Vikan


Vikan - 12.10.1967, Blaðsíða 56

Vikan - 12.10.1967, Blaðsíða 56
fllWfl TIL FERMINGAGJAFA VINSÆLUST - ÓDÝRUST - VIÐGERÐA- OG VARAH LUTAÞJ Ó N USTA PLÖTIISPILARAR. SEGULBðHD OGIVIDTÆKI BÆÐI FYRIR 220 Vog RAFHLÖÐUR REYKJAVÍK: Keflavik: Akranes: Borgarnes: Stykkishólmur: Þingeyri: Flateyri: Bolungavík: Isafjörður: Skagaströnd: Blönduós: Sauðárkrókur: Skagafjörður: Sigluf jörður: Ólafsfjörður: Akureyri: Húsavík: Vopnaf jörður: Seyðisfjörður: Neskaupstaður: Eskifjörður: Reyðarfjörður: E’gilsstaðir: Fáskrúðsfjörður Selfoss: Vestm.eyjar: ÚTSÖLUSTAÐIR: VERZLUNIN RATSJÁ, LAUGAVEGI 47, REYKJAVlK. SlMI 1-15-75. ÚTVARRSVIRKI LAUGARNESS HRlSATEIGI 47, VIÐGE'RÐARÞ.TÓNUSTA. Kyndill h.f. Sími 2042. Verzl. Haraldar Böðvarssonar. Sími 1812. Kaupfélag Borgfirðinga. Stellubúð. Kaupfélag Dýrfirðinga. Allabúð. Virkinn h.f. Bókabúð Jónasar Tómassonar. Verzl. Andrésar Guðjónssonar. Kaupfélag Húnvetninga. Kaupfélag Skagfirðinga. Verzl. Varmilækur. Föndurbúðin. Sími 1477. H. Jóhannesson. Viðgerðarþjónusta. Grimur Sigurðsson, Skipagötu 18. Radíóvinnustofan, Helgamagrastræti 10. Bókabúð Þórarins Stefánssonar. Kaupfélag Vopnfirðinga. Verzl. Dvergasteinn. Verzl. Baldurs Böðvarss. Viðgerðarþjónusta. Verzl. Elíasar Guðnasonar. Kaupfélag Héraðsbúa. Kaupfélag Héraðsbúa. Verzl. Gunnars Gunnarssonar. Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga. Radio & Sjónvarpsstofan. Viðgerðarþjónusta. Sigurbergur Hávarðsson, útvarpsvirki. — Viðgerðarþj. EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI YGGDRASILL H.F. Umboðs og heildverzlun Suðurlandsbraut 6, Simi 3 05 40 — Er það satt, Jamie? Það skal ég muna, svaraði hún graf- alvarleg. Á leiðinni niður aftur trúði hann henni fyrir því, að í hús- inu hans heima væru þrjú svefn- herbergi, stofa, eldhús og bað. — Það er líka eitt herbergi í viðbót, þar sem pabbi hefur dót- ið sitt. En þar má ég ekki vera, nema pabbi sé þar líka. Það er fullt af bókum og dóti. Hann vinnur þar á kvöldin, þegar ég er komin í bólið. Þrátt fyrir aukin áhuga fór Adrienne ekki lengra út í þessa sálma. Eftir öllu að dæma tók faðir Jamies létt á öllum skyld- um sínum. Barnið hafði greini- lega auðugt ímyndunarafl og ýmislegt af því, sem hann hafði sagt, gat verið rangsnúið af ómeðvitaðri einmannakennd. Skortur á samkennd og ástúð gat verið orsökin til þess, að Jamie átti á hættu að fyllast af ofsóknarhugmyndum. Hún velti því fyrir sér hvers- konar heimilislífi hann lifði. Honum þótti vænt um föður sinn, það var greinilegt, og ósk- aði í sínum saklausa skorti á virðingu að gera honum til hæf- is. En ef maðurinn væri rétt- látur faðir, hversvegna þyrfti drengurinn þá að fara á bak við hann með slíka smámuni svo sem að eiga naggrís? Allt í einu tók hún eftir því, að Jamie horfði óánægður á hana. — Nú verð ég að fara heim. Frú Gaston verður svo vond, ef ég kem of seint. Cuthbert lét fara vel um sig í sínum nýja bústað, og Jamie bar byrði sína stoltur út að glugganum. — Er allt í lagi með Crusty .... herra Crustworthy? Hef- urðu sagt honum, að ég megi koma, þegar ég vil? Adrienne studdi búrið, þar til hann hafði klöngrazt út. — Já, ég hef gengið frá því. Þú mátt vera í garðhúsinu, þegar þú vilt. Aftur brá fyrir þessu snögga brosi. — Þakka þér fyrir það og þakka þér fyrir húsið og þakka þér fyrir kökurnar og þakka þér líka fyrir plásturinn og alltsam- an. Hann leit einu sinni enn í bókasafnið. — Ég kem aftur til að skoða þessa bók, einhvern tíma. Kannske á morgun. — Já, gerðu það. Þú mátt skoða hana þegar þú vilt. Vertu nú sæll og þakka þér fyrir kom- una. — Það er ekki að þakka, sagði hann alvarlega um leið og hann lagði af stað í áttina niður í garðinn. Adrienne stóð lengi við opinn gluggann, eftir að Jamie var úr augsýn. Þetta var fallegt kvöld, svalan vindinn hafði lægt og hit- inn hafði aukizt um nokkrar gráður. Á morgun var fyrsti marz. Sólin hafði skinið síðari hluta dagsins, en var nú á und- anhaldi bak við skýjabakkana í vestri. Hún fann greinilega ang- an af landi og jörð, þennan hlýja ilm af opnum, plægðum ökrum, blómstrandi knúppum og út- sprungnum blómum. Hún leit upp á knúppana í kastaníu- trénu. Áður en langt um liði myndi það blómstra hvítu og rauðu, og sína sitt bezta vor- stáss. Adrienne andvarpaði. Það var ekki langt síðan hún hafði verið gersamlega sljó fyrir töframætti árstíðanna, alla of upptekin af lífi sínu með Geoffrey til að líta annað en snöggt í svip á trén í St. James Park á leið sinni frá skrifstofunni, til einhvers snyrtilegs bars, á enn einn laumufund við mann, sem aldrei hafði virt hana öðruvísi en eins konar tákn um vald hans yfir hinu kyninu. Án beizkju velti hún því fyrir sér, hverri hann héldi slíka laumufundi með þetta vorið. Myndi sú kona einn- ig lifa endalausa örvæntingar- daga, sem aðeins yrði léttir á, þegar hægt væri að stelast á ör- stutt stefnumót; grípa með þrá hverja mínútu í félagsskap hans, áður en augu hennar opnuðust fyrir því, að það, sem hún hefði kallað og álitið hamingju, var aðeins í lákúrulegri sigurvitund yfir laumusambandi við giftan mann? Varir hennar herptust. Ef til vill var hin nýja ástmær harðsoðnari. Ef til vill voru til- finningar hennar ekki eins djúp- ar gagnvart yfirborðsdaðri Geoffreys og upploginni ást. Hún undraðist, hve hlutlaust hún gat horft á þetta núna. Hafði læknir læknanna — tím- inn, — þegar grætt dýpstu sár örvæntingarinnar, eða var það hið friðsamlega umhverfi hér, sem hafði hresst við sært stolt hennar? Sama, hvað það var. Henni leið allt í einu betur en nokkru sinni fyrr síðustu átján mánuðina. Hún ákvað að skrifa Julie Hamilton og bjóða henni í nokkra daga heimsókn til Drumbeat. Hún óskaði að deila sinni nýfengnu sálarró með ein- hverjum, og hver var betur til þess fallin en Julie — eina manneskjan, sem hún hafði nokkru sinni trúað fyrir hinum auðmýkjandi sannleika um ást- ina, sem hún hafði einu sinni gefið Geoffrey Challoner. Hún beygði inn að stöðinni, um leið og tuttugu mínútur yfir tíu lestin frá London nam stað- 56 VIKAN «■tbl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.