Vikan


Vikan - 19.10.1967, Blaðsíða 48

Vikan - 19.10.1967, Blaðsíða 48
dHmLg(BlM KVIKMYNDA SfNINIAItllR Sjálfþrœddar -kvarzlampi — tveir hraðar Cerðar fyrir báðar teg. 8 mm filmu Automatiskar kvikmyndafökuvélar með rafmagnsaðdráttarlinsu Sjálfvirk fókusstilling Laugavegi skýra það“, svaraði hún, „en ég efast um að þú sért svo fús til að skilja það.“ „Hvers vegna það þá?“ „Vegna þess, að mig langar til að vinna ögn fyrir framfæri mínu.“ „Skortir þig þá eitthvað, fyrst þú þarft að vinna fyrir þér sjálf ?“ Hún svaraði: „í dag hefi ég nóg af öllu. En hver getur sagt um mor gundaginn? “ „Hvað kemur nú til, allt í einu?“ sagði ég. „Ég er búinn að segja þér, að það kom ekkert „allt í einu.“ Þá hélt ég áfram: „Ég skil ekki við hvað þú átt.“ — „Víst skilurðu, en þér er þægi- legra að segja, að þú skiljir ekki.“ Ég hristi höfuðið í vandræð- um og sagði: „Mín vegna getur þú sagt sem svo.“ „Þannig er það í raun og veru“, hélt hún á- fram. „Þessari rökfærslu botna ég ekkert í“, sagði ég. „Þú botnar ekkert í henni“, mælti hún, „og mér stendur á sama um hana. Þess vegna er okkur bezt að þegja. Sjá þú um þitt, og ég sé um mitt.“ „Ég veit hvað ég geri“, svaraði ég. „Hvað þú hyggst fyrir, hef ég ekki hugmynd um.“ „Þó þú vitir það ekki nú, færðu að vita það síðar“, svaraði hún. En áform hennar heppnaðist ekki. Eða hafi það heppnast, græddi hún ekki grænan eyri á því. Hún stundaði lamaða unglingsstúlku, sem var dóttir fátækrar ekkju, og fékk engin laun fyrir erfiði sitt. Og ekki nóg með það, heldur fékk hún henni einnig peninga og færði henni blóm. Jafnframt því missti Dína mátt eins og sjúkl- ingur, og hefði þurft hjúkrun sjálf, í stað þess að hjúkra öðr- um. Eitt sinn spurði ég hana: „Hve lengi ætlar þú að standa í þessu umstangi með sjúklinginn?" Hún leit við mér og svaraði: „Spyr þú sem læknir?“ Ég anzaði: „Hvaða greinar- mun gerir það, hvort ég spyr sem læknir, eða maðurinn þinn?“ „Ef þú spyrð sem læknir“, gegndi hún, „þá veit ég ekki hverju svara skal. Og spyrjir þú í einhverri annarri veru, sé ég ekki ástæðu til að svara.“ Ég lét sem hún væri að spauga og hló. Hún sneri baki við mér, og fór leiðar sinnar. Hlátur minn þagnaði snöggt og heyrðist ekki framar. Ég sagði við sjálfan mig, að þetta væri aðeins skammvinn skúr og ég næði mér fljótt eftir slíkt. En ég vissi, að sú von var fánýt. Mér varð hugsað til þess, er við minntumst fyrst á skilnað, og ég mundi, hvað hún hafði þá sagt: „Hvort sem ég vil eða ekki, fellst ég með ánægju á allt, sem þú villt, aðeins til að draga úr þjáningum þínum, jafnvel skiln- að.“ Þegar mér nú datt það í hug, vék ég því frá mér, eins og hverju öðru, sem er manni ógeðfellt. En Dína hafði rétt að mæla, er hún sagði, að við yrðum að fara eftir því sem forsjónin byði. Og ekki liðu margir dagar áður en augu mín sæju og andi minn skildi það, sem ég hafði ekki skynjað fyrr og ekki séð fyrir í upphafi. Ég ákvað því að veita Dínu frjálsræði sitt á ný. Börn áttum við engin, því ég var smeykur við að eignast börn, sem kynnu að líkjast honum. Ég gekk frá öllu, sem með þurfti, og gaf henni eftir skilnað. Þannig yfirgáfum við hvort annað á ytra borði. En í hjarta mér, vinur, lifir brosið á vörum hennar og bládimman í augum hennar, eins og þegar ég sá hana í fyrsta sinni. Um nætur kemur fyrir, að ég sezt upp í rúminu, eins og sjúkl- ingarnir sem hún hjúkraði, rétti fram báðar hendur og kalla: „Systir, systir, komdu!“ Jóhann Bjarnason þýddi. HNfFAFVLU AF KRAFTAVFRKUM Framhald af bls. 21 þér færi ekki vel að vera kaid- hæðin. Julie hallaði sér fram og studdi olnboganum á annað hnéð. — Og þá kemur mér annað í hug. — Varstu úti að ganga í gærkvöldi? — Mmmm. Já, það var alveg rétt. Mig langaði til að spyrja þig hvort þú þyrftir endilega að fara heim á föstudaginn? — Þú mátt vera eins lengi og þú vilt, þú veizt það. Bros Julie sýndi að hún gerði sér fulla grein fyrir undanbrögð- um vinkonu sinnar. — Ég veit það, vinkona, en skyidan kallar. Hún dró upp sígaretturnar. — En ég ætla að nota mér sígaretturnar til hins ýtrasta og ég áskil mér strax rétt til að koma aftur við fyrsta tækifæri. Hún blés á eldspýtuna, sem hún hafði notað, hallaði sér nær henni og lækkaði röddina. — Það er maður við barinn sem sýnist hafa óskaplega mikinn áhuga fyrir hominu okkar. Ilann sér ekki framan í þig, vegna gluggakarmsins. Snúðu þér við og bá komumst við að því hvorri okkar hann hefur áhuga fyrir. Það fóru herkjur um munnvik Adrienne, þegar hún skynjaði hvað Julie var að gefa í skyn, en hún var nógu forvitin til að gera eins og henni var sagt. Hún sneri sér að barnum og horfði um leið inn í hugsandi augu Martins Westburys. Hann mætti augnaráði hennar, lyfti ofurlítið annarri öxlinni, dæsti og lyfti glasinu. Sá sem var með honum, lágvaxinn maður með sandlitt hár, horfði áhugasamur á þær og varð fullur ákefðar þegar þriðji maðurinn gekk til þeirra, kinkaði kolli og lyfti höndinni í kveðjuskyni. Gott kvöld, ung- frú Blair. Það hefur verið gott veður í dag. Julie leit í spurn á Adrienne, þegar hún tók undir kveðju mannsins. — Þessi glaðlegi mað- ur með yfirskeggið, sagði Adri- enne, — er dr. Spencer og ég held að yngri maðurinn sé dýra- læknirinn hér. Julie hrukkaði nefið. — Stór- fenglegur félagsskapur. — Og kvennagullið í sportjakkanum. — Það er Martin Westbury. Hann er faðir litla stráksins sem ég sagði þér frá 1 gær. — MMM. — Viðkunnanlegur vangasvipur. Mér lízl líka vel á baksvipinn. Hnakkalagið og það hvernig hárið er klippt segir mikið um manninn. — Á hvern hátt? spurði Adri- enne og skemmti sér vel. — Veit það ekki. Ég veit bara að það er svona. Hvað gerir hann annað en skreyta barborðið að framanverðu? — Mér er sagt að hann sé kennari í Oxford. Munnur Julie breyttist í van- trúað „0“. Þú ert að gera grín að mér. Adrienne virti fyrir sér mann- inn í grófa tveedjakkanum, hann var ofurlítið siginn í öxlum. — Ég skal viðurkenna, að það er ekki mikið uppeldisfræðingslegt við hann, en það ætti aldrei að dæma menn eftir útlitinu. Hún hrukkaði ennið. — Þar að auki veit ég ekki mikið um hann. — Ég hef bara talað við hann einu sinni. — Ég hef það á lilfinningunni að þú fáir tækifæri til að auka kunningsskapinn hér og nú, sagði Julie, en læknirinn muldraði eitthvað við félaga sína um leið og hann tók stefnupa að glugga- borðinu. — Ungfrú Blair, ég held að þér hafið ekki áður hitt herra Timpson. Þetta er ungfrú Blair, hinn nýi eigandi Drumbeat og .... hann beið eftir að Adri- enne kynnti Julie. Þau heilsuð- ust ÖIl með handabandi og svo sneri hann sér við og veifaði í áttina að barnum, þar sem Mart- in Westbury sat ennþá. — Þér þekkið víst Martin nú þegar, — hann sagði mér að hann hefði hitt yður, þegar þér fenguð yð- ur tunglskinsgöngu um þorpið, í gærkvöldi. 52 VIKAN 42- tbl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.