Vikan - 12.10.1967, Síða 38
Fjórir spaðar varð lokasögnin í eftirfarandi spili:
A G-9-6-4
V K-8
4 5-3-2
* Á-9-5-4
▲ D-3-2
V D-9-5
4 Á-10
* K-D-G-8-3
A Á-K-10-8-5
y Á-10-4-3
4 9-7-6
* 6
A 7
y G-7-6-2
4 K-D-G-8-4
<?. 10-7-2
Fjórir spaðar varð lokasögnin í eftirfarandi spili:
Vestur veit ekkert um allan tígulinn í Austri, svo að hann lætur út lauf-
kóng. Kóngurinn er drepinn í borði, og síðan er tekið á ás og kóng 1 trompi
Nú sér sagnhafi, að hann verður að missa einn slag á tromp og greinilega þrjá
slagi á tígul, því að hann fær ekkert niðurkast — einn niður. Er ekki eins gott
að gefa spilið strax upp á einn niður?
Við skulum spila spilið að gamni okkar. Við tökum á hjartakóng og tromp-
unum síðan lauf. Nú tökum við á hjartaás, trompum síðan hjarta 1 borði, látum
út lauf og trompum. Staðan er nú þessi:
A G
y ekkert
4 5-3-2
* 9
A D
y ekkert
4 Á-io
A D-G
A 10
V ío
+ 9-7-6
ekkert
A ekkert
V G
♦ K-D-G-4
* ekkert
En sjáum við þrjá tapslagi á tígul. Eða hvað? Við látum út hjartatíu. Ef
Vestur trompar, fleygjum við tígli úr borði. Ef ekki, þá trompum við í borði,
látum út síðasta laufið og trompum það. Vestur verður þá að trompa síðasta
tígulinn af Austri.
Hvað verður um tapslagina fjóra?
Boðskapurinn er einfaldlega þessi: aldrei gefast upp!
N&fn
Halmill
Örkln er á bli.
>&ð er alltaf lami lelkurinn I henni Ynd-
Urfffl okkar. Hún heíur faliS öfkina h&ns
N6a einhvers staSar i blaðinu og heitlr
fóðum verSlaunum handa þeim. sem getur
fundið örklna. VerSlaunln eru stór*’ kon-
fektkassi, fullur af bezta konfekti, oc
fráTftíeiöandinn er auSvitaS Saelgsetisgerð-
in N6L
UNGFRÚ YNDISFRIÐ
býSur yður hið landsþekkta
konfekt frá N Ó A.
Síðast er dreglð var hlaut verðlaunln:
Einar Guðmundsson,
Álfhólsvegi 55
Vinninganna má vitja í skriístofu
Vikunnar. 41.
í fullri alvöru
Framhald af bls. 2.
og álítur hvers konar óheiðar-
lega klæki viðleitni til að koma
sér áfram í lífinu, hafa brýnt
nægilega fyrir börnum sínum
heiðarleika, ráðvendni og lög-
hlýðni? Er ungu fólki nú á dög-
um fyllilega ljóst, hvað þessi
hugtök merkja í raun og veru?
Ef til vill er nauðsynlegt að
smíða ný orð yfir þessi æva-
gömlu fyrirbæri til þess að
kennsla þeirra verði meira
„spennandi" — nýtízkuleg orð
á borð við mengi. En það væri
svo sannarlega til vinnandi, svo
að blessað þjóðfélagið okkar fái
áfram að standa á sínum gamla
grunni, þar til annar nýr og betri
hefur komið til skjalanna.
G. Gr.
Konan að baki
De Gaulle
Framhald af bls. 11.
Skyndilega fundu Charles og
Yvonna hió sér brýna þörf til að
hætta þessu lífi í útlegð. Charles
vegna þess að hann var með hug-
ann við velferð Frakklands og sína
eigin framtíð, Yvonne, vegna þess
að það var skylda hennar að standa
við hlið hans.
Svo hafði hún líka núna móður-
skyldum að gegna, sérstaklega var
það Anna litla sem þurfti mikla
umönnun ....
De Gaulle hiónin tóku þessari
erfiðu reynslu með stakri ró og án
þess að kvarta. Þau þurftu um fram
allt að finna einhvern stað, þar
sem þau gátu verið í friði og ró
annast þetta veika barn. Af hreinni
tilviljun fundu þau þennan stað
um haustið 1934, við Colombeyles-
Deux-Eglises í Haute-Marne.
Þarna, inni í miðium skógi var
gamalt, nokkuð niðurnítt hús til
sölu fyrir skaplegt verð. Það var
kallað "La Boisserie", og það var
sagt nokkuð óþétt.
En skreytingarnar, bæði utan og
innan dyra voru góðar, og Yvonne
fékk strax ást á þessum stað. Þarna
gat hún eytt dögunum við að hugsa
um ilmandi baunagrös [ garðinum,
hengja þvott til þerris og malla við
sultugerð. Þarna átti Charles líka
að geta fengið þann frið, sem hann
hafði svo lengi þráð. Hér ætti hann
að geta skrifað.
Á næstu 4 árum skrifaði hann
nokkrar ritgerðir, hernaðarlegs efn-
is, þar á meðal „Hermennska sem
atvinnugrein", og „Frakkland og
herinn". í þeirri siðari voru falin
mörg varnaðarorð, — varnaðarorð
sem voru virt að vettugi, en það
kom [ Ijós, þegar Þjóðverjar rudd-
ust í gegnum Frakkland, árið 1940,
að þau orð hafa verið í tíma töluð.
Að dagslokum, þegar kirkju-
klukkurnar hljómuðu yfir dimmum
skóginum, lagðist angurværð yfir
„Le Boisserie". Þá kom Charles út
úr vinnustofu sinni, til að spila í
einn eða tvo klukkutíma við Önnu
litlu, í svefnherbergi hennar.
Síðar, þegar hún var sofnuð lædd-
ist hann að rúmi hennar, leit niður
á rólegt andlit sofandi telpunnar,
og endurtók bæn móður hennar.
— Ó, guð, taktu hana ekki frá
okkur, taku ekki þetta elskulega
barn, sem er yndi okkar ....
Mánuðir liðu,- vor fylgdi vetri,
einu sinni enn, og skógurinn í
kringum „La Boisserie" endurómaði
af söng fuglanna.
Fyrir Yvonne voru þetta friðar-
ár. Slíkan frið átti hún aldrei eftir
að upplifa, eftir hina örlagaríku
atburði f september, árið 1939.
ERFIÐU ÁRIN.
Það var snemma morguns, 10
maí, árið 1940. Loftið var þrungið
af flugvéladyn, flugsveitir frá Luft-
waffe drunuðu í vesturátt, og
dreyfðu hinum deyjandi farmi sín-
um yfir Frakkland og Niðurlöndin.
Leifturstríðið var hafið.
19. maí höfðu de Gaulle systkin-
in búið til geysimikla afmælisköku
handa móður sinni, með aðstoð
kennslukonunnar.
Charles var ekki heima. Þegar
her þýzku Nazistanna ruddist inn
í Belgíu, var hann í broddi fylk-
ingar í 4. herdeildinni, sem átti að
hefta för Þjóðverjanna. Hann var
þá fyrir löngu orðinn þióðkunnur
fyrir kunnáttu sína og þor.
Myndir af honum voru í öllum
blöðum, og þvf var fleygt að hann
myndi mjög fljótlega verða gerður
að hershöfðingja.
Afmælisveizla Yvonne var ekki
nema hálfnuð, þegar hringt var á
dyrabjölluna. Fjölskyldan hljóðnaði.
Voru þetta slæmar fréttir, frétt um
það að Charles kæmi ekki aftur?
Yvonne flýtti sér til dyra. Þetta
var bréfberi frá Colombey, með
símskeyti. Hendur Yvonne titruðu,
þegar hún reif það upp — andaði
léttar. Skeytið var frá Charles, sem
skipaði fjölskyldunni að taka sam-
an pjönkur sínar og fara strax til
Carantec á Bretagneskaga, þar sem
Marie frænka þeirra átti heima.
Tveim dögum síðar, f Carantec,
fengu þau aðra skipun um að flýja.
í þetta sinn var það til Englands,
sem þau áttu að fara, með skipi
frá Brest.
Það voru aðeins tvö skip, sem
áttu að fara til Englands þennan
dag, 17. júní; annað átti að fara
kl. 1.30, en hitt klukkan 9 um
kvöldið.
Á leiðinni til Brest bilaði bíllinn.
Þegar þau loksins komu að höfn-
inni, var fyrra skipið farið.
Tveim stundum síðar, var það
skotið niSur af kafbát, — sökk, og
manntjón var mikiS.
Flóttafólkið náði í skipið sem fór
klukkan 9. Þau höfðu eiginlega
ekkert meðferðis, nema fötin sem
þau stóðu f og matarkörfu.
Tuttugu og fjórum stundum síðar,
eftir allskonar krókaleiðir yfir sund-
ið, lentu þau í Falmouth, 18 júní.
38 VIKAN «•tbl-