Vikan


Vikan - 19.10.1967, Blaðsíða 27

Vikan - 19.10.1967, Blaðsíða 27
Skömmu siðar voru Svanidze lijónin handtekin. Hvernig gat pahbi gert þetta? Það eina, sem ég veit, er að það getur ekki hafa verið hans hugmynd. En ef slungin smjaðr- ari, eins og Bería, hvíslaði lymskulega í eyra lians að „þetta fólk er á móti þér“, að annars vegar vœri „hættulegt efni“ og „varasöm samhönd“, svo sem utanlandsferðir, var pabhi vís til að trúa því. Það var hægt að hafa lúmsk áhrif á álit hans á fólki. Það varð mögulegt að koma því inn lijá honum, að þessi og þessi hefði reynzt vera „ekki góður.“ Jafnvel þótt hann liefði verið i góðu áliti i mörg ár, sýndist hann aðeins vera eins og vera har. „Raunverulega er hann óvinur. Hann lief- ur talað illa um þig; hann er á móti þér. X, Y og Z hafa borið vitni gegn honum.“ Það sem pahhi gerði sér ekki ljóst, var að i kjöllurum leynilögreglunnar, var hgegt að láta X, Y og Z bera vitni um hvað senr var. Og þegar „staðreyndirnar" liöfðu sannfært pabha um, að einhver, sem hann þekkti vel, hefði reynzt „illa“ þegar allt kom til alls, hafði hann sálarleg hamskifti. Þá var það, sem hið grimma, óbilgjarna eðli lians kom í ljós. Fortíðin var ekki engur til fyrir lionum. Hann gat þurrkað það allt út með einum drætti og X hlaut þá sinn dóm. „Jæja, svo þú hefur svilcið mig“, var sem innri púki hvíslaði. „Ég þekki þig ekki einu sinni lengur.“ Á sinn kaldrifjaða hátt skeytti liann aðeins einu. Hvernig hegðar X sér núna? Viðurlcennir hann villu sins vegar? Pabhi var furðulega lijálparvana gagnvart vélráðum Bería. Allt, sem Bería þurl'ti að gera, var að færa honum skýrslu um réttarhöld, þar sem X „játaði“ eða aðrir „játuðu“ fyrir liann, eða, það allra versta, X neitaði að „játa.“ Alexander frændi var þrár. Hann neitaði að „játa“ eða „biðjast fyrirgefningar.“ Hann neitaði, með öðrum orðum, að skrifa pabba bónarbréf. Hann var skotinn í febrúar 1942, sextugur að aldri. 1942 voru margir í fangabúðunum skotnir, þótt dómar þeirra hefðu aðeins liljóðað upp á útlegð, erfiðisvinnu eða langa fangelsisvist. Ég hef enga hugmynd um, hvers vegna þetta gerðist, livort það var vegna þess hvernig stríðið gekk eða hvort Bería liafði einfaldlega ákveðið að losa sig við þá sem vissu um glæpi hans, og átti í engum vandræðum með að tala pabba til þess. Þegar dóminum liafði verið fullnægt yfir Alexander frænda, var fréttin lesin Maríu frænku, sem hneig niður and- vana af hjartaslagi. UMIR segja, að mamma hafi verið dýrlingur, aðrir að hún hafi verið trufluð á geðsmunum. Hvorugt er satt, fremur en sú saga að hún hafi verið myrt. Mamma var fædd í Baku og í bernsku átti hún heima í Kákasus. Hún var með ávalt andlit, dökkar augabrúnir of- urlitið uppbrett nef, dökka húð, mild, brún augu og bein, svört bráhár sem sjá má á konum í Grikklandi eða Búlgaríu eða Ckraínu. Það er glöð, siðsöm, elskuleg 15 ára stúlka, sem við sjáum i elstu bréfum liennar. 1. maí 1916 „Kæra Alísa ívanóvna, fyrirgefðu hvað ég er sein að svara bréfinu þínu en ég hef ekki haft tíma. Ég var svo löt i fyrrasumar að ég varð að taka 10 daga til að lesa undir prófið. Ég varð að bæta við mig í algebru og flatarmálsfræði. Ég tók prófið í morgun og veit ekki hvort ég lief náð . . ..“ Hér er bréf frá 27. febrúar 1917, aðfangadagslcvöldi Bylt- ingarinnar: „Loks kem ég því í verk að skrifa þér. • Ég hef verið hræðilega önnum kafin allan þennan tíma. En nú er skólinn lokaður fjórða daginn í röð vegna þess livað allt i er i óreiðu i Petrógrað, svo ég á svolitið frí. Það er voða, voða rnikil spenna liérna. Hvernig skyldi það vera í Moskvu? Bókstaf- lega enginn er heima . ... “ Sama dag, 27. febrúar, sendi hún póstkort: „Við liöfuin öll verið dauðleið af því í fjóra daga liefur ekkert verið um að ræða annað en Petrógrað. En nú er stór dagur kominn, 27. febrúar! Pabbi og ég erum ein heima — hin fóru öll gangandi niður í borgina .... Pabbi er fjarska spenntur og víkur ekki frá símanum. Abel Jenú- kidse kom i dag til Nikolajevskí stöðvarinnar. Honum til undrunar kom hann í tæka tíð fjrrir öll hátíðahöldin. Kær kveðja, bless, Nadja.“ Það sem þau voru að lialda hátíðlegt var Febrúarbyltingin. Pabbi var i útlegð þá og skrifaði önnnu frá Síberíu. Þau sendu honum paklca þangað. Bréf dagsett 30. marz sýnir að mamma var smám saman að gera sér grein fyrir því, sem á seyði var i kringum hana. „Mikið hefur gerzt á skömmum tíma .... 13. marz fór- um við í jarðarför alls fólksins sem var drepið. Það var afar áhrifarikt, þótt við yrðum að standa sjö klukkutíma í sömu sporum. Við sungum samt allan tímann og tókum varla eftir þvi hvað liann var langur. Það sló okkur live fagur Marsvöllurinn var, þegar við komum þangað um kvöldið. Þar voru kyndlar og tónlist. Það var allt saman stórkostleg sjón. Við komum lieim þreytt og blaut, en við vorum í góðu skapi einhvern veginn og kát. Pahbi var einn af marskálkunum. Hann var með rauðan linda og bar hvítt flagg í höndunum . . .. “ 19. október skrifaði mamma annað bréf. „Það er orðrómur á kreiki um að bolsévíkarnir ætli að gera eittlivað 20. októher en það er sennilega ekkert hæft í því ....“ Bolsévíkarnir gerðu raunar „eittlivað", eins og i ljós kom. Hér er síðasta bréf mömmu frá Petrógrað, í febrúar 1918. „Komið þið sæl, kæru. Það er gott að þið fenguð loksins sígaretturnar sem ég sendi ylckur .... Það er sannarlega hungur í Petrógrað. Þeir úthluta bara áttunda hluta úr pundi af brauði á dag og einn daginn fengum við alls ekk- ert. Ég bölvaði meira að segja bolsévíkunum. Ein þeir lofa okkur auknum skammti 18. febrúar. Við skulum sjá til hvort þeir efna það! Ég hef lézt um 20 pund og varð að breyta öllum minum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.