Vikan - 12.10.1967, Blaðsíða 57
ar við pallinn. Lítil velklædd
kona, hattlaus með logandi rautt
hár veifaði og kom hlaupandi
til móts við hana í fölu sólskin-
inu. Þær föðmuðust hjartanlega
og Julie Hamilton kinkaði á-
nægð kolh, þegar hún lét augun
hvarfla yfir andlit Adrienne. —
Þú lítur vel út — alveg ljóm-
andi vel. — Sveitalífið á greini-
lega vel við þig.
— Þú ert ekki sem verst held-
ur, en þú lítur alltaf vel út.
Hvernig líður Alana og Jill? Og
Paddy — hvernig líður Paddy?
Patricia var sú yngsta af þrem-
ur dætrum Julie, og Adrienne
var mikið hrifin af þessari
feimnu tilfinningaríku, litlu
stúlku með heilbrigða skynsemi
föðurins og létt skap móðurinn-
ar.
Juhe nam staðar við dyrnar
út af brautarstöðinni og tók upp
miðann.
— Paddy bað að heilsa þér. Ég
mátti alls ekki gleyma að segja
þér, að henni fyndist ekkert
gera til, þótt þú gætir ekki heim-
sótt hana, meðan hún er með
hlaupabólu, því hún vill ekki,
að Adrienne frænku klæi eins
mikið og hana. En hún á von á
þér strax og hún er orðin smit-
frí.
— Vesalingurinn. Hún verður
að koma til Drumbeat í staðinn.
Vera hér í eina viku, fara lang-
ar gönguferðir í fersku útiloft-
inu með mér og hitta vin minn
Jamie. Ég held, að hún verði
hrifin af honum.
— Hver er Jamie? Julie sett-
ist inn í bílinn. Adrienne setti
í fyrsta og ók af stað í áttina
að þorpinu — Hann er maðurinn
í lífi mínu sem stendur. Haxrn
brosir eins og faliinn engill.
Hann er sætur.
— Aldur?
— Sjö, bráðum átta.
— Það er þægilegasti aldur
karlmannsins. Þá eru þeir auð-
veldari viðureignar og meira að
reiða sig á þá.
— Þú skalt ekki láta þér
detta það í hug. Hann veit hvað
hann vill. Hann er af ráðríku
gerðinni. Þegar þær voru komn-
ar í gegnum þorpið, jók Adri-
enne ferðina, og áður en langt
um leið voru þær komnar á
heimreiðina heim til Drumbeat.
— Fylgir Jamie húsinu?
spui'ði Julie.
Adrienne hló við. — Hann er
ekki nefndur í afsalinu, en hann
hefur svona fast að því tekið
mig að sér. Hann dvelur í öll-
um sínum frítímum í garðinum
mínum.
— Sem sagt maður með vak-
andi eftirtekt og góðan smekk.
Mig langar að sjá hann.
Adrienne ók heim á hlaðið. —
Það færðu áreiðanlega fljótlega.
Hún hnykkti með höfðinu í átt-
ina að lundinum, þar sem
glampaði í eitthvað rautt milli
runnanna. — Fyrr en þig grun-
ar, sýnist mér.
Martha Hart beið á tröppun-
um, þegar þær komu út úr
bílnum, og Adrienne horfði á
hvernig Julie nam stðar í for-
salnum, eins og hún hafði sjálf
gert, fjórum eða fimm vikum
fyrr.
— Þú skrifaðir, að þetta væri
allt saman fullkomið, en mig
hafði ekki dreymt neitt í lík-
ingu við þetta, muldraði Julie.
— Þú getur þá kannske í-
myndað þér, hvernig mér leið,
þegar ég kom hér í fyrsta sinni?
Ég gat ekki trúað mínum eigin
augum.
— Ég trúi þeim ekki heldur.
Er þetta allt saman satt? Julie
strauk hægt yfir sófann. — Þú
átt hvert gramm skilið, og ég
er glöð yfir, að þessi gamli Sir
John vissi hvað hann gerði.
— Ég líka, en stundum flýgur
mér í hug hvort það sé heilbrigt
fyrir nokkra manneskju að vera
svona heppin.
Julie sneri sér að henni. —
Elskan mín. Spilið gekk á móti
þér í næstum fjögur ár. Fyrr eða
síðar hlaut það að snúast til
hins betra.
— Þú átt þá við að Drumbeat
sé einskonar huggunarverðlaun?
— Nei, ég á við að það hafi
verið nákvæmlega þetta, sem þú
þurftir, til að endurvinna trúna
á manneskjurnar og lífið. Þú og
þetta hús eigið eins vel við hvort
annað, eins og þú hefðir búið
hér alla þína ævi.
Adrienne nam staðar í stigan-
um. — Skrýtið að þú skulir
segja það. — en þetta finnst
mér líka.
— Hafðirðu nokkurn tíma
komið hingað áður.
— Nei, aldrei.
— Ertu alveg viss?
— Heldurðu, að ég hefði
gleymt því, ef ég hefði komið
til Drumbeat?
— Það er ekki sennilegt, en
þó ekki útilokað. Julie hrukkaði
ennið: — Og þú hefur aldrei hitt
velgerðarmann þinn, ekki einu
sinni sem barn?
— Ég vissi ekki, að maður að
nafni John Bamer væri til, fyrr
en ég fékk bréf frá lögfræðingn-
um hans.
Þær voru nú komnar upp á
stigabrúnina og Julie rak augun
í listmunina, sem stóðu í breiðri
gluggakistunni, en efnið bar á
góma næstu kvöld, þegar þær
sátu yfir glösum. Þær höfðu
verið úti allan daginn og nenntu
ekki að fara strax í bólið og
nutu samkenndarinnar, sem að-
eins getur orðið milli tveggja
mannvera, sem ala með sér
djúpan skilning og samúð, hvor
með annarri.
Julie geispaði og hreiðraði
betur um sig í sófanum. Hún
horfði lengi á málverkið yfir
arninum.
Framhald í næsta blaði.
Velvet Black
Dark og Light
Brown, Charcoal,
Auburn.
AUGNABRÚNA
BLÝANTUR
með yddara: aljtaf nákvæmur
Auka-
fyllingar.
gerir fögur augu fegurri
Maybelline snyrtivörur eru framleiddar af sérfræðingum
í augnsnyrtingu, — og þær eru vandlátra kvenna val
um allan heim. Frábær gæði — Fagurt útlit.
MAGIC
MASCARA
Spiral Bursti
litar, sveigir og
aðskilur augnhðrin
Fjórir litir.
CREAM
EYESHADOW
Turquoise,
Blue-Grey,
Blue, Brown,
Green og
Violet
FLUID
EYE LINER
Með bursta
I lokinu.
Sex litir.
ULTRA LASH
Auka-
fyllingar.
CAKE MASCARA
Heims-þekkt
merki
I kassa með
litlum bursta.
41. tbi. VIKAN 57