Vikan - 19.10.1967, Blaðsíða 30
fjöðrinni til að láta undan, lokaástæðan, var svo óveruleg
að segja má, að það liafi gerzt af alls engri ástæðu. Það
var smávægilegt atvik í veizlu, sem haldin var til lieiðurs
15. afmæli Oklóberbyltingarinnar. Pabbi sagði bara við
iiana. „Hæ, þú. Fáðu þér að drekka!“ Og hún æpti: „Vog
aðu ekki að tala svona við mig!“ Og frammi fyrir öllum
spratt bún upp og hljóp frá borðinu.
Ráðskonan okkar, Carolina Till, vakti mömmu ævin-
lega á morgnana. Mamma svaf ein í herbergi, og pabbi
svaf annað bvort í skrifstofu sinni eða litlu herbergi með
sima við liliðina á borðstofunni. Þar svaf liann þessa nótt,
eftir að liafa komið seint heim úr veizlunni. Herbergi þjón-
ustufólksins voru langt í burtu, binum megin við barnaber-
bergin.
Carolina Till tók til morgunmatinn og fór að vekja
mömmu. Hún kom hlaupandi inn í barnaherbergin nötr-
andi af bræðslu og gaf fóstrunni bendingu, kom ekki upp
orði. Þær fóru saman til baka. Mamma lá við hliðina á
rúminu í blóðpolli. Hún hélt á lililli „Walter“ skamm-
byssu, sem Pavel hafði fært henni frá Berlín. Skotbvellur-
inn liafði ekki verið nógu bár til að vekja heimilisfólkið.
Líkaminn var þegar kaldur. Sljóar af skelfingu, aðallega
bræðslu við að pabbi birtist á hverri stundu, lögðu kon-
urnar tvær líkið í rúmið og gerðu það sem þær gátu til að
láta það líta betur út. Þar sem þær vissu ekki, hvað þær
áttu næst til bragðs að taka, gripu þær til símans. Þær
hringdu í fólk, sem var hátt sett í þeirra áugum: Foringja
Kreml-varðanna, Abel Jenúkidse, og liina nánu vinkonu
mömmu, Pólinu Mólótoff.
Öll komu þjótandi. Á meðan svaf pabbi áfram í litla
lierberginu vinstra megin við borðstofuna. Mólótoff og
Vorosíloff komu. Þeir voru í miklu uppnámi.
Að lokum vaknaði pabbi og kom fram í borðstofuna.
„Jósef,“ sögðu þeir, „Nadja er ekki lengur hjá okkur.“
Pólína Mólótoff, einnig þekkt undir nafninu Semsjúsina,
sem var mikil vinkona mömmu, sagði mér að hún liefði
verið í veizlunni og farið með mömmu svo hún væri elcki
ein. Þær fóru út og gengu umhverfis Kremlhöll marga
iiringi þar til mömmu varð rórra.
„Hún róaðist og talaði um Akademíuna og jnöguleika
sína á að komast í starf, fyrirætlun, sem átti buga liennar
og var benni ánægjuefni. Pabbi þinn var harður við liana
og bún átti erfiða ævi bjá honum. Það vissu allir. En þau
höfðu búið mörg ár saman. Þau áttu fjölskyldu, börn, heim-
ili, og allir elskuðu Nödju. Hver hefði getað látið sér detta
í hug, að hún myndi nokkurn tima gera svona nokkuð?
Þetta var ekki fullkomið hjónaband, auðvitað, en livaða
hjónaband er það svo sem?“
„Þegar hún sýndist orðin fullkomlega róleg,“ hélt Pólína
Mólótoff áfram, „fórum við sín í hvora áttina. Ég var hand-
viss um að allt væri í lagi, að þetta væri allt liðið hjá. Og
svo um morguninn hringdu þær til að segja okkur þessa
hræðilegu frétt.“
Ég man, að við börnin vorum send út á óvenjulegum
tíma þennan morgun til að leika okkur. Ég man hvernig
Natalía Konstanínóvna þurrkaði sér um augun með vasa-
klút við morgunverðarborðið. Allt í einu var rokið með
okkur til datsja í Sókólovka, drungalegan og fráhrindandi
stað. Síðar um daginn kom Yorosíloff. Hann fór út að ganga
með okkur og reyndi að leika sér við okkur, en liann grét. Ég
man ekki hvernig mér var sagt frá láli mönmiu eða hvern-
ig ég tók því. Ég lief gleymt því, líklega vegna þess að
hugmvndin um dauðann liafði enga merkingu fyrir mér
þá.
Ég tók fyrst að gera mér grein fyrir að eitthvað hefði
gerzt þegar farið var með mig til hússins þar sem G.U.M.
(verzlnnarmiðstöð ríkisins) er nú. Opin kistan stóð í stóru
iierljergi og það var haldin kveðjnatliöfn. Ég varð ofsalega
hrædd þegar Sina Ordzónikidze tók mig við hönd sér og
leiddi mig að iiöfðalagi mömmu og sagði mér að segja
„vertu sæl“. Ég rak upp hátt óp og streyttist á móti. Ein-
hver bar mig í flýti inn i annað herbergi. Það var ekki
farið með mig til jarðarfararinnar. Bara Vasili fór.
Seinna, þegar ég var orðin fullorðin, var mér sagt að
pabbi hefði tekið þetta óskaplega nærri sér af því hann
gat ekki skilið hvers vegna það gerðist. Hvers vegna þurfti
að reka rýtinginn svona heiftarlega í bakið á lionum? Fyr-
ir hvað var verið að refsa lionum?
Hann spurði þá, sem næstir honum stóðu, hvort það væri
satt að hann hefði verið tillitslaus? Hafði hann ekki elskað
og virt liana sem eiginkonu og manneskju? Yar það raun-
verulega svona mikilvægt, þótt hann hefði ekki alltaf
getað farið i leikhúsið með henni? Skifti það svona miklu
máli? Pabbi var þannig á sig kominn, að það var varazt
að lála hann einan. Hann fékk ofsaleg bræðiköst. Ástæðan
var sú, að mamma hafði skilið honum eftir hréf.
Að því er virðist skrifaði hún það nóltina sem hún dó.
Það er óþarfi að taka það fram, að ég hef aldrei séð það.
Mjög sennilega var það eyðilagt þegar í stað, en fólk, sem
sá það, hefur sagt mér frá þvi. Þetta var hræðilegt bréf,
fullt af brigzlum og ásökunum. Það var ekki eingöngu per-
sónulegt: það var að hluta pólitískt. Eí'tir lestur þess hef-
ur pabhi getað gert sér í liugarlund, að mamma hafi aðeins
slaðið hans megin hið ytra en i hjarta sínu verið á bandi
þeirra sem voru í stjórnmálalegri andstöðu við hann.
Hann var i djúpxá geðshræringu. Við borgaralegu
kveðjuathöfnina nam hann andartak staðar við kistu henn-
ar. Alll i einu hratt hann kistunni frá sér, snerist á hæli og
fór. Hann var ekki einu sinni við jarðarförina. Hann fór
aldrei að vitja grafar hennar í Nóvó-Dévitsí. Ekki svo mik-
ið sem einu sinni. Hann gat það ekki. Hann hélt að mamma
hefði yfirgefið hann sem persónulegur óvinur hans.
Það var ekki fyrr en á allra síðustu árum hans að hann
fór að tala um þetta. Hann var að reyna að gera sér grein
fyrir því „hver var sekur“ og „liver kom henni til þess?“
Ef til vill liélt hann, að ef hann gæti reiknað það út, myndi
hann hafa afhjúpað mikilvægan óvin sinn.
Fólk gerði mikið af því að skjóta sig í þá tíð. Trotský-
isminn hafði verið sigraður. Samyrkjubúskapurinn var á
byrjunarstigi. Flokkurinn átti í höggi við andstæðinga og
klíkudeilur. Einn leiðandi flokksfélagi eftir annan fyrirfór
sér. Majakovskí liafði skotið sig aðeins skömmu áður.
Fólkið var miklu heiðarlegra og tilfinningaríkara í þá
daga. Ef því líkaði ekki lífið eins og það var, skaut það
sig. Hver gexár slíkt nú?
Framhald í næsta blaði.