Vikan


Vikan - 19.10.1967, Blaðsíða 47

Vikan - 19.10.1967, Blaðsíða 47
Betri vinnuskilyrOi fást meO OSRAM-Iösingu. Betri efkfist fást við betri vinnuskilvrði „Þá er það ég sem er kjána- legur.“ ansaði ég. „Nei, þú ert það ekki heldur.“ Ég brýndi raustina og sagði: „Hvað er það þá, sem þú villt?“ Hún svaraði og sagði: „Hvað ég vil? Ég vil það sem þú villt." Ég baðaði út höndunum og sagði: „Ég vil svo sem ekki neitt.“ Hún leit til mín og sagði: „Villtu svo sem ekki neitt? Nú, þá er allt eins og það á að vera.“ „Eins og það á að vera?“ endurtók ég háðslega. „Heyrðu mig, vinur“, mælti hún, „þessi hlátur fellur mér ekki.“ „Hvað á ég þá að gera?“ „Gerðu það sem þér sýnist.“ „Og það er að segja?“ „Það er að segja? Hví þarf að endurtaka það, sem þú veizt hvað er.“ Ég svaraði: „Ég veit ekki neitt. En fyrst þú veizt það, þá skaltu segja mér það.“ „Skilnað“, hvíslaði hún. Aftur brýndi ég raustina og sagði: „Ætlarðu að þvinga mig til að gefa þér eftir skilnað?" Hún kinkaði kolli og svaraði: „Ef þú hyggur þig hafa rétt til að segja, að ég þvingi þig, fellst ég líka á það.“ „Og hvað á þetta að þýða?“ Ég lézt ekkert skilja. „Hví skyldum við eyða orð- um að óþörfu,“ anzaði hún. „Við skulum fara eftir því, sem for- sjónin býður.“ Ég svaraði hvasst og meinlega: „Himinninn er þér eins og opin bók, og þú veizt hvað þar stend- ur skrifað? Ég er læknir, og viðurkenni það eitt, sem augu mín sjá. En þú, mín háttvirta, veizt hvað stendur skrifað í stjörnunum. Hver hefur kennt þér þá list? Kannski þessi þorp- ari þinn?“ „Láttu ekki svona, — stilltu þig nú“, mælti Dína í bænar- rómi. „Þú þarft nú ekki að æsa þig upp“, sagði ég. „Eins og ég hafi sagt nokkuð.“ Hún reis á fætur, gekk inn í annað herbergi og læsti á eftir sér. Ég fór að dyrunum og bað hana að ljúka upp, en hún opn- aði ekki. Þá sagði ég: „Nú fer ég, og þú hefur allt húsið undir, svo þú þarft ekki að læsa.“ Þeg- ar hún anzaði ekki, fór ég að verða hræddur um, að hún kynni að hafa tekið svefntöflur og ef til vill — guð forði mér frá því! — ætlaði hún að fremja sjálfsmorð. Ég fór að ganga eft- ir henni og sárbæna hana um að opna, og hún lauk ekki upp. Ég gægðist inn um skráargatið og hjarta mitt hamaðist, eins og það ætlaði að gera út af við mig. Þannig stóð ég við luktar dyrnar, unz húmaði að kvöldi og rökkur færðist um rjáfur. Um dagsetur kom hún fram úr het'bergi sínu, föl eins og nár. Ég greip um hendur hennar, og frá þeim lagði slíkan helkulda, að mér fannst mig ætla að kala á fingrunum. Hún kippti ekki að sér höndum, þær voru eins og tilfinningarlausar. Ég lagði hana í rúmið, róaði hana með lyfjum og vék ekki frá hlið hennar, fyrr en hún var sofnuð. Ég sat og horfði á lýta- laust andlit hennar, sem var gersneytt öllu sem óhreint var og hugsaði með mér: En hve sá heimur er fagur, sem slík kona lifir í, og örðugt það líf, sem við lifum. Ég laut niður til að kyssa hana. Hún hristi höfuðið til andmæla. Ég spurði hvort hún hefði sagt nokkuð. „Nei“, svaraði hún, og ég veit ekki hvort hún vissi af mér, eða hvort hún talaði upp úr svefn- inum. Ég þorði ekki að nálgast hana á ný. En ég sat þarna alla nóttina. Daginn eftir fór ég til vinnu minnar og kom heim til mið- degisverðar. Hvort sem það nú var skynsamlegt, eður ei, minnti ég hana ekki á atvikið kvöld- inu áður. Hún nefndi það ekki heldur á nafn. Ég taldi, að allt myndi sækja í sama horfið. Hitt vissi ég, að þótt mig lang- aði til að gleyma, vildi hún engu gleyma. Um þetta leyti birti yfir svip hennar, og hún breytti ögn vana sínum. Hún hafði ævinlega tekið á móti mér, þegar ég kom heim, en nú hætti hún því. Stundum skildi hún mig einan eftir og fór, stundum var hún ekki heima, þegar ég kom. Einn sunnudag minnti ég hana á trúlofunardaginn okkar, og bað hana að aka með mér þang- að sem við fórum þann dag. „Það get ég ekki“, sagði hún. Hvers vegna ekki? Vegna þess, að hún þurfti að fara ann- að. „Fyrirgefðu“, sagði ég, „en hvert ætlarðu?“ „Það er sjúklingur, sem ég þarf að hlynna að“, svaraði hún. „Hver er það nú, svona allt í einu?“ spurði ég, en hún svar- aði: „Ekki verður það allt af skyndingu, sem maður gerir. Það er orðið alllangt síðan mér fannst sem, ég þyrfti að sinna einhverju starfi.“ Ég mælti: „Er þér ekki nóg, að ég sinni mínu starfi?“ „Áður fyrr var mér það nóg“, ansaði hún, „en nú nægir mér það ekki.“ „Hvers vegna?“ „Vegna hvers? Ef þú veizt það ekki sjálfur, get ég ekki gert þér það skiljanlegt." „Er málið svo flókið, að erf- itt sé að útskýra það?“ spurði ég. „Það er ekki svo erfitt að 42. tbi. VIKAN 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.