Vikan


Vikan - 12.10.1967, Blaðsíða 23

Vikan - 12.10.1967, Blaðsíða 23
Marilyn skorti nlla tíð undir- »töðu í mennt- jnarlegu tilliti. En hún ótti narga kunn- ingja í hópi Fremstu andans tnanna. Hér er hún ásamt dönsku skáld- conunni Karen Blixen. Eftir að Marilyn Monroe var orð- in þekkt leik- kona, voru dregnar fram i dagsljósið nekt- armyndir, sem hún hafði látið taka af sér kornungri. Þá héldu sumir að ferli hennar sem leikkonu uæri lokið, en snnað kom á Jaginn . . . Frægð og frami Marilynar Mon- roe byggðist á hrifningu fólks- ins og kyntöfr- um hennar sjálfrar. En með tímanum kom það í Ijós, að hún hafði meira til brunns að bera heldur sn kyntöfrana. Marilyn Monroe var ekki fullkomin, og kannski lengra frá því en margur annar. En venjulegur, mannlegur breyskleiki hefur aldrei þótt merkilegur og gleymist fljótt. Það sem er einhvers virði gleymist hins vegar ekki. Þess vegna lifir Marilyn Monroe. Heimurinn hefur búið sér til skýr takmörk milli þess, sem er klassískt, — sígilt, og hins, sem er tízkufyrirbrigði, — hverfult. Þessi samanburður er oftast notaður í heimi listarinnar, eða öllu heldur ætla sumir hveriir að nota þennan hugtakasaman- burð sem eins konar skilvindu ó iist. Það sem er sígilt er list, og hins vegar ef þetta er list, þó verður það sígilt. Annað er lítils virði, segia þessir sömu menn. Allir þekkja mun þann, sem gerður er á sígildri tónlist og dæg- urlögum, og þann mun, sem gerður er á sígildum bókmenntum og hverfulum. Á þessu sviði hafa myndazt lögmál, — það er bezt að hætta sér ekki lengra út í skilgreiningar á þeim að svo stöddu . . . En hitt er annað mál, að þessi lögmál gilda einnig í heimi kyn- töfranna. Að vísu er hlutfallið miög á einn veg, kynbombur eru f flestum tilfellum hverfullt fyrirbæri, sem koma, fara og gleymast. Nöfn eins-og Jean Harlow, Greta Garbo og Jane Mainsfield koma upp í hugann, en ef eftir þeim er munað, þá er það annarra hluta vegna en kyntöfranna. En þetta er ekki þannig í öllum tilfellum. Sigildar kynbombur hafa verið til. Kynbombur, sem Iifa þótt þær deyi. Og líklega er Marilyn Monroe sígildasta kynbomba allra tíma. Og hún verður það . . . Norskur blaðamaður, Egil Ekko, starfaði í sjö ár sem blaðamað- ur í Hollywood, því fræga leikarahverfi, og í önnur sjö ár starfaði han'n þar við kvikmyndafyrirtæki. í starfi sínu kynntist hann að meira eða minna leyti því fólki, sem þá gerði garðinn frægan í Hollywood. Ekko minnist þess, þegar hann fyrst kom til Hollywood. Það var milli jóla og nýárs árið 1950. Hann var með fjölskyldu sína með- ferðis og hitasvækjan var ofboðsleg. Hann átti 200 dollara, og hann reyndi að koma sér og fjölskyld- unni eins vel fyrir og hægt var. Það fyrsta sem hann heyrði, þegar hann fór þarna inn á bar, var, að kreppa væri skollin á í Hollywood. Þetta var svo sem engin frétt. Það voru alltaf öðru hvoru fréttir um kreppur í Hollywood. Og það leit alls ekki þannig út, sem kreppa væri yfirvofandi. Að minnsta kosti ekki á yfirborðinu. — Ég hafði skrifað nokkrar skáldsögur, og fulltrúi hjá kvikmynda- fyrirtæki, sem hafði verið í Noregi, hafði lofað mér gulli og grænum dollurum, ef ég kæmi til Hollywood. Og nú var ég sem sagt kominn, og þá skall á kreppa, segir Ekko. — Og kreppa á svona stað er ekkert gamanmál, bætir hann við. — Gamlar stjörn- ur falla hver um aðra þvera á meðan nýjar eru vanræktar og eru í fullkominni óreiðu. Og þetta með loforðin, sem ég hafði fengið? Allir í Hollywood lofa. Efndirnar eru aukaatriði. Og þegar ástand- ið er svona að auki, þá er ekki von á góðu. Og þarna var ég niður kominn, allslaus! Það var kannske ekki nema von, þótt mér væri lítil huggun í kvörtunum annarra. Ekko skildi ekki að þarna var alvara á ferðum, fyrr en góðkunn- ingi hans, sem var kvikmyndaframleiðandi, sagði honum, að fyrir- tæki hans væri búið að vera. — Gömlu stjörnurnar eru úr sögunni, sagði hann. — Nýjar eru ekki til. Og hverjar voru svo Hollywood-stjörnurnar? Karlmennirnir stóðu betur að vígi. Þar voru gamalreyndir menn í faginu eins og Clark Gable, Gary Cooper, Spencer Tracy, Gary Grant, James Stewart, Bob Hope og Bing Crosby. En það var ekki eins glæsilegt með kvenþjóðina: Stjörnurnar frá Framhald á bls. 47. «•tbl- VIKAN 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.