjónunum — daginn cftir gat forsetinn þess við einn ráðu- nauta sinna, að Kennedy hcfði ekki yrt á hann — því að hann liafði luigann við það eitt að ná fundi einnar manneskju annarrar. „Lg þarf að lútla Jackie“, lieyrði Liz hann tauta. í stélklefanum fann liann þá, sem hann leitaði að, og tók sér stöðu við hlið liennar. „Hæ, Jackie“, sagði liann hæglátlega og tók utan um liana. „Ég er hérna.“ Nærstöddum varð hverft við; rödd hans var nauðalík rödd hróður lians. Bob Kennedy dró lil liliðar j)last])ilið, sem aðskildi fram- og afturhluta sjúkrahilsins, og spurði: „Rov, hefurðu frétt að þeir eru búnir að handsama náunga þarna í Dallas?“ Roy hafði ekki hevrt það. Siðustu tvær klukkustundirnar hafði Lee Oswald verið aðalfréttaefni þjóðarinnar, en af far^- þegunum i 2(1000 vissu það aðeins þeir, sem höfðu horft á sjónvarpið í káetunni. „Það er gott“, sagði Kellerman. „Hann var bara einn.“ „Ég lala við þig á sjúkrahúsinu.“ „Gerðu það“, sagði Bob og dró þilið fyrir. Jacqueline Kennedy sagði við hann. „Ég vil enga útfararstjóra. Ég vil að flotinn sjái um þelta allt.“ Ilann hað McHugh að koma því í kring. Siðan barst talið að hinum og þessum atriðum, liklegri framtíð ráðunauta Kennedys, töfinni á Love-flugvelli, þætti McHughs i þeim atvikum og skýringunni, sem nýi for- setinn hafði þá gefið. „Hann sagðist hafa talað við þig. Bobhy“, sagði Jackie við mág sinn, „og hann sagði að þú hefðir sagt, að hann vrði að sverja forsetaeiðinn strax í Dallas.“ Dómsmálaráðherrann varð steinhissa. Þarna lvlaut að vera um éinhvern misskilning að ræða, sagði liann: hann hafði ekki komið fram með neina slika uppástungu. (Höfundurinn hauð .Tohnson forseta að gera athugasemdir varðandi mis- muninn á framburði þeirra. Hamj svaraði því til, að hann hefði engu að bæta við framburð sinn fyrir Warren-nefnd- inni.) Frú Kennedy hallaði sér upp að kistunni og hvíslaði: „Ó, Bobby ég get hara ekki trúað því að Jack sé farinn.“ Skær augu hennar störðu án afláts yfir öxl hans á grátt glugga- tjaldið, er luin lýsti fyrir honum bilalestinni, morðinu i sól- skininu og eftirleiknum. í tultugu mínútur hlustaði hann þegjandi. Síðar sagði hann svo frá: „Það var svo augljóst að hún vildi segja mér frá þvi, að það skipti ekki máli livort ég vildi heyra það.... Ég lmgleiddi elcki hvort ég vildi heyra það eða ekki. Svo að hún sagði söguna á enda.“ Hann hlustaði þvi á söguna af öllum skclfingunum i Dallas, án þess að sýna nokkur svipbrigði eða gera athugasemdir, hlustaði einungis á söguna, sem þýða, lítið eitt hása röddin sagði lionum yfir líkkistuna. SEXTÁNDI kafij. .Tean Kennedy Smilh slóð við gluggann á lurníhúðinni i Belhesda-sjúkrahúsi, föstudaginn tultugusta og annan nóv- 14. tbi. VTKAN 25

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.