Vikan


Vikan - 06.04.1967, Blaðsíða 41

Vikan - 06.04.1967, Blaðsíða 41
Þvær, hreinsar og gefur ferskan háratit Þegar æfi líður ó, fölnar æskuljómi hársins. Wellaton gefur hárinu nýjan og forskan blæ og þvær um leið eins og bezta sKampoo. W.cllaTon uppfyllir kröfur allra kvenng, því fjolbreytt litaval gefur konunni kost á að velja sér fagran og' persónulegan hárblæ. weiiafon Heildverzlun: HALLDÓR JÓNSSON H. F. Slml 2399S og 12586 Hafnarstræti 18 upp pappírinn eftir sjálfa okkur! Það voru svertingjar, sem gerðu það. Og þarna fengum við nógan mat, nógar sígarettur. Það eina sem við máttum ekki eiga, það voru rak- vélablöð. Sígarettuteg jndin hét Cap de Cairi, 50 stk. í pakka, og í þeim var rakvélablað sem auglýsing. Og blaðinu urðum við að skila. Þarna lifðum við í hóglífi í fimm, sex vikur. Svo vorum við aftur sett- ir um borð í skip — ég man ekki lengur, hvað það hét. Og við átt- um að fara til Ameríku. Það kvis- aðist, þótt enginn segði það. Það hefði ekki verið hægt að sjúga það út úr skipstjóranum, hvert við vor- um að fara. Við vorum fyrsti hóp- urinn, sem fór til Ameríku. Þetta var langt ferðalag. Fyrst fórum við til Rio de Janeiro í Brasilíu í slipp. Þar er heitt eins og í helvíti. Allan tímann, meðan við lágum þar, feng- um við aldrei að fara upp á dekk, og loftið var eins og í haughúsi. Sumir voru að laumast til að reykja, þótt það væri bannað, og ekki lag- aði það loftið. Hitinn var svo mik- ill, að það voru pollar í kojunum, bara sviti. Og spilin — þau voru okkar eina afþreying á leiðinni, þau runnu sundur af bleytu. Þetta voru svo sem ekki allt góð spil, sum voru bara heimatilbúin, en á þetta spiluðum við bridge, vist og skat, meðan við vorum vakandi. Meðan við lágum á ytri höfninni í Rio, reyndu átta manns að strjúka af skipinu. Þú veizt, hvernig kýr- auga er skrúfað í, það er stórt með teini á, Hjá okkur höfðu teinarnir verið brenndir af. En þeir settu kaðal um róna, spýtu í og sneru upp á, og tókst þannig að skrúfa hana af. Sex komust út, og sá sjöundi var á leiðinni, þegar sá sem var á útkikk kallaði, að vörðurinn væri að koma. Þá kom fát á þann sem við kýraugað stóð, og hann skellti því aftur. Það er beitt eins og hníf- ur og sneið alla fingurna af mann- inum, sem var að fara út, svo hann féll æpandi í höfnina. Um leið byrj- aði skothríðin svo allt ætlaði um koll að keyra — frá landi, ekki frá skipinu. Þetta var þremur dögum eftir að Brasilía gekk í stríðið og þeir lágu með vélbyssur bak við sandpoka um alla strönd, heldur varir um sig með helvítis Þjóð- verjana liggjandi í höfninni. Þeir sem lifðu skothríðina af voru fyrst settir í fangelsi í Brasilíu en komu síðar til Kanada á eftir okk- ur. En þannig stóð á strokinu, að einn þessara stráka var 22 ára og var frá Brasilíu og hafði gengið þar á skóla, en foreldrar hans bjuggu rétt utan við Rio. Hann hafði verið í heimsókn hjá afa og ömmu í Þýzkalandi þegar stríðið brauzt út, og af því að hann var fæddur þýzkur rfkisborgari, var hann tekinn í herinn. Það var náttúrulega erfitt fyrir hann að vera þarna svo að segja heima hjá sér og hafast ekk- ert að. Niðurlag í næsta blaði. Tvíburasysturnar Framhald af bls. 13. hann jarðarförinni um tvo daga, — og fólk tók á sig krók, þegar það fór framhjá búðinni. Jarðarförin átti að fara fram á föstudegi. A föstudagsmorgun var handskrifuð tilkynning í búðar- glugganum: Verzlunin er lokuð vegna jarðarfarar. Nú var þetta farið að ganga fram af flestum þorpsbúum, en afa hlýtur að hafa fundizt að hann yrði nú að þakka fyrir þau hlunn- indi, sem hann einu sinni, fyrir löngu síðan, varð aðnjótandi. Hann sagði ömmu það — það er frá henni sem ég hef þessa sögu, að hann fór, klukkutíma fyrir jarð- arförina, inn í búðina. Hann gat sjálfur opnað, því að nábúarnir höfðu beðið hann fyrir lyklana. Hann fór ekki inn í herbergið þar sem kistan stóð, heldur fór hann fram í eldhúsið, og settist þar. Hann kveikti sér í pípunni sinni, og talaði: Hann sagð: — Marga vitleysuna hefi ég gert í mínu langa lífi, marg- ar syndir hefi ég drýgt, það er ekkert vafamál. En það er heldur ekki neinn vafi á því að ég hefi haldið kjafti, enginn fékk nokkru sinni að heyra um það, það er þó satt og víst.... Sannleikurinn er einfaldlega sá að ég var svo sprel11ifandi þá, já, fyrir langa langa löngu, hö, — hö, — og þegar ég var komin út úr litla herberginu, fékk ég óstöðvandi löngun um að fara inn aftur. Og þá varstu þarna aftur. — Já, það varst þú, sem ég hitti síðara skipt- ið . . . .? Honum fannst eins og hann heyrði sagt: — Það verð ég sannar- lega að spyrja hana systur mína um .... Hann sat kyrr um stund. Hann sagði: Já, það er satt, að marga vitleysuna hefi ég gert, en nú verð- ur hér jarðarför, og þá finnst mér að þessu eigi öllu að vera lokið. Ég gleymi því aldrei, en ég segi það aldrei neinum, treystu því! Nú finnst mér að við getum kvatt hvort annað .... Þá fann hann eins og andblæ við eyra sér: — Vertu sæll, og þakka þér fyrir þetta yndislega, yndislega kvöld . . . Andartaki síðar, fann hann and- blæ við hitt eyrað. — Vertu sæll, og þakka þér fyiir þetta sama kvöld . . . Það var fjöldi fólks við jarðar- förina. A fremsta bekk sat enginn, þar átti fjölskyldan að sitja. — Og þar sat enginn . . . Kistan var borin út af einhverjum háttsettum mönnum frá Nötterö, en næst kistunni gekk enginn, þar átti fjölskyldan að ganga. Þegar presturinn kastaði rekun- um, var dauðaþögn um stund, því að þá áttu þeir nánustu að ganga fram og kveðja Agnetu í hinzta sinn. En það kom enginn. Þeir sem stóðu næst gröfinni sáu að það hrundi svolítil mold frá grafarbarm- inum, rétt eins og einhver hefði stigið of framarlega. — Hún liggur þarna, við hliðina á Amalíu, sagði fólkið. — Það gerði hún alltaf, sagði afi. ☆ SIGMAR & PÁLMI Hverfisgötu 16A, sími 21355 Laugaveg 70 - Sími 24910 SS AUTQ-DRY Odýrustu Tauþurrkararnir á markaðnum. Verð pr. stk. 10.400,00. Hagstæðir greiðsluskilmálar. J i4. tbi. viKAN 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.