Vikan - 19.10.1967, Blaðsíða 45
bágt með svefn, hvorl hann væri
ánægður með fæðið, skrifaði
handa honum lyfseðla og. hrós-
aði líkamsbyggingu hans. Sagði
að maður með slíkan líkama
væri viss með að verða fjörgam-
all. Hann hlustaði á og grobbaði
af sér. „Ef þér reykið, megið
þér það gjarna,“ sagði ég. „Sjálf-
ur reyki ég ekki og ef þér spyrð-
uð um mitt álit, myndi ég segja
að tóbaksreykingar væru böl og
líkamanum skaðlegar. En séuð
þér þeim vanur, vil ég ekki
meina yður þær.“
Þannig gaf ég honum ýmsar
tilslakanir, aðeins til þess, að
honum liði vel. Með sjálfum mér
hugsaði ég sem svo: Nú dekra
ég þetta litla við mann, sem ég
hefði annars ekki virt viðlits, og
það eingöngu vegna þessa eina,
sem ekki má nefna og ekki er
hægt að gleyma. Og ekki nóg
með það, ég vitja hans, rann-
saka hann, til að reyna að kom-
ast eftir, hvað hann hefir sótt
til Dínu og Dína til hans. Og
jafnframt því sem ég stunda
hann, reyni ég að tileinka mér
hreyfingar hans.
Fyrst um sinn duldi ég þetta
fyrir konu minni. En svo glopr-
aðits það út úr mér og sagði
sig sjálft. Hún hlýddi á, en virt-
ist engan áhuga hafa fyrir því.
Það var eiginlega sem ég vildi,
en þó var ég ekki ánægður. Eigi
að síður vissi ég vel, að ef hún
hefði tekið því öðruvísi, hefði
ég síður en svo verið ánægð-
ari.
Maðurinn hresstist fljótlega
og að því kom, að hann færi af
spítalanum. Þó dokaði ég við með
hann þann dag og daginn þar eft-
ir og ánýjaði fyrirmæli mín um
að gera vel við hann, svo hann
skyldi ekki gefa um að vera út-
skrifaður sem fyrst. Þetta var á
eftirstríðsárunum, og erfitt að
útvega nægilegt fæði fyrir sjúkl-
ingana, hvað þá handa þeim,
sem voru í afturbata, ég tala nú
ekki um fyrir heilbrigða menn.
Og ég fór að gefa honum af mín-
um eigin mat, af því sem bænd-
urnir færðu mér. Hann át og
drakk og var glaður, las dag-
blöðin, gekk um garðinn, lék
sér við sjúklingana og glettist
við hjúkrunarkonurnar. Hann
þyngdist og var sprækari en all-
ir hinir, sem hjúkruðu honum,
svo ekki var unnt að hafa hann
lengur á sjúkrahúsinu. Ég lét
gefa honum góða lokamáltíð og
útskrifaði hann.
Að máltíð lokinn kom hann
til að kveðja. Mér varð litið á
fitukeppina, sem héngu niður
af hökunni. Augun lágu djúpt,
eins og á konu, sem sagt hefur
skilið við allt, nema át og
drykkju. Ég stóð við skrifborð
mitt og þóttist leita í skjölun-
um, að einhverju sem hefði
týnst. Því næst tók ég smápípu
og athugaði hana rækilega.
Meðan ég lét þannig, sem ég
væri önnum kafinn, komu tvær
hjúkrunarkonur -inn, önnur til
að spyrja mig um eitthvað, hin
til að kveðja „uppáhaldssjúkl-
ing læknisins". Allt í einu sneri
ég mér við, eins og ég myndi
nú eftir að min væri beðið, og
rak upp lágt undrunaróp eins
og Dína, þegar hún verður þess
vör, að einhver bíður eftir henni.
Jafnframt leit ég á sjúklinginn
með undirhökuna, sem var nú
á förum og sagði við sjálfan mig:
„Þú veizt ekki hver ég er, en ég
veit hver þú ert. Þú ert sá, sem
leitt hefur ógæfu yfir mig og
eyðilagt líf konunnar minnar.“
Bræðin ólgaði í mér, ég var svo
reiður, að mig sveið í augun.
Maðurinn rétti mér höndina
og tók að stama fram þakkar-
orðum, fyrir að ég hefði frelsað
hann frá dauða og fært honum
lífið á ný. Ég rétti honum fing-
urgómana, hirðuleysislega og
fullur fyrirlitningar, þurrkaði
af þeim á sloppi mínum þegar
í stað, líkt og ég hefði snert við
úldnu hræi, og fór mína leið.
Ég fann, að hjúkrunarkonurnar
horfðu á mig og fannst sem þær
vissu hvers vegna ég hagaði mér
svona. Var þó engin ástæða til
að halda það.
Skömmu síðar sneri ég aftur
til vinnu minnar, en var ekki
samur maður. Ég fór upp í
læknastofuna og bað starfs-
bróður minn að gegna fyrir mig.
Kvaðst vera kallaður til réttar-
halds, að bera vitni í máli, sem
ekki þyldi neina bið. Hjúkrun-
arkona kom og spurði, hvort hún
ætti að panta leigubíl. „Já, kær-
ar þakkir, systir, gerðu það!“
Um leið og hún fór inn í síma-
klefann, hljóp ég brott frá
spítalanum eins og vitlaus mað-
ur.
Leið mín lá fram hjá krá og
mér datt í hug að fara inn og
drekkja sorgum mínum í áfengi,
eins og sárreiðir menn komast
að orði. Ég róaðist ögn og hugs-
aði sem svo, að harmar koma
og harmar fara og svoleiðis
verður það einnig með það, sem
angrar mig. En ég var ekki ró-
legur nema stutta stund og þá
hvarf ég aftur til sömu sorgar.
Ég staulaðist af stað og gekk í
eina eða tvær stundir, en stakk
þá við fótum og sá, að ég hafði
gengið í hring og var aftur kom-
inn á sama stað.
X.
Ég kom heim og sagði konu
minni frá. Hún hlustaði á og
mælti ekki orð. Hjarta mitt
fylltist reiði yfir að hún skildi
sitja þarna þegjandi, eins og
ekkert væri. Ég knýtti höfuðið
niður í bringu, eins og hann
hafði gert, þegar hann var að
þakka mér, hermdi eftir rödd
hans og sagði: „Ég þakka yður,
herra læknir, fyrir að hafa
frelsað mig frá dauða og fært
mér lífið á ný“. Svo sagði ég
við konu mína: „Svona var mál-
rómur þessa náunga, og svona
stóð hann.“ Þetta gerði ég til að
sýna henni smán sína, hvílík
hneisa það var, að hún skyldi
hafa aðhyllst hann og gefið hon-
um ást sína, áður en hún fann
mig. Hún horfði á mig, eins og
málefnið væri ekki þess vert að
eyða á það orðum. Ég gaf nán-
ar gætur að svip hennar, til að
vita hvort ég sæi ekki vott af
gleði yfir því, að þessi hengil-
mæna var hress orðin. En ég
sá engin gleðimerki nú, fremur
en ég hafði séð minnsta hryggð-
arvott, þegar ég sagði henni frá
sjúkleika hans.
Eftir tvo til þrjá daga var
sárasti broddurinn horfinn og
særði mig ekki framar. Ég
stundaði sjúklingana, talaði við
hjúkrunarkonurnar eftir þörf-
um og hvarf heim til konu
minnar þegar að loknu dags-
verki. Stundum bað ég hana að
lesa upphátt fyrir mig úr bók-
um sínum, og hún lét það eftir
mér og las. Ég sat, horfði á hana
og sagði við sjálfan mig: „Þetta
er andlitið, sem sléttaði úr
hrukkum fýlupokanna og feykti
gremjunni út í veður og vind
hjá öllum, sem á það litu.“ Ég
strauk mér rólega yfir andlitið
og hélt áfram að horfa á hana.
Og stundum buðum við kunn-
ingjum okkar í kaffi eða kvöld-
mat. Þá spjölluðum við um allt,
sem var umtalsvert, og ég fann
glöggt, að ýmislegt er til í
heiminum, fleira en ástarharm-
ar. Og ég gekk ánægður og ró-
legur til rekkju.
Nótt eina vitjaði maðurinn
mín í draumi, hann var ögn
veiklulegur — og hinn við-
felldnasti. Ég skammaðist min
gagnvart honum, fyrir að ég
skyldi hafa hugsað illa til hans,
og hét því, að gleyma kala mín-
um í hans garð. Hann laut niður
að mér og spurði: ,JHvað er það,
sem þú villt? Þú óskar mér ills,
bara af því ég hef verið í hendi
þér.“
Daginn eftir voru tveir gest-
ir hjá okkur í kvöldmat, kona
og maður hennar, og féll okkur
mjög vel við þau bæði. Var
hann hinn mesti mannkostamað-
ur, og hún hafði blá og fögur
augu og fallegar augnabrúnir,
hátt og gáfulegt enni og gullna
lokka, er dönsuðu um höfuð
henni. Rödd hennar var eins og
konu, sem lokað hefir girndirn-
ar inni í hjarta sér. Við sátum
í þrjár stundir og tókum ekki
eftir hvað tímanum leið. Hann
spjallaði um heima og geima og
hún hjálpaði honum með ljóm-
anum í augum sér.
Eftir að þau voru farin, sagði
ég við konu mína: „Ég skal
segja þér draum.“
„Draum,“ endurtók hún undr-
andi og horfði á mig með
hryggðarsvip. Svo hvíslaði hún
aftur: „Draum?“ Ég er nefni-
lega ekka vanur að tala um
drauma, og ég held helzt að mig
hafi ekkert dreymt í öll þessi ár.
„Mig dreymdi draum,“ sagði
ég, og í því varð ég skyndilega
kvíðinn.
Konan mín settist og hafði
ekki augun af mér. Ég sagði
henni drauminn. Axlir hennar
kipptust til og hún tók að
skjálfa. Allt í einu lyfti hún
handleggjunum og vafði þeim
um hálsinn á mér. Ég faðmaði
hana að mér og þannig stóðum
við í heitum armlögum full
ástar, munúðar og meðaumkun-
ar. En þrátt fyrir það vék mað-
urinn ekki úr huga mínum, og
ég heyrði hann segja sem svo:
„Bara af því ég hef verið und-
ir handarjaðri þínum, óskar þú
mér ills.“
Ég losaði mig úr örmum konu
minnar, og magnaður ömurleiki
settist að sál minni Ég háttaði
í rúm mitt og hugsaði um þetta
í ró og næði, þangað til ég datt
útaf og sofnaði.
Morguninn eftir risum við úr
rekkju og snæddum morgun-
verð saman. Ég leit til konu
minnar og sá, að svipur henn-
ar hafði ekkert breytzt. Ég
þakkaði henni í huganum fyrir
að hafa ekki ávítað mig fyrir
atferli mitt daginn áður. Á þeirri
stundu sá ég fyrir sjónum mér
allar þær áhyggjur og þrautir
sem ég hafði valdið henni, síðan
við giftumst. Ég minntist þess,
hversu ég hafði sí og æ og
hvernig sem á stóð, skapraunað
henni, sært hana og móðgað, og
öllu hafði hún tekið með þögn
og þolinmæði.
Hjarta mitt fylltist ástúð og
blíðu til þessarar konu, er hafði
liðið svo mikið fyrir mínar sak-
ir, og ég hét því með sjálfum
mér, að hætta öllum skapraun-
um í hennar garð og sýna henni
gott eitt. Það heit efndi ég í
einn, tvo, þrjá daga.
XI.
Og nú fannst mér allt vera að
lagast. í raun réttri var ekkert
að lagast. Upp frá þeim sama
degi sem ég öðlaðist frið með
sjálfum mér, var grafið undan
þeim friði úr annarri átt. Konan
mín umgekkst mig, eins og ég
væri henni ókunnur. Og þó var
allt sem ég lagði á mig, gert
henni til góðs. En hvað þessi
kona var eftirtektarlaus! En þó
tók hún eftir.
Einn góðan veðurdag sagði
hún við mig: „Ég vildi óska að ég
dæi.“
„Hvers vegna?“
„Hvernig spyr þú?“ Og í
munnvikjum hennar vottaði fyr-
ir þannig brosi, að hjarta mitt
ætlaði að hætta að slá.
Ég ávítaði hana og sagði:
„Vertu ekki svona kjánaleg.“
„Þetta er ekki kjánaskapur,
vinur minn.“
42. tbi. VIKAN 49